Óttast atgervisflótta ef kjörin batna ekki Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. október 2016 06:45 Þær Valgerður Rannveig Valgarðsdóttir, Anna Jóhannesdóttir, Arna Björk Gunnarsdóttir og Inga Kristín Skúladóttir eru ósáttar við að í hvert sinn sem laun hækka þurfi kennarar að gefa frá sér áður áunnin réttindi. vísir/eyþór Grunnskólakennarar hafa tvisvar fellt kjarasamning sem félag þeirra gerði við sveitarfélögin. Ríflega helmingur, eða um 57%, hafnaði samningnum í byrjun september. Mun fleiri höfðu hafnað sama samningi í júní. Félag grunnskólakennara er þessa dagana á ferð um allt land til þess að heyra raddir félagsmanna áður en lengra verður haldið. Fréttablaðið hitti fjóra kennara sem allir höfnuðu samningnum til að spyrja þá hvað mætti betur fara. „Þetta var ekki nógu mikil launahækkun,“ segir Anna Jóhannesdóttir um afstöðu sína. Og hinar taka undir þetta. „Líka það að þurfa alltaf að selja eitthvað í hvert skipti sem við fáum launahækkanir,“ segir Arna Björk Gunnarsdóttir . Inga Kristín Skúladóttir segir að í hvert sinn sem kennarar semji um launahækkanir þurfi þeir að gefa einhver áður áunnin réttindi eftir. Þar nefnir hún sem dæmi kennsluafslátt sem eldri kennarar höfðu. „Þetta er bara þannig álagsstarf að þegar þú ert kominn á á vissan aldur þá er bara þolið svolítið búið,“ útskýrir Arna. Þegar rýnt er í launaseðla kennaranna má sjá að kennari með sex ára starfsreynslu hefur rúmar 440 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði. Þær eru sammála um að yfirvinnan sem þeim gefist sé svo takmörkuð að grunnlaunin endurspegli ágætlega heildarlaun. „Mér sýndist svolítið að mestu hækkanirnar í þessum kjarasamningum væru hjá eldri kennurum, þeim sem væru eldri í lífaldri, minna hjá yngri. Sem er bagalegt þegar verið er að reyna að fá nýja kennara inn í stéttina,“ segir Anna. Kennararnir telja að sú kjaradeila sem núna er uppi muni ekki enda með verkfalli. „Miðað við það sem ég hef heyrt frá kennurum í kringum mig úr mörgum skólum, án þess að ég ætli að fara að tala fyrir alla kennarastéttina, að þá virðast flestir vera á þeirri skoðun að verkfall muni ekki leysa vandann,“ segir Inga. Verkfallið myndi bitna á kennurunum sjálfum og börnunum. „Það eru margir sem hafa sagt að þeir myndu frekar segja upp og fara bara í önnur störf,“ bætir Inga við. „Já, ég er sammála því. Því að núna er staðan í íslensku atvinnulífi þannig að núna er mikið að gera í ferðamannabransanum til dæmis og það er ýmislegt í boði þar. Og atvinnumöguleikar kennara utan skóla eru að vaxa,“ bætir Anna við. Þær eru allar fjórar sammála um að hætta sé á atgervisflótta úr stéttinni verði ekki eitthvað að gert til að bæta kjörin. Þær eru líka sammála um að þeim fjármunum sem varið er í stuðning við börnin, svo sem með stuðningsfulltrúum, sé alltaf að minnka. „Það eru erfiðir einstaklingar sem þurfa aðstoð og fá ekki það sem þeir eiga skilið, segir Anna. Valgerður bætir því við að það sé of litlum tíma kennara varið í að miðla upplýsingum til nemendanna. „Þetta snýst svo mikið um félagslega þáttinn og hegðun barna,“ segir Valgerður. Undir þetta tekur Anna. „Númer eitt tvö og þrjú, fyrir utan það að kenna þeim, er að öllum verður að líða vel. Og það sem þarf til þess að öllum líði vel er að við séum vel með á nótunum, segir Anna. Hún gerir ekki athugasemd við það að verkefnum sé bætt á kennara. Til dæmis að þeir hafi eftirlit með börnum í hádegismat. „Við getum alveg farið inn í matsal, það er ekki vandamálið. En við viljum bara fá borgað fyrir það,“ segir Anna. Og engin þeirra segist þekkja þá tilfinningu að skreppa út í hádegismat. „Þú ert alltaf á vakt,“ segir Valgerður. „Ef einhver hérna lendir í einhverjum útistöðum eða það þarf að leysa eitthvað þá er enginn kennari sem segir, nei ég er í mat,“ bætir hún við. Þegar kennari er mættur á skólalóðina er vinnan hjá honum hafin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faglærðum kennurum mun fækka Ríflega 70% færri nýnemar hefja nú nám í grunnskólakennarafræðum miðað við fyrir sjö árum. Forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands segir segir þróunina vera mjög alvarlega og telur að hlutfall ófaglærðra kennara muni aukast til muna í komandi framtíð verði ekkert að gert. 4. október 2016 19:30 Ræða hvers vegna samningurinn var felldur „Við erum að fara yfir hvernig þetta leit út þegar við kusum um síðasta samning. Hvað var verið að fella. hvað var gott, hvað er vont og hvað má bæta. Við erum að taka púlsinn á fólkinu okkar,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. 7. október 2016 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Grunnskólakennarar hafa tvisvar fellt kjarasamning sem félag þeirra gerði við sveitarfélögin. Ríflega helmingur, eða um 57%, hafnaði samningnum í byrjun september. Mun fleiri höfðu hafnað sama samningi í júní. Félag grunnskólakennara er þessa dagana á ferð um allt land til þess að heyra raddir félagsmanna áður en lengra verður haldið. Fréttablaðið hitti fjóra kennara sem allir höfnuðu samningnum til að spyrja þá hvað mætti betur fara. „Þetta var ekki nógu mikil launahækkun,“ segir Anna Jóhannesdóttir um afstöðu sína. Og hinar taka undir þetta. „Líka það að þurfa alltaf að selja eitthvað í hvert skipti sem við fáum launahækkanir,“ segir Arna Björk Gunnarsdóttir . Inga Kristín Skúladóttir segir að í hvert sinn sem kennarar semji um launahækkanir þurfi þeir að gefa einhver áður áunnin réttindi eftir. Þar nefnir hún sem dæmi kennsluafslátt sem eldri kennarar höfðu. „Þetta er bara þannig álagsstarf að þegar þú ert kominn á á vissan aldur þá er bara þolið svolítið búið,“ útskýrir Arna. Þegar rýnt er í launaseðla kennaranna má sjá að kennari með sex ára starfsreynslu hefur rúmar 440 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði. Þær eru sammála um að yfirvinnan sem þeim gefist sé svo takmörkuð að grunnlaunin endurspegli ágætlega heildarlaun. „Mér sýndist svolítið að mestu hækkanirnar í þessum kjarasamningum væru hjá eldri kennurum, þeim sem væru eldri í lífaldri, minna hjá yngri. Sem er bagalegt þegar verið er að reyna að fá nýja kennara inn í stéttina,“ segir Anna. Kennararnir telja að sú kjaradeila sem núna er uppi muni ekki enda með verkfalli. „Miðað við það sem ég hef heyrt frá kennurum í kringum mig úr mörgum skólum, án þess að ég ætli að fara að tala fyrir alla kennarastéttina, að þá virðast flestir vera á þeirri skoðun að verkfall muni ekki leysa vandann,“ segir Inga. Verkfallið myndi bitna á kennurunum sjálfum og börnunum. „Það eru margir sem hafa sagt að þeir myndu frekar segja upp og fara bara í önnur störf,“ bætir Inga við. „Já, ég er sammála því. Því að núna er staðan í íslensku atvinnulífi þannig að núna er mikið að gera í ferðamannabransanum til dæmis og það er ýmislegt í boði þar. Og atvinnumöguleikar kennara utan skóla eru að vaxa,“ bætir Anna við. Þær eru allar fjórar sammála um að hætta sé á atgervisflótta úr stéttinni verði ekki eitthvað að gert til að bæta kjörin. Þær eru líka sammála um að þeim fjármunum sem varið er í stuðning við börnin, svo sem með stuðningsfulltrúum, sé alltaf að minnka. „Það eru erfiðir einstaklingar sem þurfa aðstoð og fá ekki það sem þeir eiga skilið, segir Anna. Valgerður bætir því við að það sé of litlum tíma kennara varið í að miðla upplýsingum til nemendanna. „Þetta snýst svo mikið um félagslega þáttinn og hegðun barna,“ segir Valgerður. Undir þetta tekur Anna. „Númer eitt tvö og þrjú, fyrir utan það að kenna þeim, er að öllum verður að líða vel. Og það sem þarf til þess að öllum líði vel er að við séum vel með á nótunum, segir Anna. Hún gerir ekki athugasemd við það að verkefnum sé bætt á kennara. Til dæmis að þeir hafi eftirlit með börnum í hádegismat. „Við getum alveg farið inn í matsal, það er ekki vandamálið. En við viljum bara fá borgað fyrir það,“ segir Anna. Og engin þeirra segist þekkja þá tilfinningu að skreppa út í hádegismat. „Þú ert alltaf á vakt,“ segir Valgerður. „Ef einhver hérna lendir í einhverjum útistöðum eða það þarf að leysa eitthvað þá er enginn kennari sem segir, nei ég er í mat,“ bætir hún við. Þegar kennari er mættur á skólalóðina er vinnan hjá honum hafin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faglærðum kennurum mun fækka Ríflega 70% færri nýnemar hefja nú nám í grunnskólakennarafræðum miðað við fyrir sjö árum. Forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands segir segir þróunina vera mjög alvarlega og telur að hlutfall ófaglærðra kennara muni aukast til muna í komandi framtíð verði ekkert að gert. 4. október 2016 19:30 Ræða hvers vegna samningurinn var felldur „Við erum að fara yfir hvernig þetta leit út þegar við kusum um síðasta samning. Hvað var verið að fella. hvað var gott, hvað er vont og hvað má bæta. Við erum að taka púlsinn á fólkinu okkar,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. 7. október 2016 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Faglærðum kennurum mun fækka Ríflega 70% færri nýnemar hefja nú nám í grunnskólakennarafræðum miðað við fyrir sjö árum. Forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands segir segir þróunina vera mjög alvarlega og telur að hlutfall ófaglærðra kennara muni aukast til muna í komandi framtíð verði ekkert að gert. 4. október 2016 19:30
Ræða hvers vegna samningurinn var felldur „Við erum að fara yfir hvernig þetta leit út þegar við kusum um síðasta samning. Hvað var verið að fella. hvað var gott, hvað er vont og hvað má bæta. Við erum að taka púlsinn á fólkinu okkar,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. 7. október 2016 07:00