Fötluð börn án sumarstuðnings Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. júní 2016 07:00 Sumarbúðirnar í Reykjadal er einu sumarbúðirnar á landinu fyrir fötluð börn enda er þar uppbókað öll sumur. Sesselía segir það skýrt merki um að fleiri úrræði vanti. vísir/HAG Móðir átta ára einhverfs drengs með þroskaröskun segir enga sumarfrístund vera í boði fyrir hann sem henti honum. Hún segir vorin vera kvíðafullan tíma þegar fjölskyldan reynir að púsla sumrinu saman. „Yfir skólaárið er haldið vel utan um hann. Svo kemur sumar og hann missir allan stuðning. Þá á hann að passa í kassann, gera eins og hin börnin og hætta að vera fatlaður,“ segir Sesselía Úlfarsdóttir, sem býr á Akureyri.Hún segir eingöngu almenn leikjanámskeið vera í boði fyrir son sinn sem eigi erfitt með að vera í stórum hópi og einangri sig fái hann ekki sérstakan stuðning. „Hann hefur náð miklum framförum í vetur með góðum stuðningi. Svo fer hann til baka í þroska yfir sumartímann. Ef ég vil að hann hafi stuðning frá fagmanneskju á leikjanámskeiði þá þarf ég að borga fyrir hana sjálf.“ Sesselía hefur farið með málið fyrir bæjarráð en þar virtist fólk ekki vita af vandanum. Hún vonast til að næsta sumar verði komin svör. „Ég á ekki að þurfa að kvíða fyrir hverju sumri.“Sesselía Úlfarsdóttir, móðir einhverfs drengsFréttablaðið ræddi við aðra móður í Reykjavík sem þarf að taka sér launalaust frí frá vinnu til að sinna einhverfu barni sínu í sumar. Hún vill ekki koma fram undir nafni þar sem hún mun sækja um atvinnuleysisbætur til að ná endum saman. Hún segir barnið sitt ekki geta verið eitt eða án stuðnings á leikjanámskeiðum. Því þurfi hún að grípa til örþrifaráðs enda ekki sjálfsagt að afar og ömmur geti hlaupið til. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, segir mörg erindi vera á hennar borði frá foreldrum fatlaðra ungmenna á aldrinum 16-20 ára sem geta ekki verið ein yfir daginn en afar takmörkuð frístund tekur við eftir skólann. Því þurfi foreldrar að taka sér frí eða púsla sumrinu saman með ættingjum. Hún segir þennan vanda koma upp á hverju ári og að borgarkerfið hendi þessu fram og til baka eins og heitri kartöflu.Bryndís Snærbjörnsdóttir, formaður Landsamtakanna Þroskahjálpvísir/hanna„Þetta gerir það að verkum að fólk gefst upp og hættir á vinnumarkaði. Og hverjir eru það? Það eru mæðurnar. Þetta er stórt kvenréttindamál,“ segir Bryndís. Hún segir þetta líka erfitt í skólafríum yfir veturinn. Hún á sjálf tvær uppkomnar fatlaðar dætur og hætti að vinna þegar þær voru yngri. „Þar af leiðandi er ég til dæmis með skert lífeyrisréttindi í dag.“ Bryndís bendir á að þetta sé vandmeðfarin umræða. „Börnin okkar eiga ekki að þurfa að burðast með sektarkennd því að við „fórnuðum“ okkur fyrir þau. Við viljum auðvitað að börnin okkar fái það besta og erum tilbúin að leggja okkur fram, en við þurfum aðstoð. Og börnin okkar þurfa aðstoð.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Móðir átta ára einhverfs drengs með þroskaröskun segir enga sumarfrístund vera í boði fyrir hann sem henti honum. Hún segir vorin vera kvíðafullan tíma þegar fjölskyldan reynir að púsla sumrinu saman. „Yfir skólaárið er haldið vel utan um hann. Svo kemur sumar og hann missir allan stuðning. Þá á hann að passa í kassann, gera eins og hin börnin og hætta að vera fatlaður,“ segir Sesselía Úlfarsdóttir, sem býr á Akureyri.Hún segir eingöngu almenn leikjanámskeið vera í boði fyrir son sinn sem eigi erfitt með að vera í stórum hópi og einangri sig fái hann ekki sérstakan stuðning. „Hann hefur náð miklum framförum í vetur með góðum stuðningi. Svo fer hann til baka í þroska yfir sumartímann. Ef ég vil að hann hafi stuðning frá fagmanneskju á leikjanámskeiði þá þarf ég að borga fyrir hana sjálf.“ Sesselía hefur farið með málið fyrir bæjarráð en þar virtist fólk ekki vita af vandanum. Hún vonast til að næsta sumar verði komin svör. „Ég á ekki að þurfa að kvíða fyrir hverju sumri.“Sesselía Úlfarsdóttir, móðir einhverfs drengsFréttablaðið ræddi við aðra móður í Reykjavík sem þarf að taka sér launalaust frí frá vinnu til að sinna einhverfu barni sínu í sumar. Hún vill ekki koma fram undir nafni þar sem hún mun sækja um atvinnuleysisbætur til að ná endum saman. Hún segir barnið sitt ekki geta verið eitt eða án stuðnings á leikjanámskeiðum. Því þurfi hún að grípa til örþrifaráðs enda ekki sjálfsagt að afar og ömmur geti hlaupið til. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, segir mörg erindi vera á hennar borði frá foreldrum fatlaðra ungmenna á aldrinum 16-20 ára sem geta ekki verið ein yfir daginn en afar takmörkuð frístund tekur við eftir skólann. Því þurfi foreldrar að taka sér frí eða púsla sumrinu saman með ættingjum. Hún segir þennan vanda koma upp á hverju ári og að borgarkerfið hendi þessu fram og til baka eins og heitri kartöflu.Bryndís Snærbjörnsdóttir, formaður Landsamtakanna Þroskahjálpvísir/hanna„Þetta gerir það að verkum að fólk gefst upp og hættir á vinnumarkaði. Og hverjir eru það? Það eru mæðurnar. Þetta er stórt kvenréttindamál,“ segir Bryndís. Hún segir þetta líka erfitt í skólafríum yfir veturinn. Hún á sjálf tvær uppkomnar fatlaðar dætur og hætti að vinna þegar þær voru yngri. „Þar af leiðandi er ég til dæmis með skert lífeyrisréttindi í dag.“ Bryndís bendir á að þetta sé vandmeðfarin umræða. „Börnin okkar eiga ekki að þurfa að burðast með sektarkennd því að við „fórnuðum“ okkur fyrir þau. Við viljum auðvitað að börnin okkar fái það besta og erum tilbúin að leggja okkur fram, en við þurfum aðstoð. Og börnin okkar þurfa aðstoð.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira