„Vonandi verður þetta til þess að Vesturbæjarstórveldið fellur ekki“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. júní 2016 10:51 Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur tekið við þjálfun karlaliðs KR í knattspyrnu. Ásmundur Einar Daðason, formaður þingflokks framsóknar, treystir Willum til að sinna sínum störfum á þingi samhliða þjálfarastarfinu. Vísir „Vonandi verður þetta til þess að Vesturbæjarstórveldið fellur ekki,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, spurður út í ráðningu meistaraflokks KR í knattspyrnu karla á Willum Þór Þórssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, sem þjálfara liðsins. Samningur Willums við KR er til loka tímabilsins en síðasti leikur liðsins verður þann 1. október. Alþingi er nú í sumarfríi en verður sett á nýjan leik 15. ágúst en Willum sagði við Vísi í gær að hann verði klár í kosningabaráttuna með Framsóknarflokknum í haust. Spurður hvort Willum Þór hafi farið fram á leyfi frá störfum sem þingmaður, í ljósi þess að tímabilinu í úrvalsdeild karla í knattspyrnu verður hvergi nærri lokið 15. ágúst næstkomandi, segir Ásmundur Einar Willum meta það sjálfur hvort það þurfi þegar þar að kemur. „Ég treysti honum vel til að sinna sínum störfum samhliða þessu. Hann segir sjálfur að tímabilið sé langt komið þegar þingið kemur saman og hann metur bara sjálfur hvort hann getur sinnt vinnu eða öðru með, það er nú yfirleitt leikið á kvöldin, æfingar og leikir á kvöldin,“ segir Ásmundur. „Það er fáum sem ég treysti betur til að bjarga Vesturbæingum heldur en Willum Þór Þórssyni.“ Tengdar fréttir Nýráðinn þjálfari KR í stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks Willum Þór Þórsson, nýráðinn þjálfari KR, er í stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks, en hann er þar meðstjórnandi samkvæmt heimasíðu Breiðabliks. Hann var ráðinn þjálfari KR út tímabilið í kvöld. 26. júní 2016 21:30 Willum: Ekki hægt að segja nei við uppeldisfélagið Willum Þór Þórsson, nýráðinn stjóri KR, segir að það hafi ekki verið hægt að segja nei við uppeldisfélagið sitt þrátt fyrir að uppeldisfélagið hafi oft sagt nei við hann. 26. júní 2016 19:03 Willum klár í kosningabaráttu haustsins þrátt fyrir nýja starfið Nýr þjálfari KR í Pepsi-deild karla og þingmaður Framsóknarflokksins reiknar ekki með að hætta á þingi vegna nýja starfsins. 26. júní 2016 20:35 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira
„Vonandi verður þetta til þess að Vesturbæjarstórveldið fellur ekki,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, spurður út í ráðningu meistaraflokks KR í knattspyrnu karla á Willum Þór Þórssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, sem þjálfara liðsins. Samningur Willums við KR er til loka tímabilsins en síðasti leikur liðsins verður þann 1. október. Alþingi er nú í sumarfríi en verður sett á nýjan leik 15. ágúst en Willum sagði við Vísi í gær að hann verði klár í kosningabaráttuna með Framsóknarflokknum í haust. Spurður hvort Willum Þór hafi farið fram á leyfi frá störfum sem þingmaður, í ljósi þess að tímabilinu í úrvalsdeild karla í knattspyrnu verður hvergi nærri lokið 15. ágúst næstkomandi, segir Ásmundur Einar Willum meta það sjálfur hvort það þurfi þegar þar að kemur. „Ég treysti honum vel til að sinna sínum störfum samhliða þessu. Hann segir sjálfur að tímabilið sé langt komið þegar þingið kemur saman og hann metur bara sjálfur hvort hann getur sinnt vinnu eða öðru með, það er nú yfirleitt leikið á kvöldin, æfingar og leikir á kvöldin,“ segir Ásmundur. „Það er fáum sem ég treysti betur til að bjarga Vesturbæingum heldur en Willum Þór Þórssyni.“
Tengdar fréttir Nýráðinn þjálfari KR í stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks Willum Þór Þórsson, nýráðinn þjálfari KR, er í stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks, en hann er þar meðstjórnandi samkvæmt heimasíðu Breiðabliks. Hann var ráðinn þjálfari KR út tímabilið í kvöld. 26. júní 2016 21:30 Willum: Ekki hægt að segja nei við uppeldisfélagið Willum Þór Þórsson, nýráðinn stjóri KR, segir að það hafi ekki verið hægt að segja nei við uppeldisfélagið sitt þrátt fyrir að uppeldisfélagið hafi oft sagt nei við hann. 26. júní 2016 19:03 Willum klár í kosningabaráttu haustsins þrátt fyrir nýja starfið Nýr þjálfari KR í Pepsi-deild karla og þingmaður Framsóknarflokksins reiknar ekki með að hætta á þingi vegna nýja starfsins. 26. júní 2016 20:35 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira
Nýráðinn þjálfari KR í stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks Willum Þór Þórsson, nýráðinn þjálfari KR, er í stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks, en hann er þar meðstjórnandi samkvæmt heimasíðu Breiðabliks. Hann var ráðinn þjálfari KR út tímabilið í kvöld. 26. júní 2016 21:30
Willum: Ekki hægt að segja nei við uppeldisfélagið Willum Þór Þórsson, nýráðinn stjóri KR, segir að það hafi ekki verið hægt að segja nei við uppeldisfélagið sitt þrátt fyrir að uppeldisfélagið hafi oft sagt nei við hann. 26. júní 2016 19:03
Willum klár í kosningabaráttu haustsins þrátt fyrir nýja starfið Nýr þjálfari KR í Pepsi-deild karla og þingmaður Framsóknarflokksins reiknar ekki með að hætta á þingi vegna nýja starfsins. 26. júní 2016 20:35