340 þúsund króna útgjöld á rúmu ári Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. mars 2016 20:45 Kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu á Íslandi hefur á síðustu þremur áratugum nær tvöfaldast og greiða sjúklingar nú 20 prósent af öllum heilbrigðisútgjöldum. Kona sem nýlega gekk í gegnum krabbameinsmeðferð greiddi þrjúhundruð og fjörtíu þúsund krónur á rúmu ári vegna meðferðarinnar. Í skýrslu ASÍ um kostnað sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu sem kom út í dag kemur fram að heilbrigðisútgjöld heilmila hafi vaxið mun hraðar en útgjöld hins opinbera undanfarna áratugi. Auknum beinum útgjöldum sjúklinga fylgir sú hætta að kostnaður verði hindrun á aðgengi að nauðsynlegri þjónustu fyrir ákveðna hópa, en samkvæmt nýjum tölum Eurostat hafa um þrjú prósent Íslendinga ekki sótt sér nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðar en innan við 0,5 prósent á hinum Norðurlöndunum. Í skýrslunni eru tekin raunveruleg dæmi um kostnaðarþátttöku sjúklinga á síðustu árum sem hleypur í mörgum tilfellum á hundruð þúsunda. Það þekkir Ingveldur Geirsdóttir af eigin raun en hún greindist með brjóstakrabbamein síðla árs 2014. „Þegar ég tók saman nú nýverið það sem ég er búin að greiða á tæpu einu og hálfu ári, nánast bara árið 2015, það eru 340 þúsund. Eingöngu sú þjónusta sem ég þurfti að sækja á Landspítalann. Það eru læknisheimsóknir, rannsóknir og sjúkraþjálfun. Þegar maður fór að taka þetta saman þá kom upphæðin á óvart. Maður er alin upp við það að hér sé ókeypis heilbrigðisþjónusta, eða svona nánast, en svo kemur í ljós að svo er ekki,“ segir Ingveldur. Ekkert raunverulegt þak er á heildarkostnaði sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins og því eru fjárhagsáhyggjur oft fylgifiskur alvarlegra veikinda. Ingveldur segir það ekki í lagi. Nauðsynlegt sé að setja þak á kostnað sjúklinga. „Ég er ekki búin. Ég er ennþá í eftirliti og á eftir að fara í brjóstauppbyggingu sem er heljarinnar aðgerð og það er ýmislegt annað sem á eftir að koma inn í. Ég gerði ráð fyrir að þurfa að borga eitthvað, sem er alveg eðlilegt, en ekki svona mikið. Þær konur sem greinast með brjóstakrabbamein á eftir mér eiga ekki að þurfa að greiða þessa upphæð,“ segir Ingveldur Geirsdóttir. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu á Íslandi hefur á síðustu þremur áratugum nær tvöfaldast og greiða sjúklingar nú 20 prósent af öllum heilbrigðisútgjöldum. Kona sem nýlega gekk í gegnum krabbameinsmeðferð greiddi þrjúhundruð og fjörtíu þúsund krónur á rúmu ári vegna meðferðarinnar. Í skýrslu ASÍ um kostnað sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu sem kom út í dag kemur fram að heilbrigðisútgjöld heilmila hafi vaxið mun hraðar en útgjöld hins opinbera undanfarna áratugi. Auknum beinum útgjöldum sjúklinga fylgir sú hætta að kostnaður verði hindrun á aðgengi að nauðsynlegri þjónustu fyrir ákveðna hópa, en samkvæmt nýjum tölum Eurostat hafa um þrjú prósent Íslendinga ekki sótt sér nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðar en innan við 0,5 prósent á hinum Norðurlöndunum. Í skýrslunni eru tekin raunveruleg dæmi um kostnaðarþátttöku sjúklinga á síðustu árum sem hleypur í mörgum tilfellum á hundruð þúsunda. Það þekkir Ingveldur Geirsdóttir af eigin raun en hún greindist með brjóstakrabbamein síðla árs 2014. „Þegar ég tók saman nú nýverið það sem ég er búin að greiða á tæpu einu og hálfu ári, nánast bara árið 2015, það eru 340 þúsund. Eingöngu sú þjónusta sem ég þurfti að sækja á Landspítalann. Það eru læknisheimsóknir, rannsóknir og sjúkraþjálfun. Þegar maður fór að taka þetta saman þá kom upphæðin á óvart. Maður er alin upp við það að hér sé ókeypis heilbrigðisþjónusta, eða svona nánast, en svo kemur í ljós að svo er ekki,“ segir Ingveldur. Ekkert raunverulegt þak er á heildarkostnaði sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins og því eru fjárhagsáhyggjur oft fylgifiskur alvarlegra veikinda. Ingveldur segir það ekki í lagi. Nauðsynlegt sé að setja þak á kostnað sjúklinga. „Ég er ekki búin. Ég er ennþá í eftirliti og á eftir að fara í brjóstauppbyggingu sem er heljarinnar aðgerð og það er ýmislegt annað sem á eftir að koma inn í. Ég gerði ráð fyrir að þurfa að borga eitthvað, sem er alveg eðlilegt, en ekki svona mikið. Þær konur sem greinast með brjóstakrabbamein á eftir mér eiga ekki að þurfa að greiða þessa upphæð,“ segir Ingveldur Geirsdóttir.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira