Hannes segir Davíð skotmark verstu og mestu rógsherferðar Íslandssögunnar Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2016 14:51 Rógtungurnar sem áður voru launaðar tóku það að sér nú í sjálfboðavinnu að rægja Davíð, ef marka má Hannes Hólmstein. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor gerir upp forsetakosningarnar í pistli. Þar leitar hann meðal annars svara við spurningunni hvers vegna Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi, fékk ekki meira fylgi en raun bara vitni. Hannesi kom það nokkuð á óvart. Hannes telur skýringarnar einkum vera þær að Davíð Oddsson hefur að hans mati mátt sæta meiri rógi en dæmi eru um í Íslandssögunni. Og þar hafa margir lagst á árar. „Davíð hlaut minna fylgi en ég hafði búist við. En þá ber að minnast þess, að hann var allt frá 2002 skotmark mestu og verstu rógsherferðar, sem háð hefur verið á Íslandi gegn einstaklingi. Í upphafi var þessi herferð skipulögð og kostuð af auðklíku, sem taldi hann andsnúinn sér, en síðan öðlaðist rógurinn eigið líf eins og verða vill og stakk sér niður í sálir manna, sem vissu ekkert um það, af hvaða hvötum hann var settur af stað,“ skrifar Hannes, og ef marka má fyrri orð hans er hér væntanlega um að ræða Baugsveldið og 365 miðlar. Hannes heldur áfram og er nú ósammála Davíð sjálfum, sem lét í það skína í kosningabaráttunni, til að mynda í síðustu kappræðum frambjóðenda í Ríkissjónvarpinu, að hinn meinti rógur væri að undirlagi ónefndra mótframboða sinna; Hannes tekur heimspekilegri afstöðu til þess hvernig þessi mesta rógsvél Íslandssögunar mallar. „Þeir, sem í upphafi voru launaðir til að láta ganga róginn, drógu ekki heldur af sér í þessari kosningabaráttu, þótt nú væru þeir líklega sjálfboðaliðar frekar en málaliðar. (Ég tek fram, að ég tel hæpið, að þessir sjálfboðaliðar hafi starfað á vegum annarra framboða: Þeir létu róginn ganga af sjálfsdáðum, ef til vill sem sjálfsréttlætingu á eigin fortíð.)“ Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor gerir upp forsetakosningarnar í pistli. Þar leitar hann meðal annars svara við spurningunni hvers vegna Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi, fékk ekki meira fylgi en raun bara vitni. Hannesi kom það nokkuð á óvart. Hannes telur skýringarnar einkum vera þær að Davíð Oddsson hefur að hans mati mátt sæta meiri rógi en dæmi eru um í Íslandssögunni. Og þar hafa margir lagst á árar. „Davíð hlaut minna fylgi en ég hafði búist við. En þá ber að minnast þess, að hann var allt frá 2002 skotmark mestu og verstu rógsherferðar, sem háð hefur verið á Íslandi gegn einstaklingi. Í upphafi var þessi herferð skipulögð og kostuð af auðklíku, sem taldi hann andsnúinn sér, en síðan öðlaðist rógurinn eigið líf eins og verða vill og stakk sér niður í sálir manna, sem vissu ekkert um það, af hvaða hvötum hann var settur af stað,“ skrifar Hannes, og ef marka má fyrri orð hans er hér væntanlega um að ræða Baugsveldið og 365 miðlar. Hannes heldur áfram og er nú ósammála Davíð sjálfum, sem lét í það skína í kosningabaráttunni, til að mynda í síðustu kappræðum frambjóðenda í Ríkissjónvarpinu, að hinn meinti rógur væri að undirlagi ónefndra mótframboða sinna; Hannes tekur heimspekilegri afstöðu til þess hvernig þessi mesta rógsvél Íslandssögunar mallar. „Þeir, sem í upphafi voru launaðir til að láta ganga róginn, drógu ekki heldur af sér í þessari kosningabaráttu, þótt nú væru þeir líklega sjálfboðaliðar frekar en málaliðar. (Ég tek fram, að ég tel hæpið, að þessir sjálfboðaliðar hafi starfað á vegum annarra framboða: Þeir létu róginn ganga af sjálfsdáðum, ef til vill sem sjálfsréttlætingu á eigin fortíð.)“
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira