Dósent sakaður um fitufordóma Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2016 09:45 Salka segist ætla að sveipa sig búrku svo Rúnar Helgi, og skoðanabræður hans, þurfi ekki að þola að horfa uppá þessa hroðalegu afskræmingu líkamans. visir/Pjetur/Stefán Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og dósent í ritlist við Háskóla Íslands, skrifaði heldur hreinskilna færslu á Facebook, þar sem hann lýsir yfir verulegum áhyggjum af offitufaraldri og af „afskræmdu landa sinna“. Færsla hans hefur lagst verulega illa í nemendur hans í ritlist í Háskóla Íslands, svo vægt sé til orða tekið og hefur einn leiðbeinandi sagt sig frá störfum við áfanga í ritlistinni. Rúnar Helgi hefur þungar áhyggjur af offitufaraldrinum og þeirri ógn sem velferðinni stafar af honum: „Eitt það ömurlegasta sem ég hef orðið vitni að um mína daga er offitufaraldurinn á Íslandi. Ég verð oft miður mín þegar ég horfi uppá þessa afskræmingu landa minna. Það er auðvitað verst fyrir einstaklingana sjálfa vegna þess að þetta rýrir lífgæði þeirra á svo margan máta en um leið er þetta ein alvarlegasta atlaga síðari tíma að velferð okkar sem landið byggjum.“Móðursýki vegna offitufaraldursÞannig var fyrsta útgáfa færslunnar sem Rúnar Helgi mildaði reyndar síðar, með því að taka „afskræmingu“ út en skaðinn var skeður. Stílvopnin geta snúist í höndum þeirra sem ekki kunna með þau að fara, eða telja sig fullnuma í þeirri list. Þorgerður E. Sigurðardóttir Útvarpsleikhússtjóri bendir Rúnari Helga að varhugavert geti reynst að breyta eigin texta mikið, á Facebook: „Ég sé að þú hefur ritskoðað þitt upphaflega innlegg, sem er í sjálfu sér ágætt, en kannski betra að taka það fram, því annars meika sum viðbrögðin í þræðinum alls engan sens, þar sem vitnað er beint í hluti sem þú hefur nú tekið út.“Rúnar Helgi sá ástæðu til að milda upphaflegu færslu sína þegar hann sá í hvað stefndi.Vísir hefur ekki vitneskju um það hvort meðalþungi nemenda Rúnars Helga sé meiri en gerist og gengur, og þá hvort þessi þanki hafi gert vart við sig í kolli lærimeistarans þegar hann virti hópinn fyrir sér en svo mikið er víst að nemendur og leiðbeinendur tóku þetta til sín margir hverjir. Ein þeirra sem reynir að lempa dósentinn og fá hann ofan af eindregnum skoðunum sínum varðandi offituna er Sif Jóhannsdóttir sem starfað hefur hjá Forlaginu. Hún hvetur hann til að lesa vísindalegar greinar um efnið og tengir við greinina „Of fóðruð og feit? Eða bara hræðsluáróður“ þar sem segir að við verðum að hætta að „fyllast móðursýki yfir „faraldrinum“ sem aldrei kom (allavega í heilsufarslegum skilningi) og skapaði samfélag þar sem allir af öllum stærðum og gerðum, fá tækifæri til að bera virðingu fyrir og þykja vænt um líkama sinn auk þess að bera virðingu fyrir líkömum annarra.“ Sif segist hafa áhyggjur af þeim gleraugum sem Rúnar Helgi setur upp ef þetta er það ömurlegasta sem hann hefur séð á Íslandi. En, dósentinn er hvergi nærri af baki dottinn og svarar fullum hálsi: „Offita felur ekki í sér líkamsvirðingu. Og vel að merkja, ég er ekki að tala um fólk sem er nokkrum kílóum of þungt heldur það sem hefur algjörlega misst tökin.“Ætlar í búrku til að hlífa augum Rúnars HelgaRúnari Helga skjátlaðist illilega ef hann taldi að með þessum snaggaralegu vörnum tækist honum að loka málinu. Gremjan stigmagnast á Facebookvegg hans. Salka Guðmundsdóttir skáld og nýráðið staðarskáld Borgarleikhússins, en hún hefur einmitt komið að leiðsögn í ritlistinni þeirri sem Rúnar Helgi stýrir innan veggja akademíunnar, er ein þeirra sem leggur orð í belg. Henni er ekki skemmt:Ein þeirra sem setur ofaní við dósentinn í ritlistinni er Þorgerður E. Sigurðardóttir.„Ég skal sveipa mig alltumlykjandi búrku og hvetja annað feitt fólk til hins sama svo þú og þínir skoðanabræður (grunar merkilegt nokk að það séu aðallega bræður) þurfið ekki að horfa upp á þessa hroðalegu afskræmingu. Mér finnst annars fyrirlitning, hroki og virðingarleysi í garð annarra eitthvert versta þjóðfélagsmein landsins, en það er kannski bara ég.“ Og hún bætir við: „Þú átt tölvupóst á HÍ-netfanginu þínu og einum færri leiðbeinendur í ritlist.“Dósenti illa brugðiðLjóst er að Rúnar Helgi telur hart að sér sótt – honum er brugðið: „Þeir sem hér hafa skrifað, og verið ansi óheflaðir í minn garð sumir, þó að ég sé ekki að segja mikið annað en það sem læknastéttin hefur margoft bent á, hafa haft tilhneigingu til að persónugera málið.“ En, hann gefur sig þó ekki varðandi offitufaraldurinn: „Ég er hins vegar að tala um lýðheilsu og ég er að tala um efnahagslegan vanda sem faraldur veldur samfélaginu. Það virðist augljóst að offitufaraldur með tilheyrandi aukaverkunum mun valda og er þegar farinn að valda miklu álagi á heilbrigðiskerfið, hann mun valda meiri fjarvistum frá vinnu og minni afköstum. Þess vegna er þetta atlaga að öllu samfélaginu, nokkuð sem við munum öll þurfa að borga fyrir, beint og óbeint, alveg eins og við borgum öll beint og óbeint fyrir áfengisvandann. Það ríkir hins mikil þöggun um þennan málaflokk en ég er þannig gerður að ég hef tilhneigingu til að berjast gegn þöggun, enda eitt af hlutverkum rithöfunda.“ Svo virðist sem Rúnar Helgi sé fremur seinheppinn í samskiptum sínum við hitt kynið því eins og lesendur Vísis muna lenti hann í því að vera sakaður ranglega um að klípa konu í rassinn á Þorrablóti Stjörnunnar í febrúar 2015. Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og dósent í ritlist við Háskóla Íslands, skrifaði heldur hreinskilna færslu á Facebook, þar sem hann lýsir yfir verulegum áhyggjum af offitufaraldri og af „afskræmdu landa sinna“. Færsla hans hefur lagst verulega illa í nemendur hans í ritlist í Háskóla Íslands, svo vægt sé til orða tekið og hefur einn leiðbeinandi sagt sig frá störfum við áfanga í ritlistinni. Rúnar Helgi hefur þungar áhyggjur af offitufaraldrinum og þeirri ógn sem velferðinni stafar af honum: „Eitt það ömurlegasta sem ég hef orðið vitni að um mína daga er offitufaraldurinn á Íslandi. Ég verð oft miður mín þegar ég horfi uppá þessa afskræmingu landa minna. Það er auðvitað verst fyrir einstaklingana sjálfa vegna þess að þetta rýrir lífgæði þeirra á svo margan máta en um leið er þetta ein alvarlegasta atlaga síðari tíma að velferð okkar sem landið byggjum.“Móðursýki vegna offitufaraldursÞannig var fyrsta útgáfa færslunnar sem Rúnar Helgi mildaði reyndar síðar, með því að taka „afskræmingu“ út en skaðinn var skeður. Stílvopnin geta snúist í höndum þeirra sem ekki kunna með þau að fara, eða telja sig fullnuma í þeirri list. Þorgerður E. Sigurðardóttir Útvarpsleikhússtjóri bendir Rúnari Helga að varhugavert geti reynst að breyta eigin texta mikið, á Facebook: „Ég sé að þú hefur ritskoðað þitt upphaflega innlegg, sem er í sjálfu sér ágætt, en kannski betra að taka það fram, því annars meika sum viðbrögðin í þræðinum alls engan sens, þar sem vitnað er beint í hluti sem þú hefur nú tekið út.“Rúnar Helgi sá ástæðu til að milda upphaflegu færslu sína þegar hann sá í hvað stefndi.Vísir hefur ekki vitneskju um það hvort meðalþungi nemenda Rúnars Helga sé meiri en gerist og gengur, og þá hvort þessi þanki hafi gert vart við sig í kolli lærimeistarans þegar hann virti hópinn fyrir sér en svo mikið er víst að nemendur og leiðbeinendur tóku þetta til sín margir hverjir. Ein þeirra sem reynir að lempa dósentinn og fá hann ofan af eindregnum skoðunum sínum varðandi offituna er Sif Jóhannsdóttir sem starfað hefur hjá Forlaginu. Hún hvetur hann til að lesa vísindalegar greinar um efnið og tengir við greinina „Of fóðruð og feit? Eða bara hræðsluáróður“ þar sem segir að við verðum að hætta að „fyllast móðursýki yfir „faraldrinum“ sem aldrei kom (allavega í heilsufarslegum skilningi) og skapaði samfélag þar sem allir af öllum stærðum og gerðum, fá tækifæri til að bera virðingu fyrir og þykja vænt um líkama sinn auk þess að bera virðingu fyrir líkömum annarra.“ Sif segist hafa áhyggjur af þeim gleraugum sem Rúnar Helgi setur upp ef þetta er það ömurlegasta sem hann hefur séð á Íslandi. En, dósentinn er hvergi nærri af baki dottinn og svarar fullum hálsi: „Offita felur ekki í sér líkamsvirðingu. Og vel að merkja, ég er ekki að tala um fólk sem er nokkrum kílóum of þungt heldur það sem hefur algjörlega misst tökin.“Ætlar í búrku til að hlífa augum Rúnars HelgaRúnari Helga skjátlaðist illilega ef hann taldi að með þessum snaggaralegu vörnum tækist honum að loka málinu. Gremjan stigmagnast á Facebookvegg hans. Salka Guðmundsdóttir skáld og nýráðið staðarskáld Borgarleikhússins, en hún hefur einmitt komið að leiðsögn í ritlistinni þeirri sem Rúnar Helgi stýrir innan veggja akademíunnar, er ein þeirra sem leggur orð í belg. Henni er ekki skemmt:Ein þeirra sem setur ofaní við dósentinn í ritlistinni er Þorgerður E. Sigurðardóttir.„Ég skal sveipa mig alltumlykjandi búrku og hvetja annað feitt fólk til hins sama svo þú og þínir skoðanabræður (grunar merkilegt nokk að það séu aðallega bræður) þurfið ekki að horfa upp á þessa hroðalegu afskræmingu. Mér finnst annars fyrirlitning, hroki og virðingarleysi í garð annarra eitthvert versta þjóðfélagsmein landsins, en það er kannski bara ég.“ Og hún bætir við: „Þú átt tölvupóst á HÍ-netfanginu þínu og einum færri leiðbeinendur í ritlist.“Dósenti illa brugðiðLjóst er að Rúnar Helgi telur hart að sér sótt – honum er brugðið: „Þeir sem hér hafa skrifað, og verið ansi óheflaðir í minn garð sumir, þó að ég sé ekki að segja mikið annað en það sem læknastéttin hefur margoft bent á, hafa haft tilhneigingu til að persónugera málið.“ En, hann gefur sig þó ekki varðandi offitufaraldurinn: „Ég er hins vegar að tala um lýðheilsu og ég er að tala um efnahagslegan vanda sem faraldur veldur samfélaginu. Það virðist augljóst að offitufaraldur með tilheyrandi aukaverkunum mun valda og er þegar farinn að valda miklu álagi á heilbrigðiskerfið, hann mun valda meiri fjarvistum frá vinnu og minni afköstum. Þess vegna er þetta atlaga að öllu samfélaginu, nokkuð sem við munum öll þurfa að borga fyrir, beint og óbeint, alveg eins og við borgum öll beint og óbeint fyrir áfengisvandann. Það ríkir hins mikil þöggun um þennan málaflokk en ég er þannig gerður að ég hef tilhneigingu til að berjast gegn þöggun, enda eitt af hlutverkum rithöfunda.“ Svo virðist sem Rúnar Helgi sé fremur seinheppinn í samskiptum sínum við hitt kynið því eins og lesendur Vísis muna lenti hann í því að vera sakaður ranglega um að klípa konu í rassinn á Þorrablóti Stjörnunnar í febrúar 2015.
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira