Björk lætur fjölmiðla heyra það eftir að hafa verið gagnrýnd fyrir plötusnúðasett Birgir Olgeirsson skrifar 21. desember 2016 20:17 Björk að DJ-a á Day for Night í Houston. Vísir/Getty Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir lætur fjölmiðla heyra það vegna umfjöllunar um plötusnúðasett hennar á tónlistarhátíðinni Day for Night í Bandaríkjunum um liðna helgi. Hún segir einhverja fjölmiðla ekki hafa geta skilið hvers vegna hún kom ekki fram sjálf með sína tónlist og hvers vegna hún faldi sig á bak við borð. Hún segir nokkra af uppáhalds tónlistarmönnum sínum einnig hafa komið fram sem plötusnúðar á þessari hátíð, en þeir hafi ekki fengið sömu meðhöndlun frá þessum fjölmiðlum, og bendir á að um sé að ræða karlkyns kollega hennar í tónlistarheiminum. „Mér finnst þetta vera kynjamisrétti,“ skrifar Björk á Facebook en hún nefnir að tónlistarmenn á borð við Aphex Twin, Arca, Oneoh Trixpoint Never og Matmos hefðu Dj-að á þessari hátíð. Hún segist ekki geta hunsað þetta kynjamisrétti eftir þetta stormasama ár. „Því við eigum öll skilið algjöra breytingu á þessum byltingarkenndu tímum sem við lifum á. Það hlýtur að vera þess virði,“ skrifar Björk. Hún segir konur í tónlist fá að vera söngvaskáld svo lengi sem þær syngja um kærasta sína. Ef þær syngja um atóm, stjörnuþokur, aðgerðastefnu eða gera eitthvað annað en að syngja um ástvini verða þær fyrir gagnrýni að sögn Bjarkar. „Blaðamönnum finnst eins og það vanti eitthvað,“ segir Björk og nefnir að það sé eins og að konur eigi bara að syngja um tilfinningar. Björk segist hafa gert plöturnar Biophilia og Volta meðvituð um þá staðreynd að á þeim plötu yrði ekki sungið um það sem konur gera venjulega. „Mér fannst ég hafa áunnið mér það,“ skrifar Björk. Á Volta segist hún hafa sungið um barnshafandi hryðjuverkamenn og um sjálfstæði Færeyja og Grænlands. Á Biophilia söng hún um stjörnuþokur og atóm. „En það var ekki fyrr en á Vulnicura sem ég söng um ástarsorg sem ég fékk fullt samþykki fjölmiðla,“ segir Björk. Hún segir karlmönnum leyfast að fara um víðan völl þegar kemur að umfjöllunarefni, takast á við vísindaskáldskap, vera fyndnir og vera tónlistarnördar sem týnast í hljóðheimi. „En ekki konur. Ef við opnum ekki brjóstholið og blæðum fyrir karlmenn og börnin í lífi okkar þá erum við að svíkja áheyrnarhópinn okkar.“ Hún segist þó finna fyrir því að breyting sé í nánd og segist vonast til þess að á árinu 2017 muni hún verða að veruleika. Hér fyrir neðan má lesa stöðuuppfærslu Bjarkar um málið. Hér má sjá hluta af plötusnúðasetti hennar í Houston: Tengdar fréttir Björk Guðmundsdóttir um sorgarferlið sem fylgdi skilnaðinum Björk lýsir missinum og sorginni sem fylgdi sambandsslitunum við Matthew Barney sem ferðalagi skipt upp í kafla. Hún finnur fyrir samkennd eftir að hafa miðlað reynslu sinni í gegnum listina á plötu sinni Vulnicura. 10. desember 2016 07:00 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir lætur fjölmiðla heyra það vegna umfjöllunar um plötusnúðasett hennar á tónlistarhátíðinni Day for Night í Bandaríkjunum um liðna helgi. Hún segir einhverja fjölmiðla ekki hafa geta skilið hvers vegna hún kom ekki fram sjálf með sína tónlist og hvers vegna hún faldi sig á bak við borð. Hún segir nokkra af uppáhalds tónlistarmönnum sínum einnig hafa komið fram sem plötusnúðar á þessari hátíð, en þeir hafi ekki fengið sömu meðhöndlun frá þessum fjölmiðlum, og bendir á að um sé að ræða karlkyns kollega hennar í tónlistarheiminum. „Mér finnst þetta vera kynjamisrétti,“ skrifar Björk á Facebook en hún nefnir að tónlistarmenn á borð við Aphex Twin, Arca, Oneoh Trixpoint Never og Matmos hefðu Dj-að á þessari hátíð. Hún segist ekki geta hunsað þetta kynjamisrétti eftir þetta stormasama ár. „Því við eigum öll skilið algjöra breytingu á þessum byltingarkenndu tímum sem við lifum á. Það hlýtur að vera þess virði,“ skrifar Björk. Hún segir konur í tónlist fá að vera söngvaskáld svo lengi sem þær syngja um kærasta sína. Ef þær syngja um atóm, stjörnuþokur, aðgerðastefnu eða gera eitthvað annað en að syngja um ástvini verða þær fyrir gagnrýni að sögn Bjarkar. „Blaðamönnum finnst eins og það vanti eitthvað,“ segir Björk og nefnir að það sé eins og að konur eigi bara að syngja um tilfinningar. Björk segist hafa gert plöturnar Biophilia og Volta meðvituð um þá staðreynd að á þeim plötu yrði ekki sungið um það sem konur gera venjulega. „Mér fannst ég hafa áunnið mér það,“ skrifar Björk. Á Volta segist hún hafa sungið um barnshafandi hryðjuverkamenn og um sjálfstæði Færeyja og Grænlands. Á Biophilia söng hún um stjörnuþokur og atóm. „En það var ekki fyrr en á Vulnicura sem ég söng um ástarsorg sem ég fékk fullt samþykki fjölmiðla,“ segir Björk. Hún segir karlmönnum leyfast að fara um víðan völl þegar kemur að umfjöllunarefni, takast á við vísindaskáldskap, vera fyndnir og vera tónlistarnördar sem týnast í hljóðheimi. „En ekki konur. Ef við opnum ekki brjóstholið og blæðum fyrir karlmenn og börnin í lífi okkar þá erum við að svíkja áheyrnarhópinn okkar.“ Hún segist þó finna fyrir því að breyting sé í nánd og segist vonast til þess að á árinu 2017 muni hún verða að veruleika. Hér fyrir neðan má lesa stöðuuppfærslu Bjarkar um málið. Hér má sjá hluta af plötusnúðasetti hennar í Houston:
Tengdar fréttir Björk Guðmundsdóttir um sorgarferlið sem fylgdi skilnaðinum Björk lýsir missinum og sorginni sem fylgdi sambandsslitunum við Matthew Barney sem ferðalagi skipt upp í kafla. Hún finnur fyrir samkennd eftir að hafa miðlað reynslu sinni í gegnum listina á plötu sinni Vulnicura. 10. desember 2016 07:00 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir um sorgarferlið sem fylgdi skilnaðinum Björk lýsir missinum og sorginni sem fylgdi sambandsslitunum við Matthew Barney sem ferðalagi skipt upp í kafla. Hún finnur fyrir samkennd eftir að hafa miðlað reynslu sinni í gegnum listina á plötu sinni Vulnicura. 10. desember 2016 07:00
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning