Innlent

Sex fá samtals sex hundruð þúsund krónur í Víkingalottói

Birgir Olgeirsson skrifar
Norðmaður fær 130 milljónir króna.
Norðmaður fær 130 milljónir króna. vísir/vilhelm
Það var Norðmaður sem hafði heppnina með sér í Víkingalottói þessa vikuna en hann var einn með allar aðaltölurnar réttar og hlýtur rétt tæplega 130 milljónir í vinning.

Sex voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning.

Miðarnir voru keyptir í Leirunesti, við Leiruveg, Akureyri, Fjarðarkaup, Hólshrauni 1b, Hafnarfirði, lotto.is og þrír eru í áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×