Stórstjarna í Skandinavíu Benedikt Bóas skrifar 30. nóvember 2016 13:00 Sindri Freyr tónlistarmaður hefur óvænt verið að gera það alveg gríðarlega gott í Skandinavíu. Vísir/GVA Lagið Way I’m Feeling sem Eyjapeyinn Sindri Freyr Guðjónsson samdi hefur slegið í gegn í Noregi og Svíþjóð. Lagið er að finna á nýrri plötu hans sem ber sama nafn. Lagið hefur verið spilað yfir 400 þúsund sinnum á tónlistarveitunni Spotify og önnur lög á plötunni njóta einnig mikilla vinsælda. Sindri tekur óvæntri frægð með stóískri ró en ætlar sér að komast til Skandinavíu sem fyrst til að halda tónleika. Fyrst þarf hann að klára jólaprófin en hann er á öðru ári í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. „Þetta eru rosalegar tölur, sem er jákvætt,“ segir Sindri sem situr sveittur þessa dagana á Þjóðarbókhlöðunni og undirbýr sig fyrir próf. „Ég datt inn á einhvern stóran spilunarlista sem Spotify gerir og er vinsæll þarna úti. Það er fullt af fólki sem er áskrifendur að þessum listum og síðan hefur lagið haldið áfram að vera spilað.“ Eftir prófin ætlar Sindri að skoða hvort hann geti sótt löndin heim. „Maður þarf að fara að kíkja þarna. Ég er aðeins að átta mig á þessu. Þegar námið er búið þá fer maður að skoða hvernig þessar Spotify-tekjur virka,“ segir hann léttur. Sindri gaf út sína fyrstu plötu, Way I’m Feeling, í október en hann hefur samið sín eigin lög frá því hann var aðeins 14 ára. Hann er Eyjapeyi í húð og hár, fæddist þar 1994. „Ég hélt útgáfutónleika á Rosenberg og spilaði líka í fyrsta sinn á Airwaves. Svo kom ég fram á Þjóðhátíð í sumar sem var ótrúlega skemmtilegt. Það var eiginlega klikkað. Ég hef spilað áður á Þjóðhátíð en þá var ég ekki að spila mín eigin lög og það voru fáir í brekkunni. Í sumar fékk ég betra pláss og það var í einu orði klikkað.“ Sindri segist ætla að einbeita sér að prófunum en vonast til að geta spilað á einhverjum tónleikum eftir áramót. Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Lagið Way I’m Feeling sem Eyjapeyinn Sindri Freyr Guðjónsson samdi hefur slegið í gegn í Noregi og Svíþjóð. Lagið er að finna á nýrri plötu hans sem ber sama nafn. Lagið hefur verið spilað yfir 400 þúsund sinnum á tónlistarveitunni Spotify og önnur lög á plötunni njóta einnig mikilla vinsælda. Sindri tekur óvæntri frægð með stóískri ró en ætlar sér að komast til Skandinavíu sem fyrst til að halda tónleika. Fyrst þarf hann að klára jólaprófin en hann er á öðru ári í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. „Þetta eru rosalegar tölur, sem er jákvætt,“ segir Sindri sem situr sveittur þessa dagana á Þjóðarbókhlöðunni og undirbýr sig fyrir próf. „Ég datt inn á einhvern stóran spilunarlista sem Spotify gerir og er vinsæll þarna úti. Það er fullt af fólki sem er áskrifendur að þessum listum og síðan hefur lagið haldið áfram að vera spilað.“ Eftir prófin ætlar Sindri að skoða hvort hann geti sótt löndin heim. „Maður þarf að fara að kíkja þarna. Ég er aðeins að átta mig á þessu. Þegar námið er búið þá fer maður að skoða hvernig þessar Spotify-tekjur virka,“ segir hann léttur. Sindri gaf út sína fyrstu plötu, Way I’m Feeling, í október en hann hefur samið sín eigin lög frá því hann var aðeins 14 ára. Hann er Eyjapeyi í húð og hár, fæddist þar 1994. „Ég hélt útgáfutónleika á Rosenberg og spilaði líka í fyrsta sinn á Airwaves. Svo kom ég fram á Þjóðhátíð í sumar sem var ótrúlega skemmtilegt. Það var eiginlega klikkað. Ég hef spilað áður á Þjóðhátíð en þá var ég ekki að spila mín eigin lög og það voru fáir í brekkunni. Í sumar fékk ég betra pláss og það var í einu orði klikkað.“ Sindri segist ætla að einbeita sér að prófunum en vonast til að geta spilað á einhverjum tónleikum eftir áramót.
Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira