Innlent

Tekinn á 160 kílómetra hraða á Miklubraut

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan greip ökumann bíls glóðvolgan á Miklubraut í gærkvöldi.
Lögreglan greip ökumann bíls glóðvolgan á Miklubraut í gærkvöldi.
Lögreglan greip ökumann bíls glóðvolgan á Miklubraut þar sem hún var við hraðamælingar í gærkvöldi. Mældist ökuhraði bíls mannsins á 160 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Ökumaðurinn var kærður og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Þá barst lögreglu tilkynning í nótt um að ölvuð kona lægi meðvitundarlaus á gangstétt í Miðborginni. Farið var með konuna á bráðamóttöku Landspítalans þar sem í ljós kom að konan var ekki slösuð heldur ofurölvu. Gistir hún fangageymslu lögreglunnar þangað til af henni rennur.

Uppfært kl. 11.22 Við fyrstu gerð þessarar fréttar misritaðist bráðamóttaka Landspítalans sem bráðamóttaka Landsbankans. Blaðamanni er ekki kunnugt um að Landsbankinn reki bráðamóttöku og er beðist velvirðingar á þessum mistökum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×