Drekka kaffi, borða köku og ræða dauðann Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. maí 2016 07:00 Lóa Björk segir þörf á umræðu um dauðann með það að markmiði að lifa lífinu til fulls. Fréttablaðið/Anton Brink „Á Dauðakaffi kemur fólk saman til þess að borða köku, drekka kaffi og ræða dauðann. Fólk sem oft þekkist ekkert,“ segir Lóa Björk Ólafsdóttir einn forsvarsmanna Dauðakaffis á Íslandi. „Tilgangurinn er að vekja fólk til meðvitundar um að allt líf tekur enda og skerpa sýn fólks á að lifa lífinu vel, í ljósi endanleika þess,“ segir Lóa. Dauðakaffi voru haldin þrisvar sinnum í vetur og fengu góðar undirtektir og mætingu. Haldið verður áfram næsta haust en Lóa minnir á að hver sem er getur haldið Dauðakaffi. Til að mynda hafi aðilar á Akureyri og víðar á landsbyggðinni sýnt áhuga á að halda Dauðakaffi. „Allir eru velkomnir á Dauðakaffi og öllum er frjálst að standa fyrir slíkum viðburði. Það hafa komið að máli við okkur aðilar af landsbyggðinni, Akureyri til dæmis, sem hafa lýst yfir áhuga á að halda Dauðakaffi í sinni heimabyggð. Stofnuð var fésbókarsíðan „Dauðakaffi“ í þeim tilgangi að auglýsa viðburði, svara fyrirspurnum og gefa tækifæri til að deila hugleiðingum,“ segir Lóa frá. „Upphafsmaðurinn var félagsráðgjafinn Bernard Crettaz. En það var svo Jon Underwoods sem stofnaði síðuna deathcafe.com, þar sem finna má leiðbeiningar um hvernig skal standa að svona stundum. Jon Underwood hefur stofnað sérstakt kaffihús, Death Café, í London sem er helgað umræðum um dauðann. Við höfðum samband við Jon sem veitti okkur ráðgjöf og upplýsingar,“ segir hún. Lóa starfar sem hjúkrunarfræðingur og segir þörf á opnari umræðu um dauðann í samfélaginu. „Það er oft ákveðið tabú að ræða dauðann, til dæmis í tengslum við veikindi, sem kemur sér ekki alltaf vel. Sú nálgun sem Dauðakaffið býður upp á þykir mér því góð leið til að brjóta upp bannhelgina sem gjarnan hvílir yfir dauðanum sem umræðuefni. Á kaffistundunum er lögð áhersla á virðingu í samskiptum og fyrir skoðunum, trú, gildum og viðhorfum annarra. Í Dauðakaffi er enginn leiddur að sérstakri niðurstöðu, þá er þetta ekki vettvangur fyrir ráðgjöf eða stuðning við syrgjendur þótt margir hafi hag af því að geta rætt sína reynslu. Ef einhver hefur áhuga á að standa fyrir kaffistundum sem þessum er velkomið að hafa samband við okkur sem nú höfum reynsluna, en við höfum líka tekið saman og þýtt leiðbeiningar og efni frá deathcafe.com.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. maí. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
„Á Dauðakaffi kemur fólk saman til þess að borða köku, drekka kaffi og ræða dauðann. Fólk sem oft þekkist ekkert,“ segir Lóa Björk Ólafsdóttir einn forsvarsmanna Dauðakaffis á Íslandi. „Tilgangurinn er að vekja fólk til meðvitundar um að allt líf tekur enda og skerpa sýn fólks á að lifa lífinu vel, í ljósi endanleika þess,“ segir Lóa. Dauðakaffi voru haldin þrisvar sinnum í vetur og fengu góðar undirtektir og mætingu. Haldið verður áfram næsta haust en Lóa minnir á að hver sem er getur haldið Dauðakaffi. Til að mynda hafi aðilar á Akureyri og víðar á landsbyggðinni sýnt áhuga á að halda Dauðakaffi. „Allir eru velkomnir á Dauðakaffi og öllum er frjálst að standa fyrir slíkum viðburði. Það hafa komið að máli við okkur aðilar af landsbyggðinni, Akureyri til dæmis, sem hafa lýst yfir áhuga á að halda Dauðakaffi í sinni heimabyggð. Stofnuð var fésbókarsíðan „Dauðakaffi“ í þeim tilgangi að auglýsa viðburði, svara fyrirspurnum og gefa tækifæri til að deila hugleiðingum,“ segir Lóa frá. „Upphafsmaðurinn var félagsráðgjafinn Bernard Crettaz. En það var svo Jon Underwoods sem stofnaði síðuna deathcafe.com, þar sem finna má leiðbeiningar um hvernig skal standa að svona stundum. Jon Underwood hefur stofnað sérstakt kaffihús, Death Café, í London sem er helgað umræðum um dauðann. Við höfðum samband við Jon sem veitti okkur ráðgjöf og upplýsingar,“ segir hún. Lóa starfar sem hjúkrunarfræðingur og segir þörf á opnari umræðu um dauðann í samfélaginu. „Það er oft ákveðið tabú að ræða dauðann, til dæmis í tengslum við veikindi, sem kemur sér ekki alltaf vel. Sú nálgun sem Dauðakaffið býður upp á þykir mér því góð leið til að brjóta upp bannhelgina sem gjarnan hvílir yfir dauðanum sem umræðuefni. Á kaffistundunum er lögð áhersla á virðingu í samskiptum og fyrir skoðunum, trú, gildum og viðhorfum annarra. Í Dauðakaffi er enginn leiddur að sérstakri niðurstöðu, þá er þetta ekki vettvangur fyrir ráðgjöf eða stuðning við syrgjendur þótt margir hafi hag af því að geta rætt sína reynslu. Ef einhver hefur áhuga á að standa fyrir kaffistundum sem þessum er velkomið að hafa samband við okkur sem nú höfum reynsluna, en við höfum líka tekið saman og þýtt leiðbeiningar og efni frá deathcafe.com.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. maí.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira