Labradortík fárveik eftir að hafa japlað á kannabisplöntu Jakob Bjarnar skrifar 23. mars 2016 11:28 Tíkin Tinna liggur nú þungt haldin eftir að hafa japlað á kannabisplöntu. Eigandinn telur víst að hún hafi fengið eitrunareinkenni vegna þess. Labradortíkin Tinna er fárveik og telur eigandi hennar fyrirliggjandi að ástæða veikinda hennar sé sú staðreynd að hún japlaði um stund á kannabisplöntu. Eiríkur Hermannsson, sagnfræðingur og fyrrum fræðslustjóri Reykjanesbæjar, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni sem svo hefur verið dreift í Facebookhóp sem heitir Hundasamfélagið, öðrum hundaeigendum til viðvörunar. Óhætt er að segja nokkurt uppnám ríki meðal hundafólks vegna málsins. Í frásögn Eiríks, sem sjá má í heild hér neðar, segir af því þegar Eiríkur fór út að ganga með tíkina Tinnu á Rockvill-svæðinu. Hann tók eftir því að hún fann leifar af pottablómi sem hún var með í kjaftinum um stund og japlaði á henni. Eiríki þótti ekkert óeðlilegt við það, slíkt er eðli Labradorhunda, að vilja kanna fyrirbæri með munni og nefi. Þá um kvöldið var farið með hana á Dýralæknastofu Suðurnesja þar sem tíkin er nú þungt haldin. Hún varð fyrir eitrun og útilokar eigandinn að það sé vegna annars en þessarar plöntu. Samkvæmt ábendingum Eiríks fór lögreglan á vettvang og hirti upp þessar „blómaleifar“ og kom þá í ljós að þarna voru um 12 til 14 kannabisrætur og eitthvað af laufum. „Þetta er greinilega stórhættulegt fyrir hunda. Jafnvel 35 kílóa orkubolta sem aldrei verður misdægurt,“ segir Eiríkur, viss í sinni sök. Í samtali við Vísi telur hann ekkert annað koma til greina. Eiríkur fór með lögreglunni á vettvang þar sem hrúga var af þessum plöntum, gegnsósa af vatni og ekkert fór á milli mála hvers kyns var. Eiríkur sagðist ekki hafa heyrt af slíku tilviki áður en eftir að hafa lesið sig til á netinu, þá eru atvik sem þessi þekkt, það er að hundar veikist eftir að hafa komist í tæri við kannabisplöntur. „Dauðsföll eru þekkt en það er ekki algengt,“ segir Eiríkur, en ekki er vitað á þessari stundu hvort Tinna jafni sig. Vísi tókst ekki að ná tali af dýralækni á Dýralæknastofu Suðurnesja vegna málsins, og hvort slík tilvik þekktust hér á landi. Vísir reyndi að ná tali af dýralæknum bæði hjá Dagfinni við Skólavörðustíg sem og dýralækna á Dýraspítalanum í Víðidal, en í báðum tilvikum vildu læknarnir ekki tjá sig um eitrun vegna kannabis að óathuguðu máli.Færsla Eiríks í heild sinni „Hundaeigendur athugið- Viðvörun Hún Tinna okkar er veik. Undanfarin tvö ár hefur þessi kröftuga og fjöruga Labradortík verið mér við hlið, hvort sem ég sit við störf eða geng mér til hressingar. Á mánudag fórum við á gamla Rockville svæðið þar sem Tinna naut þess að skokka frjáls. Við lékum okkur smá stund en svo fann hún eitthvað sem fangaði athyglina, leifar af pottablómi sem einhver hafði losað sig við skammt frá veginum. Þetta bar hún í kjaftinum í þrjár-fjórar mínútur í humátt á eftir mér og japlaði á fengnum. Mér fannst það ekkert athugavert. Labradorar smakka á öllu sem þeir finna, sérstaklega ef það lyktar. Það er einfaldlega eðlið. Svo missti hún áhugann á þessu fljótlega í skiptum fyrir pylsubita. Og við fórum heim. Skömmu síðar sá ég að henni leið illa og um kvöldið var hún orðin fárveik. Hringt var á neyðarvakt dýralækna og staðan metin. Tinna var lögð inn daginn eftir á Dýralæknastofu Suðurnesja og er nú í þeirra höndum. Hún hefur orðið fyrir eitrun og er augljóslega mikið veik. Hún hefur ekkert etið né drukkið, en fær vökva í æð og virkar hrædd við allt og alla. Hugsanlega hafa nýru eða lifur skemmst. Það er ekki vitað enn. Við bíðum á milli vonar og ótta. Lögreglan fór í gær og hirti upp „blómaleifarnar“ eftir ábendingu mína. Þarna voru ca. 12-14 cannabisrætur og slatti af laufum. Þetta er greinilega stórhættulegt fyrir hunda. Jafnvel 35 kílóa orkubolta sem aldrei verður misdægurt.“Hundaeigendur athugið- ViðvörunHún Tinna okkar er veik. Undanfarin tvö ár hefur þessi kröftuga og fjöruga Labradortík...Posted by Eiríkur Hermannsson on 23. mars 2016 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Labradortíkin Tinna er fárveik og telur eigandi hennar fyrirliggjandi að ástæða veikinda hennar sé sú staðreynd að hún japlaði um stund á kannabisplöntu. Eiríkur Hermannsson, sagnfræðingur og fyrrum fræðslustjóri Reykjanesbæjar, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni sem svo hefur verið dreift í Facebookhóp sem heitir Hundasamfélagið, öðrum hundaeigendum til viðvörunar. Óhætt er að segja nokkurt uppnám ríki meðal hundafólks vegna málsins. Í frásögn Eiríks, sem sjá má í heild hér neðar, segir af því þegar Eiríkur fór út að ganga með tíkina Tinnu á Rockvill-svæðinu. Hann tók eftir því að hún fann leifar af pottablómi sem hún var með í kjaftinum um stund og japlaði á henni. Eiríki þótti ekkert óeðlilegt við það, slíkt er eðli Labradorhunda, að vilja kanna fyrirbæri með munni og nefi. Þá um kvöldið var farið með hana á Dýralæknastofu Suðurnesja þar sem tíkin er nú þungt haldin. Hún varð fyrir eitrun og útilokar eigandinn að það sé vegna annars en þessarar plöntu. Samkvæmt ábendingum Eiríks fór lögreglan á vettvang og hirti upp þessar „blómaleifar“ og kom þá í ljós að þarna voru um 12 til 14 kannabisrætur og eitthvað af laufum. „Þetta er greinilega stórhættulegt fyrir hunda. Jafnvel 35 kílóa orkubolta sem aldrei verður misdægurt,“ segir Eiríkur, viss í sinni sök. Í samtali við Vísi telur hann ekkert annað koma til greina. Eiríkur fór með lögreglunni á vettvang þar sem hrúga var af þessum plöntum, gegnsósa af vatni og ekkert fór á milli mála hvers kyns var. Eiríkur sagðist ekki hafa heyrt af slíku tilviki áður en eftir að hafa lesið sig til á netinu, þá eru atvik sem þessi þekkt, það er að hundar veikist eftir að hafa komist í tæri við kannabisplöntur. „Dauðsföll eru þekkt en það er ekki algengt,“ segir Eiríkur, en ekki er vitað á þessari stundu hvort Tinna jafni sig. Vísi tókst ekki að ná tali af dýralækni á Dýralæknastofu Suðurnesja vegna málsins, og hvort slík tilvik þekktust hér á landi. Vísir reyndi að ná tali af dýralæknum bæði hjá Dagfinni við Skólavörðustíg sem og dýralækna á Dýraspítalanum í Víðidal, en í báðum tilvikum vildu læknarnir ekki tjá sig um eitrun vegna kannabis að óathuguðu máli.Færsla Eiríks í heild sinni „Hundaeigendur athugið- Viðvörun Hún Tinna okkar er veik. Undanfarin tvö ár hefur þessi kröftuga og fjöruga Labradortík verið mér við hlið, hvort sem ég sit við störf eða geng mér til hressingar. Á mánudag fórum við á gamla Rockville svæðið þar sem Tinna naut þess að skokka frjáls. Við lékum okkur smá stund en svo fann hún eitthvað sem fangaði athyglina, leifar af pottablómi sem einhver hafði losað sig við skammt frá veginum. Þetta bar hún í kjaftinum í þrjár-fjórar mínútur í humátt á eftir mér og japlaði á fengnum. Mér fannst það ekkert athugavert. Labradorar smakka á öllu sem þeir finna, sérstaklega ef það lyktar. Það er einfaldlega eðlið. Svo missti hún áhugann á þessu fljótlega í skiptum fyrir pylsubita. Og við fórum heim. Skömmu síðar sá ég að henni leið illa og um kvöldið var hún orðin fárveik. Hringt var á neyðarvakt dýralækna og staðan metin. Tinna var lögð inn daginn eftir á Dýralæknastofu Suðurnesja og er nú í þeirra höndum. Hún hefur orðið fyrir eitrun og er augljóslega mikið veik. Hún hefur ekkert etið né drukkið, en fær vökva í æð og virkar hrædd við allt og alla. Hugsanlega hafa nýru eða lifur skemmst. Það er ekki vitað enn. Við bíðum á milli vonar og ótta. Lögreglan fór í gær og hirti upp „blómaleifarnar“ eftir ábendingu mína. Þarna voru ca. 12-14 cannabisrætur og slatti af laufum. Þetta er greinilega stórhættulegt fyrir hunda. Jafnvel 35 kílóa orkubolta sem aldrei verður misdægurt.“Hundaeigendur athugið- ViðvörunHún Tinna okkar er veik. Undanfarin tvö ár hefur þessi kröftuga og fjöruga Labradortík...Posted by Eiríkur Hermannsson on 23. mars 2016
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira