Höfum við ekki séð þetta áður? Lars Christensen skrifar 21. desember 2016 09:00 Ég vil taka það strax fram að ég hef ekki eins miklar áhyggjur núna og ég hafði 2006, en þróunin í íslenska hagkerfinu er áhyggjuefni og mér finnst sannarlega að við höfum séð þetta áður. Það er erfitt að finna stjórnmálaflokk á Íslandi sem er ekki hlynntur slökun á stefnunni í ríkisfjármálum þrátt fyrir að ekki sé lengur samdráttur í hagkerfinu. Reyndar er mikill uppgangur í efnahagslífinu. Það ætti því að herða á stefnunni í ríkisfjármálum frekar en að slaka á henni. En það er er ekki í kortunum og það vita fjárfestar. Fjárfestar vita líka að ef stefnan í ríkisfjármálum er mjög slök verður Seðlabankinn að hafa meiri aðhaldsstefnu í peningamálum en hann annars þyrfti að hafa. Þetta endurspeglast í þeirri staðreynd að Ísland er með mjög háa raunvexti samanborið við næstum öll önnur þróuð hagkerfi í heiminum. Það kemur ekki á óvart að þetta skuli styrkja krónuna. Þetta er greinilega áhyggjuefni fyrir Seðlabankann sem er fullkomlega meðvitaður um hina miklu aukningu á eftirspurn innanlands en hefur jafnframt áhyggjur af of mikilli styrkingu krónunnar. Starfið er ekki auðvelt fyrir Seðlabankann þegar stjórnmálamennirnir vilja gefa öllum jólagjafir og verkalýðsfélögin halda áfram að krefjast jafnvel enn meiri launahækkana. Og til að gera illt verra halda vissir hlutar fyrirtækjageirans áfram að þrýsta á Seðlabankann og krefjast lægri stýrivaxta.Takið upp nafnlaunamarkmið í stað verðbólgumarkmiðaÍ síðustu viku lét Seðlabankinn undan þrýstingnum og lækkaði stýrivexti. Ég held að í grundvallaratriðum hafi þessi ákvörðun verið misráðin – á meðan eftirspurn innanlands er á mikilli uppleið er þörf á hertari peningamálastefnu, ekki slakari. En ég skil þann þrýsting sem Seðlabankinn stendur frammi fyrir og Seðlabankinn fær hvorki stuðning frá stjórnmálamönnum, verkalýðsfélögum né samtökum atvinnurekenda. Til að gera illt verra á Seðlabankinn í erfiðleikum með verðbólgumarkmið sín. Þversögnin er sú að á meðan mikill vöxtur er í efnahagslífinu hefur verðbólgan fallið langt niður fyrir 2,5% markmið Seðlabankans. Ástæða þessa er að verðbólgan á Íslandi segir afar lítið um verðbólguþrýsting innanlands þar sem flestar neysluvörur eru innfluttar. Þegar krónan styrkist verður því innflutningsverð lægra og það þrýstir „neysluverðsvísitölunni“ niður. En það þýðir ekki að verðbólga muni haldast lág. Raunar eru verðbólguvæntingar til meðallangs tíma áfram hærri og ef við lítum lengra en 2-3 ár fram í tímann þá vænta fjármálamarkaðirnir þess að verðbólgan verði vel yfir verðbólgumarkmiðinu. En það virðist erfitt fyrir Seðlabankann að útskýra þetta fyrir þeim hópum sem krefjast stýrivaxtalækkunar. Ég held því að þörf sé á að Seðlabankinn skipti út verðbólgumarkmiði sínu fyrir nafnlaunamarkmið. Þannig tel ég að 5% nafnlaunamarkmið myndi gera mikið til að koma á jafnvægi í efnahagslífinu en einnig tryggja til meðallangs tíma að verðbólga yrði í kringum 2-3% (að því gefnu að framleiðniaukning væri 2-3%). Það væri þá einnig eðlilegt, eins og ég hefur áður lagt til í þessu ágæta blaði, að húsnæðislánakerfinu á Íslandi yrði breytt úr því að tengjast verðbólgu yfir í að tengjast nafnlaunahækkunum. Þetta myndi enn frekar stuðla að jafnvægi í hagkerfinu. Að lokum: Íslenska hagkerfið hefur tilhneigingu til að rísa hratt og hrynja. Þessu þarf að breyta – ekki með harkalega hertri peningamálastefnu (þótt ég telji peningamálastefnuna of slaka), heldur með umbótum á stjórn peningamálastefnunnar, reglum um fjármálastefnu ríkisins og loks að gerðar verði ráðstafanir til að gera verkalýðsfélögin mun ábyrgari, ekki aðeins fyrir launaþróun, heldur einnig fyrir atvinnuþróun. Er þetta of mikið til að vonast eftir í jólagjöf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Ég vil taka það strax fram að ég hef ekki eins miklar áhyggjur núna og ég hafði 2006, en þróunin í íslenska hagkerfinu er áhyggjuefni og mér finnst sannarlega að við höfum séð þetta áður. Það er erfitt að finna stjórnmálaflokk á Íslandi sem er ekki hlynntur slökun á stefnunni í ríkisfjármálum þrátt fyrir að ekki sé lengur samdráttur í hagkerfinu. Reyndar er mikill uppgangur í efnahagslífinu. Það ætti því að herða á stefnunni í ríkisfjármálum frekar en að slaka á henni. En það er er ekki í kortunum og það vita fjárfestar. Fjárfestar vita líka að ef stefnan í ríkisfjármálum er mjög slök verður Seðlabankinn að hafa meiri aðhaldsstefnu í peningamálum en hann annars þyrfti að hafa. Þetta endurspeglast í þeirri staðreynd að Ísland er með mjög háa raunvexti samanborið við næstum öll önnur þróuð hagkerfi í heiminum. Það kemur ekki á óvart að þetta skuli styrkja krónuna. Þetta er greinilega áhyggjuefni fyrir Seðlabankann sem er fullkomlega meðvitaður um hina miklu aukningu á eftirspurn innanlands en hefur jafnframt áhyggjur af of mikilli styrkingu krónunnar. Starfið er ekki auðvelt fyrir Seðlabankann þegar stjórnmálamennirnir vilja gefa öllum jólagjafir og verkalýðsfélögin halda áfram að krefjast jafnvel enn meiri launahækkana. Og til að gera illt verra halda vissir hlutar fyrirtækjageirans áfram að þrýsta á Seðlabankann og krefjast lægri stýrivaxta.Takið upp nafnlaunamarkmið í stað verðbólgumarkmiðaÍ síðustu viku lét Seðlabankinn undan þrýstingnum og lækkaði stýrivexti. Ég held að í grundvallaratriðum hafi þessi ákvörðun verið misráðin – á meðan eftirspurn innanlands er á mikilli uppleið er þörf á hertari peningamálastefnu, ekki slakari. En ég skil þann þrýsting sem Seðlabankinn stendur frammi fyrir og Seðlabankinn fær hvorki stuðning frá stjórnmálamönnum, verkalýðsfélögum né samtökum atvinnurekenda. Til að gera illt verra á Seðlabankinn í erfiðleikum með verðbólgumarkmið sín. Þversögnin er sú að á meðan mikill vöxtur er í efnahagslífinu hefur verðbólgan fallið langt niður fyrir 2,5% markmið Seðlabankans. Ástæða þessa er að verðbólgan á Íslandi segir afar lítið um verðbólguþrýsting innanlands þar sem flestar neysluvörur eru innfluttar. Þegar krónan styrkist verður því innflutningsverð lægra og það þrýstir „neysluverðsvísitölunni“ niður. En það þýðir ekki að verðbólga muni haldast lág. Raunar eru verðbólguvæntingar til meðallangs tíma áfram hærri og ef við lítum lengra en 2-3 ár fram í tímann þá vænta fjármálamarkaðirnir þess að verðbólgan verði vel yfir verðbólgumarkmiðinu. En það virðist erfitt fyrir Seðlabankann að útskýra þetta fyrir þeim hópum sem krefjast stýrivaxtalækkunar. Ég held því að þörf sé á að Seðlabankinn skipti út verðbólgumarkmiði sínu fyrir nafnlaunamarkmið. Þannig tel ég að 5% nafnlaunamarkmið myndi gera mikið til að koma á jafnvægi í efnahagslífinu en einnig tryggja til meðallangs tíma að verðbólga yrði í kringum 2-3% (að því gefnu að framleiðniaukning væri 2-3%). Það væri þá einnig eðlilegt, eins og ég hefur áður lagt til í þessu ágæta blaði, að húsnæðislánakerfinu á Íslandi yrði breytt úr því að tengjast verðbólgu yfir í að tengjast nafnlaunahækkunum. Þetta myndi enn frekar stuðla að jafnvægi í hagkerfinu. Að lokum: Íslenska hagkerfið hefur tilhneigingu til að rísa hratt og hrynja. Þessu þarf að breyta – ekki með harkalega hertri peningamálastefnu (þótt ég telji peningamálastefnuna of slaka), heldur með umbótum á stjórn peningamálastefnunnar, reglum um fjármálastefnu ríkisins og loks að gerðar verði ráðstafanir til að gera verkalýðsfélögin mun ábyrgari, ekki aðeins fyrir launaþróun, heldur einnig fyrir atvinnuþróun. Er þetta of mikið til að vonast eftir í jólagjöf?
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar