Uppsögn Söru Lindar ekki ólögmæt en dómur klofinn í eineltismáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2016 15:32 Hjónin Sara Lind og Stefán Einar störfuðu bæði hjá VR. Vísir Hæstiréttur hefur staðfest dóm úr héraði þar sem stéttarfélagið VR var sýknað af kröfum Söru Lindar Guðbergsdóttur, fyrrverandi starfsmanns VR. Sara Lind fór fram á tvær milljónir króna í skaðbætur frá félaginu vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir í starfi hjá VR. Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti klukkan 15 í dag. Björn L. Bergsson, lögmaður VR í málinu, segir dóminn hafa verið á einu máli um að uppsögnin hafi ekki verið ólögmæt. Hins vegar hafi dómurinn klofnað í afstöðu sinni til kröfunnar vegna eineltis. Þannig hafi tveir dómarar af þremur talið að hægt væri að gera athugasemdir og aðfinnslur við framkomu Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanns VR, gagnvart Söru. Framkoman hafi hins vegar ekki verið af þeim grófleika sem valdi skuli bótum. Þriðji dómarinn taldi hins vegar að þar sem um stéttarfélag væri að ræða þyrfti að gera ríkari kröfur í málum á borð við þessu. Því væru bætur réttlætanlegar.Sagt upp níu vikum eftir innkomu Ólafíu Sara Lind var ráðin í yfirmannsstöðu hjá VR í apríl árið 2012 þegar Stefán Einar Stefánsson, núverandi eiginmaður, gegndi formennsku. Í umfjöllun DV í árslok 2012 kom fram að Sara Lind hefði verið ráðin í starfið þótt hún hefði ekki verið metin hæfust í umsóknarferlinu. Stefán Einar sagði við sama tækifæri að samband þeirra hefði ekki hafist fyrr en eftir að Sara Lind tók til starfa.Ólafía B. Rafnsdóttir er formaður VR.Söru Lind var sagt upp í júní rúmu ári síðar og var vísað til skipulagsbreytinga. Níu vikum fyrr hafði Ólafía B. Rafnsdóttir tekið til starfa sem formaður VR. Tók hún við starfinu af Stefáni Einari.Sjá einnig: Segist hafa verið niðurlægð og augljóst að Ólafíu var illa við sig Við aðalmeðferð málsins lýsti Sara Lind samskiptum sínum við Ólafíu þar sem hún sakaði hana um að hafa endurtekið hunsað fundarbeiðnir sínar og teki undirmann Söru Lindar með sér á fundi þar sem kjaramál voru til umræðu. Hún sagðist hafa upplifað þessa framkomu sem lítilsvirðingu.Vildi ræða við fólk með yfirburðaþekkingu Ólafía lýsti því fyrir dómi að hún hefði leitað til þeirra sem höfðu yfirburðaþekkingu á málefnum VR þegar hún tók til starfa sem formaður félagsins árið 2013. Ástæðan fyrir því að hún leitaði til undirmanns Söru Lindar var sú að sá hafði 25 ára reynslu af kjaramálum. „Mér fannst það bara eðlilegt og við hæfi að afla mér upplýsinga hjá þeim sem hafði yfirburðaþekkingu,“ sagði Ólafía fyrir dómi. Dómurinn verður birtur á vef Hæstaréttar klukkan 16:30. Tengdar fréttir Fyrrverandi formaður VR: „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar“ „Ég hef ekki búið með svíni áður en það venst furðulega vel,“ segir Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi formaður VR. 23. september 2013 11:45 VR sýknað af kröfum Söru Lindar Hafði sakað félagið um ólögmæta uppsögn og sakað formanninn um einelti. 6. maí 2015 10:52 Segist hafa verið niðurlægð og augljóst að Ólafíu var illa við sig Sara Lind Guðbergsdóttir vill tvær milljónir í bætur vegna þess sem hún telur hafa verið ólögmæta uppsögn hjá VR. 10. apríl 2015 10:45 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm úr héraði þar sem stéttarfélagið VR var sýknað af kröfum Söru Lindar Guðbergsdóttur, fyrrverandi starfsmanns VR. Sara Lind fór fram á tvær milljónir króna í skaðbætur frá félaginu vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir í starfi hjá VR. Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti klukkan 15 í dag. Björn L. Bergsson, lögmaður VR í málinu, segir dóminn hafa verið á einu máli um að uppsögnin hafi ekki verið ólögmæt. Hins vegar hafi dómurinn klofnað í afstöðu sinni til kröfunnar vegna eineltis. Þannig hafi tveir dómarar af þremur talið að hægt væri að gera athugasemdir og aðfinnslur við framkomu Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanns VR, gagnvart Söru. Framkoman hafi hins vegar ekki verið af þeim grófleika sem valdi skuli bótum. Þriðji dómarinn taldi hins vegar að þar sem um stéttarfélag væri að ræða þyrfti að gera ríkari kröfur í málum á borð við þessu. Því væru bætur réttlætanlegar.Sagt upp níu vikum eftir innkomu Ólafíu Sara Lind var ráðin í yfirmannsstöðu hjá VR í apríl árið 2012 þegar Stefán Einar Stefánsson, núverandi eiginmaður, gegndi formennsku. Í umfjöllun DV í árslok 2012 kom fram að Sara Lind hefði verið ráðin í starfið þótt hún hefði ekki verið metin hæfust í umsóknarferlinu. Stefán Einar sagði við sama tækifæri að samband þeirra hefði ekki hafist fyrr en eftir að Sara Lind tók til starfa.Ólafía B. Rafnsdóttir er formaður VR.Söru Lind var sagt upp í júní rúmu ári síðar og var vísað til skipulagsbreytinga. Níu vikum fyrr hafði Ólafía B. Rafnsdóttir tekið til starfa sem formaður VR. Tók hún við starfinu af Stefáni Einari.Sjá einnig: Segist hafa verið niðurlægð og augljóst að Ólafíu var illa við sig Við aðalmeðferð málsins lýsti Sara Lind samskiptum sínum við Ólafíu þar sem hún sakaði hana um að hafa endurtekið hunsað fundarbeiðnir sínar og teki undirmann Söru Lindar með sér á fundi þar sem kjaramál voru til umræðu. Hún sagðist hafa upplifað þessa framkomu sem lítilsvirðingu.Vildi ræða við fólk með yfirburðaþekkingu Ólafía lýsti því fyrir dómi að hún hefði leitað til þeirra sem höfðu yfirburðaþekkingu á málefnum VR þegar hún tók til starfa sem formaður félagsins árið 2013. Ástæðan fyrir því að hún leitaði til undirmanns Söru Lindar var sú að sá hafði 25 ára reynslu af kjaramálum. „Mér fannst það bara eðlilegt og við hæfi að afla mér upplýsinga hjá þeim sem hafði yfirburðaþekkingu,“ sagði Ólafía fyrir dómi. Dómurinn verður birtur á vef Hæstaréttar klukkan 16:30.
Tengdar fréttir Fyrrverandi formaður VR: „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar“ „Ég hef ekki búið með svíni áður en það venst furðulega vel,“ segir Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi formaður VR. 23. september 2013 11:45 VR sýknað af kröfum Söru Lindar Hafði sakað félagið um ólögmæta uppsögn og sakað formanninn um einelti. 6. maí 2015 10:52 Segist hafa verið niðurlægð og augljóst að Ólafíu var illa við sig Sara Lind Guðbergsdóttir vill tvær milljónir í bætur vegna þess sem hún telur hafa verið ólögmæta uppsögn hjá VR. 10. apríl 2015 10:45 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Sjá meira
Fyrrverandi formaður VR: „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar“ „Ég hef ekki búið með svíni áður en það venst furðulega vel,“ segir Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi formaður VR. 23. september 2013 11:45
VR sýknað af kröfum Söru Lindar Hafði sakað félagið um ólögmæta uppsögn og sakað formanninn um einelti. 6. maí 2015 10:52
Segist hafa verið niðurlægð og augljóst að Ólafíu var illa við sig Sara Lind Guðbergsdóttir vill tvær milljónir í bætur vegna þess sem hún telur hafa verið ólögmæta uppsögn hjá VR. 10. apríl 2015 10:45