Mannréttindi, börn og betra samfélag Páll Valur Björnsson skrifar 30. apríl 2016 07:00 Þann 15. mars síðastliðinn var samþykkt þingsályktunartillaga mín og annarra talsmanna barna á Alþingi um að fela innanríkisráðherra í samráði við mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér fyrir því að 20. nóvember, dagurinn sem barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur, verði ár hvert helgaður fræðslu um mannréttindi barna í skólum landsins. Þetta markar vonandi tímamót í fræðslu barna um réttindi þeirra og skyldur. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn hefur að geyma ýmis grundvallarréttindi og tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun.Réttindaskólar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á Íslandi er að hrinda í framkvæmd afar áhugaverðu verkefni sem þau kalla Réttindaskóla. Þetta tilraunaverkefni fer af stað hér á landi í haust með þremur skólum, tveimur frístundaheimilum og einni félagsmiðstöð. Þetta er vinnulíkan sem hefur verið framkvæmt með frábærum árangri í Bretlandi, Kanada og fleiri löndum en það leiðbeinir skólum og frístundaheimilum við að innleiða Barnasáttmálann á einfaldan hátt. Öll börn og starfsfólk fá ítarlega fræðslu um réttindi barna - og réttindin eru síðan samofin öllu starfi. Skólar sem vinna eftir þessu fá síðan viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi fyrir að vera réttindaskólar. Þetta er vonandi aðeins byrjunin á enn frekari innleiðingu á innihaldi barnasáttmálans í íslenskt samfélag og þess að innan fárra ára verði allt skólastarf samofið þessum gríðarlega mikilvæga mannréttindasamningi. Eins og öllum er kunnugt er eitt af meginhlutverkum grunnskólans í samvinnu við heimilin að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun.Hvað ungur nemur, gamall temur Mannréttindi og lýðræði eru samofin og órjúfanleg. Samfélag sem ekki tryggir fólki full réttindi og raunveruleg tækifæri til að fá áreiðalegar upplýsingar, mynda sér skoðanir og tjá þær, stofna félög og koma saman, án ótta við óeðlileg afskipti sjórnvalda, hnýsni þeirra og jafnvel aðfinnslur, þrýsting og ógnanir í orði eða verki er ekki lýðræðissamfélag. Í slíku samfélagi verður lýðræðið orðin tóm. Formlegur réttur í orði en holur að innan og án nokkurs rauverulegs innihalds. Það er því gríðarlega mikilvægt að börnin okkar sem landið erfa og munu móta framtíð samfélagsins skilji þetta og mikilvægi þess að þau virði og standi saman vörð um þessi mannréttindi allra annarra og sjálfs sín. Og hér á það svo sannarlega við að hvað ungur nemur, gamall temur. Til að tryggja þetta enn betur hef ég einnig lagt fram frumvarp um að lögum um grunnskóla verði breytt þannig að þar verði kveðið á um að þeir skuli stuðla að skilningi nemenda á mannréttindum auk þess að „stuðla að víðsýni hjá nemendum og efla færni þeirra í íslensku máli, skilning þeirra á íslensku samfélagi, sögu þess og sérkennum, högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn”, eins og þar segir nú og allt er það einnig mjög mikilvægt. Frumvarpið er nú til meðferðar hjá allsherjar- og menntamálanefnd og er það von mín og trú að það muni fá framgang þar og á þingi.Samfélag góðra gilda Það er að mínum dómi gríðarlega mikilvægt að við leggjum enn frekari áherslu á samfélagsábyrgð og skilning á lýðræði og virðingu fyrir því í starfi grunnskólanna. Skólakerfið allt frá leikskólastiginu og upp til háskólastigsins eru lykilstofnanir í því að búa börn og ungmenni undir framtíðina og það hvernig við byggjum upp samfélag sem setur almannahag í forgrunn. Enda viljum við að menntun hvers manns sá metin eftir því hversu hæfur hann er til að lifa og starfa í mannlegu samfélagi, lifa og starfa þannig að líf hans verði með hverjum degi meira virði fyrir sjálfan hann og aðra. Það samfélag sem ræktar heiðarleika, kærleika, réttlæti og ábyrgð ásamt hófsemd og auðmýkt og virðir mannréttindi og setur málefni barna sinna í forgang lendir ekki í hruni eða öðrum slíkum ógöngum. Það samfélag setur bönd á græðgina, hafnar hrokanum og metur heiðarleika og ábyrgð miklu meira en munað og auð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Sjá meira
