Heilsuskertir ökumenn valda hættu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2016 14:45 Í 45 prósentum tilfella voru ökumenn sem tilkynntir voru í rannsókninni með heilabilun og ættu ekki undir neinum kringumstæðum að vera með gilt ökuleyfi. Vísir/Ernir Ekki er til formleg leið á Íslandi til að tilkynna um ökumenn sem ættu ekki að vera undir stýri vegna heilsubrests. Áhyggjufullir fjölskyldumeðlimir geta til að mynda lítið gert annað til að bæta öryggi ökumannsins eða annarra en talað við hann eða falið bíllykla. Guðmundur Freyr Úlfarsson samgönguverkfræðingur segir mikilvægt að skilja betur tengsl heilsuskerðingar og umferðarslysa þar sem hlutfall eldri ökumanna hækkar sífellt. Hann tók þátt í rannsókn á tilkynninga- og matsferli í Missouri í Bandaríkjunum og segir vanta sambærilegt kerfi á Íslandi.Guðmundur Freyr Úlfarsson samgönguverkfræðingur.Í Missouri getur heilbrigðisstarfsfólk, nánir fjölskyldumeðlimir, lögregla og starfsfólk ökuleyfastofa tilkynnt um mögulega heilsuskerta ökumenn. Við tekur læknisfræðilegt mat á aksturshæfni og í sumum tilfellum skriflegt eða verklegt próf. Matið getur leitt til takmarkana eða niðurfellingar á ökuleyfi. „Langflestir sem eru tilkynntir missa ökuskírteinið og um helmingur vegna heilabilunar, til dæmis Alzheimer,“ segir Guðmundur. „Það sýnir mikilvægi þess að heimilislæknar á Íslandi fái sérstaka þjálfun til að meta áhrif heilabilana á umferðaröryggi.“ Eldri borgarar á Íslandi þurfa reglulega að fá læknisvottorð til að fá ökuskírteini endurnýjað. „En það er spurning hversu formlegt ferli það er. Þar að auki getur fimmtug manneskja fengið heilabilun og verið hættuleg í umferðinni.“Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, tekur undir orð Guðmundar. „Við höfum rannsakað nokkur banaslys undanfarin ár þar sem ökumenn sem hafa verið að glíma við veikindi koma við sögu. Tildrög slysanna og ástand ökumanna vegna lyfjatöku bendir til að fyrr hefði þurft að grípa inn í. Það þarf að bæta kerfið.“ Ágúst segir ekki nýjar tölur til um hve mörg slys verði vegna heilsulausra ökumanna en það verði banaslys og alvarleg slys á hverju ári vegna þeirra. „Það eru eitt til þrjú banaslys á hverju ári. Svo eru líka tilvik þar sem fólk langt leitt í sínum sjúkdómi deyr undir stýri. Fólk sem hefði ekki átt að vera að keyra.“ Ágúst segir mikilvægt að almenningur viti hvernig eigi að bregðast við, að hægt sé á einfaldan hátt að tilkynna um heilsubrest ökumanns og að óháður aðili taki svo ákvörðun um ökuleyfissviptingu. „Tillögur rannsóknarnefndar ganga út á að komið verði á fót embætti trúnaðarlæknis hjá Samgöngustofu, sem myndi hafa samband við ökumenn og fara fram á heilsufars- og ökupróf. Sá aðili myndi hafa samband við ökumanninn og fara fram á heilsufarspróf og mat á aksturshæfni. Fagleg greining og ökumat er langheiðarlegast og skynsamlegast fyrir ökumanninn sjálfan. Ef hann stenst prófið, þá er það afgreitt mál. Ef hann gerir það ekki, þá er búið að skera úr um það að viðkomandi á alls ekki að keyra.“ Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Ekki er til formleg leið á Íslandi til að tilkynna um ökumenn sem ættu ekki að vera undir stýri vegna heilsubrests. Áhyggjufullir fjölskyldumeðlimir geta til að mynda lítið gert annað til að bæta öryggi ökumannsins eða annarra en talað við hann eða falið bíllykla. Guðmundur Freyr Úlfarsson samgönguverkfræðingur segir mikilvægt að skilja betur tengsl heilsuskerðingar og umferðarslysa þar sem hlutfall eldri ökumanna hækkar sífellt. Hann tók þátt í rannsókn á tilkynninga- og matsferli í Missouri í Bandaríkjunum og segir vanta sambærilegt kerfi á Íslandi.Guðmundur Freyr Úlfarsson samgönguverkfræðingur.Í Missouri getur heilbrigðisstarfsfólk, nánir fjölskyldumeðlimir, lögregla og starfsfólk ökuleyfastofa tilkynnt um mögulega heilsuskerta ökumenn. Við tekur læknisfræðilegt mat á aksturshæfni og í sumum tilfellum skriflegt eða verklegt próf. Matið getur leitt til takmarkana eða niðurfellingar á ökuleyfi. „Langflestir sem eru tilkynntir missa ökuskírteinið og um helmingur vegna heilabilunar, til dæmis Alzheimer,“ segir Guðmundur. „Það sýnir mikilvægi þess að heimilislæknar á Íslandi fái sérstaka þjálfun til að meta áhrif heilabilana á umferðaröryggi.“ Eldri borgarar á Íslandi þurfa reglulega að fá læknisvottorð til að fá ökuskírteini endurnýjað. „En það er spurning hversu formlegt ferli það er. Þar að auki getur fimmtug manneskja fengið heilabilun og verið hættuleg í umferðinni.“Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, tekur undir orð Guðmundar. „Við höfum rannsakað nokkur banaslys undanfarin ár þar sem ökumenn sem hafa verið að glíma við veikindi koma við sögu. Tildrög slysanna og ástand ökumanna vegna lyfjatöku bendir til að fyrr hefði þurft að grípa inn í. Það þarf að bæta kerfið.“ Ágúst segir ekki nýjar tölur til um hve mörg slys verði vegna heilsulausra ökumanna en það verði banaslys og alvarleg slys á hverju ári vegna þeirra. „Það eru eitt til þrjú banaslys á hverju ári. Svo eru líka tilvik þar sem fólk langt leitt í sínum sjúkdómi deyr undir stýri. Fólk sem hefði ekki átt að vera að keyra.“ Ágúst segir mikilvægt að almenningur viti hvernig eigi að bregðast við, að hægt sé á einfaldan hátt að tilkynna um heilsubrest ökumanns og að óháður aðili taki svo ákvörðun um ökuleyfissviptingu. „Tillögur rannsóknarnefndar ganga út á að komið verði á fót embætti trúnaðarlæknis hjá Samgöngustofu, sem myndi hafa samband við ökumenn og fara fram á heilsufars- og ökupróf. Sá aðili myndi hafa samband við ökumanninn og fara fram á heilsufarspróf og mat á aksturshæfni. Fagleg greining og ökumat er langheiðarlegast og skynsamlegast fyrir ökumanninn sjálfan. Ef hann stenst prófið, þá er það afgreitt mál. Ef hann gerir það ekki, þá er búið að skera úr um það að viðkomandi á alls ekki að keyra.“
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira