Útvarp Akraness í loftinu Gunnþóra Gunnardóttir skrifar 26. nóvember 2016 11:30 Gestir í hljóðstofu, Rannveig L. Benediktsdóttir, Guðmundur Valsson, Hrefna Rún Ákadóttir, Andrés Ólafsson, Hjördís Hjartardóttir, Guðrún Guðbjarnadóttir og Trausti Gylfason. Þetta er í 28. skiptið sem sent er frá Útvarpi Akraness og það er orðið fastur punktur í menningarlífi Skagamanna fyrstu helgina í aðventu,“ segir Trausti Gylfason, öryggisstjóri Norðuráls á Grundartanga. Trausti er formaður Sundfélags Akraness sem stendur að útvarpsdagskránni nú sem endranær. „Útvarpið er ein helsta tekjulind Sundfélagsins og ég viðurkenni að í byrjun horfði ég einkum til þess en eftir því sem árin líða átta ég mig betur á gildi dagskrárinnar,“ segir hann. „Við fáum fólk hér úr bænum til að sinna dagskránni og gengur oftast vel að manna útsendingar með þáttum sem snúa að Akranesi og nágrenni.“ Trausti segir Sundfélagið svo heppið að tveir dagskrár- og tæknimenn á RÚV séu Skagamenn, þeir Óli Palli og Óli Valur Þrastarson. „Þeir nafnarnir stýra þessu batteríi og allt sem unnið er í kringum þetta er gert í sjálfboðavinnu.“ Stúdíóið er í Miðstöð símenntunar sem er í hjarta bæjarins. Þaðan er útsýni yfir torgið þar sem kveikt verður á jólatré um helgina. Meðal dagskrárliða á morgun er þáttur í höndum Gísla Gíslasonar og Hallberu Jóhannesdóttur til heiðurs Íþróttabandalagi Akraness, ÍA, sem er 70 ára í ár. Krakkarnir í 5. bekk í grunnskólanum á Akranesi eru með fasta þætti bæði nú í morgunsárið og í fyrramálið. „Þar erum við að búa okkur til framtíðarhlustendur og þáttagerðarfólk,“ segir Trausti og bætir við. „Ég tel það skyldu okkar í íþróttahreyfingunni að skila til baka til bæjarfélagsins einhverju sem allir íbúar geta notið. Þannig er það með útvarpið. Það er fylgst með dagskrá þess á öllum heimilum hér og í öllum fyrirtækjum.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Þetta er í 28. skiptið sem sent er frá Útvarpi Akraness og það er orðið fastur punktur í menningarlífi Skagamanna fyrstu helgina í aðventu,“ segir Trausti Gylfason, öryggisstjóri Norðuráls á Grundartanga. Trausti er formaður Sundfélags Akraness sem stendur að útvarpsdagskránni nú sem endranær. „Útvarpið er ein helsta tekjulind Sundfélagsins og ég viðurkenni að í byrjun horfði ég einkum til þess en eftir því sem árin líða átta ég mig betur á gildi dagskrárinnar,“ segir hann. „Við fáum fólk hér úr bænum til að sinna dagskránni og gengur oftast vel að manna útsendingar með þáttum sem snúa að Akranesi og nágrenni.“ Trausti segir Sundfélagið svo heppið að tveir dagskrár- og tæknimenn á RÚV séu Skagamenn, þeir Óli Palli og Óli Valur Þrastarson. „Þeir nafnarnir stýra þessu batteríi og allt sem unnið er í kringum þetta er gert í sjálfboðavinnu.“ Stúdíóið er í Miðstöð símenntunar sem er í hjarta bæjarins. Þaðan er útsýni yfir torgið þar sem kveikt verður á jólatré um helgina. Meðal dagskrárliða á morgun er þáttur í höndum Gísla Gíslasonar og Hallberu Jóhannesdóttur til heiðurs Íþróttabandalagi Akraness, ÍA, sem er 70 ára í ár. Krakkarnir í 5. bekk í grunnskólanum á Akranesi eru með fasta þætti bæði nú í morgunsárið og í fyrramálið. „Þar erum við að búa okkur til framtíðarhlustendur og þáttagerðarfólk,“ segir Trausti og bætir við. „Ég tel það skyldu okkar í íþróttahreyfingunni að skila til baka til bæjarfélagsins einhverju sem allir íbúar geta notið. Þannig er það með útvarpið. Það er fylgst með dagskrá þess á öllum heimilum hér og í öllum fyrirtækjum.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira