Sló í gegn hjá blaðamanni The Guardian Guðný Hrönn skrifar 29. desember 2016 09:45 Kristín Jóhannsdóttir er safnstjóri Eldheima. Mynd/Baju Wijono Gosminjasýningin Eldheimar fékk aldeilis flotta viðurkenningu á dögunum þegar blaðamaður The Guardian hrósaði sýningunni í hástert á lista yfir bestu ferðauppgötvanir þessa árs. Kristín Jóhannsdóttir, safnstjóri Eldheima, er að vonum himinlifandi með umsögnina. „Þetta er náttúrulega alveg rosalega flott og stórt,“ segir safnstjórinn Kristín Jóhannsdóttir um umsögn blaðamanns The Guardian Roberts Hull. „Við erum að tala um að við erum það eina af Norðurlöndunum sem kemst inn á þennan lista. Þetta segir okkur að við erum búin að gera ansi margt rétt og það er verið að staðfesta við okkur að safnið er velheppnað og að það sé þess virði að heimsækja það. Auðvitað höfum við haft trú á safninu alveg frá því að Vestmannaeyjabær ákvað að setja peninga í þetta, en það er gott að fá það staðfest að hér var vandað til verka,“ segir Kristín. Hún bætir við að sýningarhönnuður Eldheima, Axel Hallkell Jóhannesson, eigi hrós skilið. „Hann kann að búa til stemningu. Gestir fá ákveðna upplifun og eru sendir í ferðalag, þeir kaupa ekki bara miða og ráfa svo um safnið.“Gosminjasýningin Eldheimar miðlar fróðleik um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973.Mynd/eldheimar.isKristín segir skipta miklu máli að gestir komi á sjálfan staðinn þar sem hlutirnir sem um ræðir gerðust, þannig verður uplifunin magnaðri. „Safnið er í túnjaðrinum við eldfjallið og við erum með rúst af húsi sem var grafið upp úr ösku til sýnis og byggjum yfir rústir. Þannig að þetta er alvöru.“ Gosminjasýningin Eldheimar var opnuð um vorið árið 2014, Kristín segir reksturinn hafa gengið vonum framar. „Já, þetta er búið að spyrjast alveg rosalega vel út. Aðsóknin hefur farið fram út björtustu vonum en við erum að tala um að tæplega 40.000 gestir hafa sótt safnið á þessu ári. Og við erum í Vestmannaeyjum, það þarf að fara yfir sjó og land, þannig að þetta verður að teljast góður árangur,“ segir Kristín sem á von á að umsögnin í The Guardian muni ýta undir aðsókn að safninu enda er um ansi góða auglýsingu að ræða. „Safnið er fyrir alla,“ segir Kristín svo aðspurð fyrir hvern safnið sé. Það vekur lukku hjá ungum sem öldnum. „Meira að segja litlu börnin, þeim finnst líka gaman að skoða safnið. Svo er boðið upp á hljóðleiðsögn á fimm tungumálum en ég á líka prentaðan texta á fleiri tungumálum þannig að flestir ættu að geta sett sig inn í efnið,“ útskýrir Kristín. „Við erum bara yfir okkur ánægð því safnið hefur bætt við ferðaþjónustuna í Vestmannaeyjum.“ Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Gosminjasýningin Eldheimar fékk aldeilis flotta viðurkenningu á dögunum þegar blaðamaður The Guardian hrósaði sýningunni í hástert á lista yfir bestu ferðauppgötvanir þessa árs. Kristín Jóhannsdóttir, safnstjóri Eldheima, er að vonum himinlifandi með umsögnina. „Þetta er náttúrulega alveg rosalega flott og stórt,“ segir safnstjórinn Kristín Jóhannsdóttir um umsögn blaðamanns The Guardian Roberts Hull. „Við erum að tala um að við erum það eina af Norðurlöndunum sem kemst inn á þennan lista. Þetta segir okkur að við erum búin að gera ansi margt rétt og það er verið að staðfesta við okkur að safnið er velheppnað og að það sé þess virði að heimsækja það. Auðvitað höfum við haft trú á safninu alveg frá því að Vestmannaeyjabær ákvað að setja peninga í þetta, en það er gott að fá það staðfest að hér var vandað til verka,“ segir Kristín. Hún bætir við að sýningarhönnuður Eldheima, Axel Hallkell Jóhannesson, eigi hrós skilið. „Hann kann að búa til stemningu. Gestir fá ákveðna upplifun og eru sendir í ferðalag, þeir kaupa ekki bara miða og ráfa svo um safnið.“Gosminjasýningin Eldheimar miðlar fróðleik um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973.Mynd/eldheimar.isKristín segir skipta miklu máli að gestir komi á sjálfan staðinn þar sem hlutirnir sem um ræðir gerðust, þannig verður uplifunin magnaðri. „Safnið er í túnjaðrinum við eldfjallið og við erum með rúst af húsi sem var grafið upp úr ösku til sýnis og byggjum yfir rústir. Þannig að þetta er alvöru.“ Gosminjasýningin Eldheimar var opnuð um vorið árið 2014, Kristín segir reksturinn hafa gengið vonum framar. „Já, þetta er búið að spyrjast alveg rosalega vel út. Aðsóknin hefur farið fram út björtustu vonum en við erum að tala um að tæplega 40.000 gestir hafa sótt safnið á þessu ári. Og við erum í Vestmannaeyjum, það þarf að fara yfir sjó og land, þannig að þetta verður að teljast góður árangur,“ segir Kristín sem á von á að umsögnin í The Guardian muni ýta undir aðsókn að safninu enda er um ansi góða auglýsingu að ræða. „Safnið er fyrir alla,“ segir Kristín svo aðspurð fyrir hvern safnið sé. Það vekur lukku hjá ungum sem öldnum. „Meira að segja litlu börnin, þeim finnst líka gaman að skoða safnið. Svo er boðið upp á hljóðleiðsögn á fimm tungumálum en ég á líka prentaðan texta á fleiri tungumálum þannig að flestir ættu að geta sett sig inn í efnið,“ útskýrir Kristín. „Við erum bara yfir okkur ánægð því safnið hefur bætt við ferðaþjónustuna í Vestmannaeyjum.“
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira