Frestur ríkisstjórnar að renna út Snærós Sindradóttir skrifar 30. mars 2016 07:00 Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur skilað 40 prósent þingmála sinna á þessu þingi. Fréttablaðið/ERNIR Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lagt fram fjörutíu prósent þeirra mála sem þeir boðuðu með þingmálaskrá í upphafi vetrarþings. Framlagningarfrestur nýrra frumvarpa rennur út á morgun. Sem dæmi um frumvarp sem beðið er eftir er frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um kennitöluflakk. Stöð 2 greindi frá því í janúar að ríkisskattstjóri áætlaði að ríkissjóður færi á mis við 80 milljarða króna vegna skattaundanskota á ári hverju og að kennitöluflakk væri hluti vandans. Í yfirlýsingu frá ASÍ um sömu mundir sagði að lengi hefði ríkt andvaraleysi hjá stjórnvöldum gagnvart kennitöluflakki. Þá er beðið eftir frumvarpi um ný útlendingalög. Þverpólitísk þingmannanefnd kynnti drög að frumvarpinu í ágúst í fyrra. Er frumvarpinu meðal annars ætlað að stuðla að samræmingu laga um útlendinga og laga um atvinnuréttindi útlendinga. Þá eru nýmæli í frumvarpinu að áhersla sé lögð á réttindi barna í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og reynt að tryggja börnum vernd. Fréttablaðið greindi frá því í vetur að í einhverjum tilfellum væri brottvísun barna sem sækja um hæli hér á landi brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Meirihluti húsnæðisfrumvarpa félagsmálaráðherra er fram kominn en þó vantar enn frumvarp um Íbúðastofnun og um húsnæðislán. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ólíklegt að þessi frumvörp komi fram en þau fela í sér róttækar breytingar á Íbúðalánasjóði og húsnæðislánakerfinu. Þá er ekki komið fram frumvarp um að fjölga seðlabankastjórum úr einum í þrjá. Hugmyndir forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar um þessa breytingu var gagnrýnd mjög þegar hún kom fram. Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði og fjármálum við London School of Economics, sagði fjölgunina misráðna í mars í fyrra. „Fyrir mér er þetta alveg skýrt, að það á að vera einn seðlabankastjóri og tveir eða þrír undirmenn hans. Það er svo hægt að skilgreina það nákvæmlega hvernig valdahlutfallið er á milli þessara manna,“ sagði Jón á Bylgjunni við það tilefni. Heilbrigðisráðherra hefur staðið sig best og skilað flestum sinna frumvarpa ef frá eru talin frumvarp um tóbaksvarnir og frumvarp um breytingu á lögum um málefni aldraðra. Þá hefur hann ekki enn skilað þingsályktunartillögu um heilbrigðisstefnu til ársins 2020. Þó er beðið með eftirvæntingu eftir skýrslu ráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur verið sá ráðherra sem hefur talað mest í þá átt að vilja afglæpavæða fíkniefni.vísir/gva Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lagt fram fjörutíu prósent þeirra mála sem þeir boðuðu með þingmálaskrá í upphafi vetrarþings. Framlagningarfrestur nýrra frumvarpa rennur út á morgun. Sem dæmi um frumvarp sem beðið er eftir er frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um kennitöluflakk. Stöð 2 greindi frá því í janúar að ríkisskattstjóri áætlaði að ríkissjóður færi á mis við 80 milljarða króna vegna skattaundanskota á ári hverju og að kennitöluflakk væri hluti vandans. Í yfirlýsingu frá ASÍ um sömu mundir sagði að lengi hefði ríkt andvaraleysi hjá stjórnvöldum gagnvart kennitöluflakki. Þá er beðið eftir frumvarpi um ný útlendingalög. Þverpólitísk þingmannanefnd kynnti drög að frumvarpinu í ágúst í fyrra. Er frumvarpinu meðal annars ætlað að stuðla að samræmingu laga um útlendinga og laga um atvinnuréttindi útlendinga. Þá eru nýmæli í frumvarpinu að áhersla sé lögð á réttindi barna í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og reynt að tryggja börnum vernd. Fréttablaðið greindi frá því í vetur að í einhverjum tilfellum væri brottvísun barna sem sækja um hæli hér á landi brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Meirihluti húsnæðisfrumvarpa félagsmálaráðherra er fram kominn en þó vantar enn frumvarp um Íbúðastofnun og um húsnæðislán. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ólíklegt að þessi frumvörp komi fram en þau fela í sér róttækar breytingar á Íbúðalánasjóði og húsnæðislánakerfinu. Þá er ekki komið fram frumvarp um að fjölga seðlabankastjórum úr einum í þrjá. Hugmyndir forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar um þessa breytingu var gagnrýnd mjög þegar hún kom fram. Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði og fjármálum við London School of Economics, sagði fjölgunina misráðna í mars í fyrra. „Fyrir mér er þetta alveg skýrt, að það á að vera einn seðlabankastjóri og tveir eða þrír undirmenn hans. Það er svo hægt að skilgreina það nákvæmlega hvernig valdahlutfallið er á milli þessara manna,“ sagði Jón á Bylgjunni við það tilefni. Heilbrigðisráðherra hefur staðið sig best og skilað flestum sinna frumvarpa ef frá eru talin frumvarp um tóbaksvarnir og frumvarp um breytingu á lögum um málefni aldraðra. Þá hefur hann ekki enn skilað þingsályktunartillögu um heilbrigðisstefnu til ársins 2020. Þó er beðið með eftirvæntingu eftir skýrslu ráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur verið sá ráðherra sem hefur talað mest í þá átt að vilja afglæpavæða fíkniefni.vísir/gva
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira