Óvænt dauðsföll hafa nánast tvöfaldast Þorgeir Helgason skrifar 30. nóvember 2016 07:00 Ólafur Baldursson, framkvæmdarstjóri lækninga á Landspítalanum. Fréttablaðið/Ernir Tilkynningum um alvarleg atvik í íslensku heilbrigðiskerfi til Embættis landlæknis hefur fjölgað mikið síðustu ár. Í ár hefur verið tilkynnt um 28 tilvik sem leitt hafa til andláts en árið 2014 voru þau 15. Helmingur þessara 28 varð á Landspítala.Það sem af er ári 2016 hafa 35 tilvik verið tilkynnt og af þeim hafa 28 leitt til andláts, ýmist strax eða sem líkleg afleiðing skömmu síðar.„Hátt í helmingurinn af þessum andlátum eru slys sem illmögulegt hefði verið að koma í veg fyrir,“ segir Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri sviðs eftirlits og frávika hjá Embætti landlæknis. Anna segir að þetta árið hafi Embætti landlæknis borist óvenjumikið af andlátstilkynningum frá heilbrigðisstofnunum. Fjölgunina megi rekja til þess að heilbrigðisstarfsfólk er meðvitaðra um tilkynningarskylduna. Það sé til að mynda vegna málaferla hjúkrunarfræðingsins sem ákærður var fyrir manndráp af gáleysi í fyrra vegna starfa sinna. Anna segir að heilbrigðisstofnanir hafi tilkynnt í ár atvik sem þau hefðu ekki tilkynnt síðustu ár til þess að hafa allan vara á.Alvarlegum atvikum sem koma á borð landlæknis hefur fjölgað mikið síðustu ár. Í fyrra voru þau 29, árið 2014 33, árið 2013 átta, og árin 2011 og 2012 níu. „Meginskýringin á þessari aukningu er sú að skráningin er að batna en við höfum á síðustu árum lagt á það ríka áherslu að starfsfólk tilkynni öll atvik,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Það sem af er ári hafa fjórtán alvarleg atvik komið upp á Landspítalanum sem hafa leitt til dauðsfalls. Í svari frá Ólafi segir að lögregla hafi verið kölluð til vegna nítján óvæntra dauðsfalla á Landspítalanum frá 1. janúar 2011. Eina ákæran sem hefur verið gefin út var í máli fyrrnefnds hjúkrunarfræðings en hann var sýknaður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Tilkynningum um alvarleg atvik í íslensku heilbrigðiskerfi til Embættis landlæknis hefur fjölgað mikið síðustu ár. Í ár hefur verið tilkynnt um 28 tilvik sem leitt hafa til andláts en árið 2014 voru þau 15. Helmingur þessara 28 varð á Landspítala.Það sem af er ári 2016 hafa 35 tilvik verið tilkynnt og af þeim hafa 28 leitt til andláts, ýmist strax eða sem líkleg afleiðing skömmu síðar.„Hátt í helmingurinn af þessum andlátum eru slys sem illmögulegt hefði verið að koma í veg fyrir,“ segir Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri sviðs eftirlits og frávika hjá Embætti landlæknis. Anna segir að þetta árið hafi Embætti landlæknis borist óvenjumikið af andlátstilkynningum frá heilbrigðisstofnunum. Fjölgunina megi rekja til þess að heilbrigðisstarfsfólk er meðvitaðra um tilkynningarskylduna. Það sé til að mynda vegna málaferla hjúkrunarfræðingsins sem ákærður var fyrir manndráp af gáleysi í fyrra vegna starfa sinna. Anna segir að heilbrigðisstofnanir hafi tilkynnt í ár atvik sem þau hefðu ekki tilkynnt síðustu ár til þess að hafa allan vara á.Alvarlegum atvikum sem koma á borð landlæknis hefur fjölgað mikið síðustu ár. Í fyrra voru þau 29, árið 2014 33, árið 2013 átta, og árin 2011 og 2012 níu. „Meginskýringin á þessari aukningu er sú að skráningin er að batna en við höfum á síðustu árum lagt á það ríka áherslu að starfsfólk tilkynni öll atvik,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Það sem af er ári hafa fjórtán alvarleg atvik komið upp á Landspítalanum sem hafa leitt til dauðsfalls. Í svari frá Ólafi segir að lögregla hafi verið kölluð til vegna nítján óvæntra dauðsfalla á Landspítalanum frá 1. janúar 2011. Eina ákæran sem hefur verið gefin út var í máli fyrrnefnds hjúkrunarfræðings en hann var sýknaður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira