Sýndi Söru „ekki eðlilega tillitsemi eða háttvísi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2016 16:56 Ólafía B. Rafnsdóttir er formaður VR. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, sýndi Söru Lind Guðbergsdóttur ekki eðlilega tillitsemi eða háttvísi í starfi sínu þær níu vikur sem þær unnu saman. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag þar sem VR var sýknað af kröfu Söru Lindar um miskabætur. Vísir greindi frá dómnum fyrr í dag. Sálfræðingarnir sem skoðuðu samskipti Ólafíu og Söru töldu ekki neikvæða eða niðurlægjandi hegðun af hálfu formannsins að leita framhjá henni og til undirmanns enda var sá reynslumikill. Aftur á móti var komist að þeirri niðurstöðu að formaðurinn hefði átt að útskýra þetta fyrir áfrýjanda og ámælisvert væri að verða ekki við óskum áfrýjanda um að ræða stöðu hennar. Einnig var fundið að því að áfrýjandi hefði á fundi með trúnaðarmönnum, trúnaðarráði og starfsfólki félagsins um kjaramál, sem heyrðu undir ábyrgðarsvið áfrýjanda, hvorki haft hlutverk né verið höfð með í ráðum. Þá var talið aðfinnsluvert að formaðurinn hefði án gildrar ástæðu sniðgengið óskir áfrýjanda um frekara samráð, en þessi framkoma gæti ekki talist harkaleg, gróf eða verulega ógnandi, þótt hún hefði verið viðvarandi. Ávirðingarnar í garð Ólafíu voru þó ekki taldar það alvarlegar eða þess eðlis að þær vörðuðu miskabótaábyrgð.Einn dómari af þremur taldi Söru eiga rétt á bótum Ólafur Börkur Þorvaldsson, einn þriggja dómara í málinu, skilaði sératkvæði í málinu. Hann tekur undir með hinum dómurunum tveimur að uppsögnin hafi verið lögmæt en telur aftur á móti að Sara Lind hafi orðið fyrir miska. Vísar Ólafur Börkur til skýrslna tveggja sálfræðinga þar sem hegðun Ólafíu var metin annars vegar ámælisverð og hins vegar aðfinnsluverð og viðvarandi. Í því sambandi yrði að telja að Ólafía hefði sýnt af sér verulegt gáleysi sem formaður stéttarfélags. Taldi hann að Sara Lind hefði því átt rétt á bótum. Auk þess hefði VR átt að greiða málskostnað Söru Lindar.Dóm Hæstaréttar í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Uppsögn Söru Lindar ekki ólögmæt en dómur klofinn í eineltismáli VR hefur verið sýknað af tveggja milljóna króna skaðabótakröfu Söru Lindar Guðbergsdóttur. 3. mars 2016 15:32 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, sýndi Söru Lind Guðbergsdóttur ekki eðlilega tillitsemi eða háttvísi í starfi sínu þær níu vikur sem þær unnu saman. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag þar sem VR var sýknað af kröfu Söru Lindar um miskabætur. Vísir greindi frá dómnum fyrr í dag. Sálfræðingarnir sem skoðuðu samskipti Ólafíu og Söru töldu ekki neikvæða eða niðurlægjandi hegðun af hálfu formannsins að leita framhjá henni og til undirmanns enda var sá reynslumikill. Aftur á móti var komist að þeirri niðurstöðu að formaðurinn hefði átt að útskýra þetta fyrir áfrýjanda og ámælisvert væri að verða ekki við óskum áfrýjanda um að ræða stöðu hennar. Einnig var fundið að því að áfrýjandi hefði á fundi með trúnaðarmönnum, trúnaðarráði og starfsfólki félagsins um kjaramál, sem heyrðu undir ábyrgðarsvið áfrýjanda, hvorki haft hlutverk né verið höfð með í ráðum. Þá var talið aðfinnsluvert að formaðurinn hefði án gildrar ástæðu sniðgengið óskir áfrýjanda um frekara samráð, en þessi framkoma gæti ekki talist harkaleg, gróf eða verulega ógnandi, þótt hún hefði verið viðvarandi. Ávirðingarnar í garð Ólafíu voru þó ekki taldar það alvarlegar eða þess eðlis að þær vörðuðu miskabótaábyrgð.Einn dómari af þremur taldi Söru eiga rétt á bótum Ólafur Börkur Þorvaldsson, einn þriggja dómara í málinu, skilaði sératkvæði í málinu. Hann tekur undir með hinum dómurunum tveimur að uppsögnin hafi verið lögmæt en telur aftur á móti að Sara Lind hafi orðið fyrir miska. Vísar Ólafur Börkur til skýrslna tveggja sálfræðinga þar sem hegðun Ólafíu var metin annars vegar ámælisverð og hins vegar aðfinnsluverð og viðvarandi. Í því sambandi yrði að telja að Ólafía hefði sýnt af sér verulegt gáleysi sem formaður stéttarfélags. Taldi hann að Sara Lind hefði því átt rétt á bótum. Auk þess hefði VR átt að greiða málskostnað Söru Lindar.Dóm Hæstaréttar í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Uppsögn Söru Lindar ekki ólögmæt en dómur klofinn í eineltismáli VR hefur verið sýknað af tveggja milljóna króna skaðabótakröfu Söru Lindar Guðbergsdóttur. 3. mars 2016 15:32 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Uppsögn Söru Lindar ekki ólögmæt en dómur klofinn í eineltismáli VR hefur verið sýknað af tveggja milljóna króna skaðabótakröfu Söru Lindar Guðbergsdóttur. 3. mars 2016 15:32