Neyðast til að vera heima með fötluðum börnum Una Sighvatsdóttir skrifar 12. júní 2016 19:30 Þriggja mánaða sumarfrí er nú hafið hjá grunnskólabörnum og á mörgum heimilum er flókið púsluspil að finna úrræði fyrir börnin á meðan foreldrarnir eru enn að vinna, en fyrir foreldra fatlaðra barna getur það reynst ómögulegt. Drífa Birgitta og Oddný Svava eiga báðar drengi sem vegna einhverfu og þroskahömlunar geta hvorki verið einir heima né sótt almenn leikjanámskeið.Langar að vera á vinnumarkaði en getur ekki „Staðan hjá mér er þannig að ég á rosalega erfitt með að fara í vinnu og vera á vinnumarkaðnum því að dagurinn sem skólanum lýkur þarf ég að vera heima,“ segir Drífa. Hún tekur fram að 11 ára sonur hennar fá frábæran stuðning frá sínu sveitarfélagi yfir veturinn, með sjúkraþjálfun og frístund, en um leið og skóla ljúki taki tómið við. „Þannig að ég þarf að vera í þriggja mánaða sumarfríi alveg eins og grunnskólarnir eru því það er ekkert úrræði í boði fyrir hann. Mér finnst þetta sorglegt, það er ekkert rosalega langt síðan ég útskrifaðist úr háskóla og mig langar að vera á vinnnumarkaðnum en ég veit ekk hvernig ég á að fara af því."Eldri systkinin skiptust á að passa hann síðustu sumur Sonur Oddnýjar er 9 ára en hún segist í raun vera að upplifa vandann í fyrsta sinn núna því síðustu sumur gátu þau brúað bilið innan fjölskyldunnar. „Hann á náttúrulega nokkur systkini og þau hafa skipt því sín á milli að vera heima með bróður sinn. Koma honum á eitt og eitt námskeið, fara með hann heim, fara með hann í sund og svona. En nú á ég það stálpuð börn að ég er í vandræðum. Þau eru farin á vinnumarkaðinn og ég þarf bara að vera heima með hann.“ Son hennar langar á fótbltanámskeið en til þess að geta það þyrfti hann að hafa manneskju með sér til stuðnings. „Maður bara stendur eiginlega úti í horni og veit ekki alveg hvernig maður á að, hvað maður á að gera. Ég fékk engar leiðbeiningar með honum. Það vantar.“Mörg börn sem þurfa aðstoð Þær segja hluta af vandanum þann að öll fötluð börn séu sett undir einn hatt án tillits til sérþarfa þeirra. „Kerfið er auðvitað allt af vilja gert en þaðer peningaskortu og fá úrræði, og það eru mörg börn í vanda og þurfa aðstoð,“ segir Drífa. „Ég vildi óska þess að það kæmi úrræði með þessi börn þar sem þau gætu fengið, stuðning. Og ekki bara gæslu heldur líka eitthvað skemmtilegt, þannig að þetta sé ekki framlenging bara á skólanum.“ Tengdar fréttir Fötluð börn án sumarstuðnings Foreldrar eru í vanda á sumrin vegna lokana á frístundaheimilum fyrir fötluð börn. Engir stuðningsfulltrúar eru í boði. Dæmi um foreldra sem taka launalaust leyfi. "Kvenréttindamál,“ segir formaður Þroskahjálpar. 6. júní 2016 07:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Þriggja mánaða sumarfrí er nú hafið hjá grunnskólabörnum og á mörgum heimilum er flókið púsluspil að finna úrræði fyrir börnin á meðan foreldrarnir eru enn að vinna, en fyrir foreldra fatlaðra barna getur það reynst ómögulegt. Drífa Birgitta og Oddný Svava eiga báðar drengi sem vegna einhverfu og þroskahömlunar geta hvorki verið einir heima né sótt almenn leikjanámskeið.Langar að vera á vinnumarkaði en getur ekki „Staðan hjá mér er þannig að ég á rosalega erfitt með að fara í vinnu og vera á vinnumarkaðnum því að dagurinn sem skólanum lýkur þarf ég að vera heima,“ segir Drífa. Hún tekur fram að 11 ára sonur hennar fá frábæran stuðning frá sínu sveitarfélagi yfir veturinn, með sjúkraþjálfun og frístund, en um leið og skóla ljúki taki tómið við. „Þannig að ég þarf að vera í þriggja mánaða sumarfríi alveg eins og grunnskólarnir eru því það er ekkert úrræði í boði fyrir hann. Mér finnst þetta sorglegt, það er ekkert rosalega langt síðan ég útskrifaðist úr háskóla og mig langar að vera á vinnnumarkaðnum en ég veit ekk hvernig ég á að fara af því."Eldri systkinin skiptust á að passa hann síðustu sumur Sonur Oddnýjar er 9 ára en hún segist í raun vera að upplifa vandann í fyrsta sinn núna því síðustu sumur gátu þau brúað bilið innan fjölskyldunnar. „Hann á náttúrulega nokkur systkini og þau hafa skipt því sín á milli að vera heima með bróður sinn. Koma honum á eitt og eitt námskeið, fara með hann heim, fara með hann í sund og svona. En nú á ég það stálpuð börn að ég er í vandræðum. Þau eru farin á vinnumarkaðinn og ég þarf bara að vera heima með hann.“ Son hennar langar á fótbltanámskeið en til þess að geta það þyrfti hann að hafa manneskju með sér til stuðnings. „Maður bara stendur eiginlega úti í horni og veit ekki alveg hvernig maður á að, hvað maður á að gera. Ég fékk engar leiðbeiningar með honum. Það vantar.“Mörg börn sem þurfa aðstoð Þær segja hluta af vandanum þann að öll fötluð börn séu sett undir einn hatt án tillits til sérþarfa þeirra. „Kerfið er auðvitað allt af vilja gert en þaðer peningaskortu og fá úrræði, og það eru mörg börn í vanda og þurfa aðstoð,“ segir Drífa. „Ég vildi óska þess að það kæmi úrræði með þessi börn þar sem þau gætu fengið, stuðning. Og ekki bara gæslu heldur líka eitthvað skemmtilegt, þannig að þetta sé ekki framlenging bara á skólanum.“
Tengdar fréttir Fötluð börn án sumarstuðnings Foreldrar eru í vanda á sumrin vegna lokana á frístundaheimilum fyrir fötluð börn. Engir stuðningsfulltrúar eru í boði. Dæmi um foreldra sem taka launalaust leyfi. "Kvenréttindamál,“ segir formaður Þroskahjálpar. 6. júní 2016 07:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Fötluð börn án sumarstuðnings Foreldrar eru í vanda á sumrin vegna lokana á frístundaheimilum fyrir fötluð börn. Engir stuðningsfulltrúar eru í boði. Dæmi um foreldra sem taka launalaust leyfi. "Kvenréttindamál,“ segir formaður Þroskahjálpar. 6. júní 2016 07:00