Þann 15. mars síðastliðinn var samþykkt þingsályktunartillaga mín og annarra talsmanna barna á Alþingi um að fela innanríkisráðherra í samráði við mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér fyrir því að 20. nóvember, dagurinn sem barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur, verði ár hvert helgaður fræðslu um mannréttindi barna í skólum landsins. Þetta markar vonandi tímamót í fræðslu barna um réttindi þeirra og skyldur. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn hefur að geyma ýmis grundvallarréttindi og tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun.Réttindaskólar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á Íslandi er að hrinda í framkvæmd afar áhugaverðu verkefni sem þau kalla Réttindaskóla. Þetta tilraunaverkefni fer af stað hér á landi í haust með þremur skólum, tveimur frístundaheimilum og einni félagsmiðstöð. Þetta er vinnulíkan sem hefur verið framkvæmt með frábærum árangri í Bretlandi, Kanada og fleiri löndum en það leiðbeinir skólum og frístundaheimilum við að innleiða Barnasáttmálann á einfaldan hátt. Öll börn og starfsfólk fá ítarlega fræðslu um réttindi barna - og réttindin eru síðan samofin öllu starfi. Skólar sem vinna eftir þessu fá síðan viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi fyrir að vera réttindaskólar. Þetta er vonandi aðeins byrjunin á enn frekari innleiðingu á innihaldi barnasáttmálans í íslenskt samfélag og þess að innan fárra ára verði allt skólastarf samofið þessum gríðarlega mikilvæga mannréttindasamningi. Eins og öllum er kunnugt er eitt af meginhlutverkum grunnskólans í samvinnu við heimilin að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun.Hvað ungur nemur, gamall temur Mannréttindi og lýðræði eru samofin og órjúfanleg. Samfélag sem ekki tryggir fólki full réttindi og raunveruleg tækifæri til að fá áreiðalegar upplýsingar, mynda sér skoðanir og tjá þær, stofna félög og koma saman, án ótta við óeðlileg afskipti sjórnvalda, hnýsni þeirra og jafnvel aðfinnslur, þrýsting og ógnanir í orði eða verki er ekki lýðræðissamfélag. Í slíku samfélagi verður lýðræðið orðin tóm. Formlegur réttur í orði en holur að innan og án nokkurs rauverulegs innihalds. Það er því gríðarlega mikilvægt að börnin okkar sem landið erfa og munu móta framtíð samfélagsins skilji þetta og mikilvægi þess að þau virði og standi saman vörð um þessi mannréttindi allra annarra og sjálfs sín. Og hér á það svo sannarlega við að hvað ungur nemur, gamall temur. Til að tryggja þetta enn betur hef ég einnig lagt fram frumvarp um að lögum um grunnskóla verði breytt þannig að þar verði kveðið á um að þeir skuli stuðla að skilningi nemenda á mannréttindum auk þess að „stuðla að víðsýni hjá nemendum og efla færni þeirra í íslensku máli, skilning þeirra á íslensku samfélagi, sögu þess og sérkennum, högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn”, eins og þar segir nú og allt er það einnig mjög mikilvægt. Frumvarpið er nú til meðferðar hjá allsherjar- og menntamálanefnd og er það von mín og trú að það muni fá framgang þar og á þingi.Samfélag góðra gilda Það er að mínum dómi gríðarlega mikilvægt að við leggjum enn frekari áherslu á samfélagsábyrgð og skilning á lýðræði og virðingu fyrir því í starfi grunnskólanna. Skólakerfið allt frá leikskólastiginu og upp til háskólastigsins eru lykilstofnanir í því að búa börn og ungmenni undir framtíðina og það hvernig við byggjum upp samfélag sem setur almannahag í forgrunn. Enda viljum við að menntun hvers manns sá metin eftir því hversu hæfur hann er til að lifa og starfa í mannlegu samfélagi, lifa og starfa þannig að líf hans verði með hverjum degi meira virði fyrir sjálfan hann og aðra. Það samfélag sem ræktar heiðarleika, kærleika, réttlæti og ábyrgð ásamt hófsemd og auðmýkt og virðir mannréttindi og setur málefni barna sinna í forgang lendir ekki í hruni eða öðrum slíkum ógöngum. Það samfélag setur bönd á græðgina, hafnar hrokanum og metur heiðarleika og ábyrgð miklu meira en munað og auð.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar