Innlent

Gunnar Smári segir Sigmund Davíð á anal-stiginu

Jakob Bjarnar skrifar
Gunnar Smári sýnir formanni Framsóknarflokksins enga miskunn og segir hann enn á kúkastiginu.
Gunnar Smári sýnir formanni Framsóknarflokksins enga miskunn og segir hann enn á kúkastiginu.
Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, heldur því fram að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins vilji vera elskaður þótt hann hafi kúkað á sig. Þetta segir hann í nýlegum pistli á Facebook.

Hafi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson búist við því að hann gæti mætt aftur til leiks, drifahvítur og þveginn eftir hlé og afsögn úr stól forsætisráðherra, skjátlaðist honum illa. Honum eru engin grið gefin á samfélagsmiðunum, hvort sem það má heita sanngjarnt eður ei. Ritstjórinn leggur út af grein Kára Stefánssonar sem birtist í Fréttablaðinu í dag og vill í því samhengi rifja upp þroskahugtak sem hann kallar kúkastigið en hefur jafnframt verið nefnt þarmastig.

Gunnar Smári virðist kunna sitthvað fyrir sér í þroskasálfræði og Sigmund Freud því hann tekur til við að segja af þroskaferli ungabarna; framan af elski foreldrar barn sitt skilyrðislaust en svo komi að því að barnið þurfi að kúka í koppinn.

„Þessi skyndilegu umskipti eru okkur öllum mikið áfall. Við vorum fullkomin en erum skyndilega lent á braut þar sem fullkomnun er eitthvað sem við getum stefnt að en erum ekki. Englar breytast í menn. Sum okkar sætta sig ekki við þetta fall og vilja halda sér á kúkastiginu. Þau vilja fá kúka í buxurnar án afleiðinga og rétta út hendurnar svo foreldrarnir taki þau upp og knúsi. Þetta virðist vera persónuþroskastand fyrrum forsætisráðherra. Hann hefur kúkað í buxurnar en vill samt að Framsókn taki sig upp og knúsi. Og helst öll þjóðin. Hann sættir sig ekki við ást með skilyrðum. Hann vill vera elskaður þótt hann hafi kúkað á sig,“ segir Gunnar Smári í Facebook-færslusinni og uppsker mikil og jákvæð viðbrögð við þessari greiningu sinni og líkingu.

Sigmundur á vin í Birni Inga sem reynir að bera vopn á klæðin
En, vini Sigmundar Davíðs er þó að finna á Facebook, þó ekki séu þeir fyrirferðarmiklir. Annar fjölmiðlamaður sem leggur út af pistli Kára Stefánssonar er Björn Ingi Hrafnsson eigandi VefPressunnar. Hann biður Kára að sýna vægð og mildi.

„Kári Stefánsson kann sannarlega að koma fyrir orði og hann er mikill hæfileikamaður. En hann hefur líka gert ótal mistök eins og við hin og af því að við erum umburðarlynd þjóð, fyrirgefum við það allt saman. En Kári mætti vera jafn umburðarlyndur í garð annarra og þjóðin hefur verið í garð hans. Það eiga allir skilið annað tækifæri, við eigum að læra af reynslunni og enginn stækkar af því að smækka aðra.“


Tengdar fréttir

Buxurnar heillar þjóðar

Það var merkilegur kapítuli í kvöldfréttum sjónvarps á laugardaginn var sem sýndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson á vorþingi Framsóknarflokksins. Hann sást ganga í salinn og grípa upp nokkara viðstadda eins og karakter úr




Fleiri fréttir

Sjá meira


×