Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. mars 2016 06:00 Ljubomir Vranjes er þjálfari Flensburg. Vísir/Getty Íþróttadeild 365 hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að HSÍ hafi verið í viðræðum við Svíann Ljubomir Vranjes um að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. Vranjes er þjálfari þýska stórliðsins Flensburg. Hinn 42 ára gamli Vranjes var magnaður leikmaður á sínum tíma og lék eina 164 landsleiki fyrir Svía. Hann varð bæði heims- og Evrópumeistari sem leikmaður sænska landsliðsins. Vranjes hefur verið þjálfari Flensburg síðan 2010 og náð eftirtektarverðum árangri með liðið. Hann vann meðal annars Meistaradeildina með Flensburg fyrir tveimur árum. „Ég get nú ekki sagt þér mikið um þetta. Ég vil helst ekki tala um það þannig að ég segi bara „no comment“ við þessari fyrirspurn,“ sagði Vranjes í samtali við Fréttablaðið í gær aðspurður um viðræður sínar við HSÍ. Samkvæmt sömu heimildum hafnaði Vranjes tilboði HSÍ þó svo honum hafi litist vel á starfið. Þessi klóki þjálfari segir að íslenska starfið ætti þó að vera heillandi. Sjá einnig: Guðjón Valur: Frekar íslenska en erlendan landsliðsþjálfara „Ísland er með gott lið og fullt af góðum leikmönnum. Íslenska liðið hefur möguleika á að gera góða hluti í framtíðinni. Auðvitað vantar liðið nýjan þjálfara og ég tel að HSÍ finni réttan þjálfara fyrir liðið.“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur haldið spilunum mjög þétt að sér í leitinni að nýjum þjálfara og á því varð engin breyting í gær er hann var spurður út viðræðurnar við Vranjes. „Ég get ekki staðfest að við höfum verið í viðræðum við Vranjes eða nokkra aðra þjálfara. Ég hef talað við marga en ég mun ekki nefna nein nöfn í því sambandi. Ég get þar af leiðandi ekki staðfest að Vranjes hafi hafnað einhverju tilboði frá okkur eða að hann hafi gefið þetta frá sér,“ segir Guðmundur en hvar stendur landsliðsþjálfaraleitin nákvæmlega núna? Sjá einnig: Þurfum að skipuleggja okkur þrátt fyrir þjálfaraleysið „Við höfum verið að þrengja hringinn og ég vona að við förum að sjá fyrir endann á þessu máli.“ Formaðurinn sagði í viðtali við Fréttablaðið í upphafi mánaðarins að hann ætlaði að gefa sér tíma út þennan mánuð til þess að klára málið. Nær hann að standa við það? „Ég ætla rétt að vona það. Ég er frekar rólegur maður að eðlisfari en ég viðurkenni að klukkan er farin að tifa á mig.“ Handbolti Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Íþróttadeild 365 hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að HSÍ hafi verið í viðræðum við Svíann Ljubomir Vranjes um að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. Vranjes er þjálfari þýska stórliðsins Flensburg. Hinn 42 ára gamli Vranjes var magnaður leikmaður á sínum tíma og lék eina 164 landsleiki fyrir Svía. Hann varð bæði heims- og Evrópumeistari sem leikmaður sænska landsliðsins. Vranjes hefur verið þjálfari Flensburg síðan 2010 og náð eftirtektarverðum árangri með liðið. Hann vann meðal annars Meistaradeildina með Flensburg fyrir tveimur árum. „Ég get nú ekki sagt þér mikið um þetta. Ég vil helst ekki tala um það þannig að ég segi bara „no comment“ við þessari fyrirspurn,“ sagði Vranjes í samtali við Fréttablaðið í gær aðspurður um viðræður sínar við HSÍ. Samkvæmt sömu heimildum hafnaði Vranjes tilboði HSÍ þó svo honum hafi litist vel á starfið. Þessi klóki þjálfari segir að íslenska starfið ætti þó að vera heillandi. Sjá einnig: Guðjón Valur: Frekar íslenska en erlendan landsliðsþjálfara „Ísland er með gott lið og fullt af góðum leikmönnum. Íslenska liðið hefur möguleika á að gera góða hluti í framtíðinni. Auðvitað vantar liðið nýjan þjálfara og ég tel að HSÍ finni réttan þjálfara fyrir liðið.“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur haldið spilunum mjög þétt að sér í leitinni að nýjum þjálfara og á því varð engin breyting í gær er hann var spurður út viðræðurnar við Vranjes. „Ég get ekki staðfest að við höfum verið í viðræðum við Vranjes eða nokkra aðra þjálfara. Ég hef talað við marga en ég mun ekki nefna nein nöfn í því sambandi. Ég get þar af leiðandi ekki staðfest að Vranjes hafi hafnað einhverju tilboði frá okkur eða að hann hafi gefið þetta frá sér,“ segir Guðmundur en hvar stendur landsliðsþjálfaraleitin nákvæmlega núna? Sjá einnig: Þurfum að skipuleggja okkur þrátt fyrir þjálfaraleysið „Við höfum verið að þrengja hringinn og ég vona að við förum að sjá fyrir endann á þessu máli.“ Formaðurinn sagði í viðtali við Fréttablaðið í upphafi mánaðarins að hann ætlaði að gefa sér tíma út þennan mánuð til þess að klára málið. Nær hann að standa við það? „Ég ætla rétt að vona það. Ég er frekar rólegur maður að eðlisfari en ég viðurkenni að klukkan er farin að tifa á mig.“
Handbolti Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira