Árétting vegna umfjöllunar um úthlutunarreglur LÍN LÍN skrifar 2. maí 2016 19:29 Vegna leiðara Fréttablaðsins sem birtist 2. maí óskar Lánasjóður íslenskra námsmanna eftir því að koma eftirfarandi á framfæri.LÍN úthlutar lánum í samræmi við framfærsluþörf þess lands sem lánþegi stundar nám í. Þannig tryggir sjóðurinn sanngirni milli námsmanna, óháð því hvar í heiminum þeir kjósa að leggja stund á nám sitt. Við vinnslu úthlutunarreglna LÍN fyrir skólaárið 2014-2015 kom í ljós að framfærslugrunnur námsmanna erlendis gaf ekki rétta mynd af raunverulegri framfærsluþörf og að meðaltali voru lán 20% umfram framfærsluþörf viðkomandi lands. Því er ljóst að lagfæringar var þörf til að gæta sanngirnis milli lánþega, koma í veg fyrir lántöku nemenda umfram þörf og tryggja eðlilegan rekstur sjóðsins. Árlega veitir LÍN námslán fyrir um 16.000 milljónir króna. Af þeirri fjárhæð eru um 8.000 milljónir styrkur, eða 47% veittra námslána, þ.e. framlag ríkissjóðs af útlánum hvers árs sem áætlað er að endurgreiðist ekki.Námslán aðlöguð að framfærsluþörf bæði til hækkunar og lækkunarSamkvæmt sérfræðiúttekt ráðgjafafyrirtækisins Analytica og með samanburði við lán sænska lánasjóðinn, þá eru námslán til námsmanna erlendis víða verulega umfram framfærsluþörf. Í mörgum löndum munaði tugum prósenta en að meðaltali voru lán 20% umfram framfærsluþörf viðkomandi lands, miðað við dreifingu námsmanna á lönd og borgir. Dæmi eru um að íslenskir námsmenn séu að taka lán sem nemur um tvöfaldri framfærsluþörf námslandsins og öllu hærri en meðallaun heimamanna. Meginskýringin á þessari skekkju er órökstudd hækkun námslána erlendis árið 2009 umfram framfærsluþörf. Áætla má að frá þeim tíma hafi verið lánaðar samtals um 3.000 milljónir króna umfram framfærsluþörf.. Þessa skekkju er nú verið að leiðrétta í áföngum. Skýrslu Analytica og aðferðarfræði má finna á heimasíðu LÍN og hefur legið fyrir í rúmt ár. Í skýrslunni kom jafnframt fram að í 7 löndum var framfærsluþörfin vanmetin, þ.e. námslán voru of lág. Í þeim tilvikum var leiðrétt til hækkunar þegar í stað. Þar sem leiðrétta þurfti til lækkunar er slíkt gert í nokkrum skrefum. Þannig er enn verið að lána umfram framfærsluþörf í nokkrum löndum og mun sú skekkja vera endanlega leiðrétt skólaárið 2017-2018. LÍN er rekinn sem félagslegur jöfnunarsjóður og fjármagnaður af skattgreiðendum. Því er ekki er hægt að réttlæta þá meðferð á almannafé að lána umfram framfærsluþörf. Jafnframt er ekki í þágu námsmanna að aukið sé við skuldsetningu þeirra umfram þörf. Þá er ljóst að hagur námsmanna víða erlendis, þar sem lánað var umfram framfærsluþörf, var langt umfram hag námsmanna á Íslandi. Í ljósi framangreindra staðreynda var LÍN skylt að bregðast við og laga námslán erlendis að eiginlegri framfærsluþörf, hvort heldur til lækkunar eða hækkunar. Annað hefði verið óábyrgt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Vegna leiðara Fréttablaðsins sem birtist 2. maí óskar Lánasjóður íslenskra námsmanna eftir því að koma eftirfarandi á framfæri.LÍN úthlutar lánum í samræmi við framfærsluþörf þess lands sem lánþegi stundar nám í. Þannig tryggir sjóðurinn sanngirni milli námsmanna, óháð því hvar í heiminum þeir kjósa að leggja stund á nám sitt. Við vinnslu úthlutunarreglna LÍN fyrir skólaárið 2014-2015 kom í ljós að framfærslugrunnur námsmanna erlendis gaf ekki rétta mynd af raunverulegri framfærsluþörf og að meðaltali voru lán 20% umfram framfærsluþörf viðkomandi lands. Því er ljóst að lagfæringar var þörf til að gæta sanngirnis milli lánþega, koma í veg fyrir lántöku nemenda umfram þörf og tryggja eðlilegan rekstur sjóðsins. Árlega veitir LÍN námslán fyrir um 16.000 milljónir króna. Af þeirri fjárhæð eru um 8.000 milljónir styrkur, eða 47% veittra námslána, þ.e. framlag ríkissjóðs af útlánum hvers árs sem áætlað er að endurgreiðist ekki.Námslán aðlöguð að framfærsluþörf bæði til hækkunar og lækkunarSamkvæmt sérfræðiúttekt ráðgjafafyrirtækisins Analytica og með samanburði við lán sænska lánasjóðinn, þá eru námslán til námsmanna erlendis víða verulega umfram framfærsluþörf. Í mörgum löndum munaði tugum prósenta en að meðaltali voru lán 20% umfram framfærsluþörf viðkomandi lands, miðað við dreifingu námsmanna á lönd og borgir. Dæmi eru um að íslenskir námsmenn séu að taka lán sem nemur um tvöfaldri framfærsluþörf námslandsins og öllu hærri en meðallaun heimamanna. Meginskýringin á þessari skekkju er órökstudd hækkun námslána erlendis árið 2009 umfram framfærsluþörf. Áætla má að frá þeim tíma hafi verið lánaðar samtals um 3.000 milljónir króna umfram framfærsluþörf.. Þessa skekkju er nú verið að leiðrétta í áföngum. Skýrslu Analytica og aðferðarfræði má finna á heimasíðu LÍN og hefur legið fyrir í rúmt ár. Í skýrslunni kom jafnframt fram að í 7 löndum var framfærsluþörfin vanmetin, þ.e. námslán voru of lág. Í þeim tilvikum var leiðrétt til hækkunar þegar í stað. Þar sem leiðrétta þurfti til lækkunar er slíkt gert í nokkrum skrefum. Þannig er enn verið að lána umfram framfærsluþörf í nokkrum löndum og mun sú skekkja vera endanlega leiðrétt skólaárið 2017-2018. LÍN er rekinn sem félagslegur jöfnunarsjóður og fjármagnaður af skattgreiðendum. Því er ekki er hægt að réttlæta þá meðferð á almannafé að lána umfram framfærsluþörf. Jafnframt er ekki í þágu námsmanna að aukið sé við skuldsetningu þeirra umfram þörf. Þá er ljóst að hagur námsmanna víða erlendis, þar sem lánað var umfram framfærsluþörf, var langt umfram hag námsmanna á Íslandi. Í ljósi framangreindra staðreynda var LÍN skylt að bregðast við og laga námslán erlendis að eiginlegri framfærsluþörf, hvort heldur til lækkunar eða hækkunar. Annað hefði verið óábyrgt.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar