Tveggja ára gæsaskytta fékk fjórar í fyrstu ferð Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 17. október 2016 06:45 Fjórar gæsir féllu þetta kvöld. mynd/úr einkasafni Þau Karen Andrea Heimisdóttir og Marvin Ómarsson tóku dóttur sína, hina tveggja ára Ylfu Mjöll, með sér á klukkutíma langt gæsaskytterí um helgina. Stúlkan sat róleg og lék með boltann sinn þegar gæsahópur flaug yfir og náðu foreldrarnir fjórum fuglum. „Veiðar eru frábært fjölskyldusport og henni fannst ótrúlega gaman,“ segir Karen.Mæðgurnar Karen og Ylfa bíða rólegar út í náttúrunni.Amman og afinn voru upptekin þennan dag og það viðraði vel til gæsaveiða. Stutt frá heimili þeirra, við Svarthamra sem eru skammt frá Neskaupstað, er lítið vatn þar sem gæsir koma reglulega. „Við ákváðum að rölta niður eftir með hana í bakpokanum og athuga hvort það kæmi flug. Við vorum í rúman klukkutíma. Við vildum líka aðeins sjá hvernig hún yrði því við vorum í veiðigallanum með byssurnar en hún kvartaði ekkert og fannst þetta mjög skemmtilegt.“ Marvin setti inn færslu á lokaðan hóp skotveiðifólks þar sem hann lýsti veiðiferðinni. „Stundum er veiðin bara góð fjölskyldustund. Fyrsta veiðiferð dóttur okkar og fannst henni mjög gaman. Vorum í klukkutíma og fórum heim með 4 gæsir, hefði ekki getað verið betra,“ skrifaði Marvin. Viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð. „Það er oft mikið af myndum þarna inni frá fólki sem er að skjóta mikið af magni þannig að það var ágætt að setja þarna inn að þetta er líka krúttlegt fjölskyldusport. Kíkja í stutta stund með fjölskyldunni og veiða nokkrar gæsir. Ylfu finnst gaman að umgangast fugla og við vildum sýna henni að þetta er eðlilegt, og fyrir okkur er eðlilegt að veiða í matinn. Hún hafði mjög gaman af þessu og vissi að við ætluðum að reyna að veiða fuglana sem kæmu. Hún sat hjá okkur með boltann sinn og kippti sér lítið upp við það þegar við skutum enda með góðar heyrnarhlífar – og við öll. Hún er alveg þokkalega vön byssum því við þurfum stundum að skjóta á varg sem er hér í kringum okkur.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Þau Karen Andrea Heimisdóttir og Marvin Ómarsson tóku dóttur sína, hina tveggja ára Ylfu Mjöll, með sér á klukkutíma langt gæsaskytterí um helgina. Stúlkan sat róleg og lék með boltann sinn þegar gæsahópur flaug yfir og náðu foreldrarnir fjórum fuglum. „Veiðar eru frábært fjölskyldusport og henni fannst ótrúlega gaman,“ segir Karen.Mæðgurnar Karen og Ylfa bíða rólegar út í náttúrunni.Amman og afinn voru upptekin þennan dag og það viðraði vel til gæsaveiða. Stutt frá heimili þeirra, við Svarthamra sem eru skammt frá Neskaupstað, er lítið vatn þar sem gæsir koma reglulega. „Við ákváðum að rölta niður eftir með hana í bakpokanum og athuga hvort það kæmi flug. Við vorum í rúman klukkutíma. Við vildum líka aðeins sjá hvernig hún yrði því við vorum í veiðigallanum með byssurnar en hún kvartaði ekkert og fannst þetta mjög skemmtilegt.“ Marvin setti inn færslu á lokaðan hóp skotveiðifólks þar sem hann lýsti veiðiferðinni. „Stundum er veiðin bara góð fjölskyldustund. Fyrsta veiðiferð dóttur okkar og fannst henni mjög gaman. Vorum í klukkutíma og fórum heim með 4 gæsir, hefði ekki getað verið betra,“ skrifaði Marvin. Viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð. „Það er oft mikið af myndum þarna inni frá fólki sem er að skjóta mikið af magni þannig að það var ágætt að setja þarna inn að þetta er líka krúttlegt fjölskyldusport. Kíkja í stutta stund með fjölskyldunni og veiða nokkrar gæsir. Ylfu finnst gaman að umgangast fugla og við vildum sýna henni að þetta er eðlilegt, og fyrir okkur er eðlilegt að veiða í matinn. Hún hafði mjög gaman af þessu og vissi að við ætluðum að reyna að veiða fuglana sem kæmu. Hún sat hjá okkur með boltann sinn og kippti sér lítið upp við það þegar við skutum enda með góðar heyrnarhlífar – og við öll. Hún er alveg þokkalega vön byssum því við þurfum stundum að skjóta á varg sem er hér í kringum okkur.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira