Láta gott af sér leiða fyrir jólin Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 21. desember 2016 10:30 Friðrik Ómar og Jógvan spila alla daga fram að jólum í Græna herberginu. Allur ágóði af tónleikunum rennur óskertur til Mæðrastyrksnefndar. Mynd/Gassi Mynd/Gassi Hugmyndin er alls ekki flókin, okkur langaði að gera eitthvað gott í desember, í anda jólanna, við fengum tvo af birgjum okkar, bæði Færeyjabjór og Mekka, til að borga kostnaðinn við viðburðina sem við erum með, annars munum við gefa alla vinnuna okkar þannig að peningurinn mun allur renna óskertur til Mæðrastyrksnefndar,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari spurður út í hugmyndina á bak við tónleikaröð sem hann og söngvarinn Jógvan Hansen efna til í Græna herberginu við Lækjargötu síðustu dagana fyrir jól. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum stendur Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur fyrir jólaaðstoð þar sem fólk getur sótt um aðstoð yfir hátíðirnar. „Það eru um fimmtán hundruð manns sem leita til þeirra núna, þessa síðustu viku fyrir jól og á bak við hverja umsókn er jafnvel heil fjölskylda. Okkur fannst þörf á að líta okkur nær, þetta er að gerast í kring um okkur, fólk er ekki að ná endum saman. Það er mikil stemning og mikið af fólki er á röltinu niðri í bæ á kvöldin þessa vikuna og það er tilvalið að líta inn til okkar og gera góðverk í leiðinni,“ segir Friðrik. Strákarnir koma til með að spila alla daga fram að jólum frá klukkan níu og munu tónleikarnir standa yfir í tvær klukkustundir. Miðaverð á tónleikana er 2.000 krónur og er miðasalan á tix.is. „Við verðum með fjögurra manna hljómsveit með okkur, Magnús Jóhann Ragnarsson á píanó, Rögnvald Borgþórsson gítar, Snorra Örn Arnarson á bassi og Berg Einar Dagbjartsson á trommur. Þetta verður bara æðislega gaman. Á Þorláksmessu hefjast tónleikarnir kl. tíu og þá verðum við líka í beinni útsendingu á Rás 2 út um allt land,“ segir Friðrik. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Hugmyndin er alls ekki flókin, okkur langaði að gera eitthvað gott í desember, í anda jólanna, við fengum tvo af birgjum okkar, bæði Færeyjabjór og Mekka, til að borga kostnaðinn við viðburðina sem við erum með, annars munum við gefa alla vinnuna okkar þannig að peningurinn mun allur renna óskertur til Mæðrastyrksnefndar,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari spurður út í hugmyndina á bak við tónleikaröð sem hann og söngvarinn Jógvan Hansen efna til í Græna herberginu við Lækjargötu síðustu dagana fyrir jól. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum stendur Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur fyrir jólaaðstoð þar sem fólk getur sótt um aðstoð yfir hátíðirnar. „Það eru um fimmtán hundruð manns sem leita til þeirra núna, þessa síðustu viku fyrir jól og á bak við hverja umsókn er jafnvel heil fjölskylda. Okkur fannst þörf á að líta okkur nær, þetta er að gerast í kring um okkur, fólk er ekki að ná endum saman. Það er mikil stemning og mikið af fólki er á röltinu niðri í bæ á kvöldin þessa vikuna og það er tilvalið að líta inn til okkar og gera góðverk í leiðinni,“ segir Friðrik. Strákarnir koma til með að spila alla daga fram að jólum frá klukkan níu og munu tónleikarnir standa yfir í tvær klukkustundir. Miðaverð á tónleikana er 2.000 krónur og er miðasalan á tix.is. „Við verðum með fjögurra manna hljómsveit með okkur, Magnús Jóhann Ragnarsson á píanó, Rögnvald Borgþórsson gítar, Snorra Örn Arnarson á bassi og Berg Einar Dagbjartsson á trommur. Þetta verður bara æðislega gaman. Á Þorláksmessu hefjast tónleikarnir kl. tíu og þá verðum við líka í beinni útsendingu á Rás 2 út um allt land,“ segir Friðrik.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira