Mynd sem þræðir sig um heiminn Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. september 2016 10:00 Þórður Jónsson, Heather Millard og Tinna Þórudóttir Þorvaldar hata ekki garnið. Vísir/Eyþór Hugmyndin kemur í rauninni frá þessari byltingu sem hefur orðið í þessum hefðbundnu listum. Þetta kom frá The Great British Bake Off, bökunarsjónvarpsþætti í Bretlandi– þá var það bakstur, sem er hefðbundinn og fólk var ekkert endilega að hugsa mikið um, sem varð þar gríðarlega vinsæll í kjölfarið á þættinum – allir að tala um bakstur og allir að baka. Heather, meðframleiðandi og einn leikstjóri myndarinnar, var að hugsa um hvað yrði næsta stóra trendið og það var garnið,“ segir Þórður Jónsson, framleiðandi og meðleikstjóri heimildarmyndarinnar Yarn, eða Garn. „Það hefði verið hægt að fara margar leiðir í að gera heimildarmynd um garn – leiðin sem við fórum var að gera heimildarmynd um endalausa möguleika garns. Í stað þess að fara mjög djúpt í söguna þá ákváðum við að sýna hvað er hægt að gera með garnið og fólk sem er að gera ótrúlega hluti með garnið og mikið hvernig hægt er að nota garnið á listrænan máta.“Garnleikvöllur eftir japönsku listakonuna Toshiko sem er ein þeirra sem fylgst er með í Garn. Mynd/AðsendÍ Garni er fylgst með fólki sem notar garnið í sköpun á mjög mismunandi og kannski óhefðbundinn máta. Þarna er fylgst með Tinnu sem „graffar“ úr garni, hinum sænska Cirkus Cirkör sem prjónar tilfinningar sínar og tjáir sig í gegnum garnið, Toshiko sem heklar leikvelli fyrir börn til að leika sér í og listakonunni Olek sem er búsett í New York og heklar til dæmis utan um lestir og manneskjur. Í myndinni er þetta fólk elt til ellefu landa í heiminum. „Myndin hefur gengið mjög vel. Hún fór á Gautaborgarfestivalið, South by Southwest í Bandaríkjunum og Galway Film Fleadh á Írlandi. Núna sýnum við hana á Íslandi – síðan eru það 40 til 50 borgir á Englandi og 50 borgir í Bandaríkjunum í október. Þannig að það er allt að gerast.“ Frumsýningin verður þó ekki alveg hefðbundin en þar verður í boði samprjón fyrir áhorfendur. „Núna á frumsýningarkvöldinu og yfir helgina ætlum við að hafa samprjón, eða „knit along“ eins og það heitir upp á ensku – þá dimmum við ljósin í salnum þannig að það sé ekki alveg kolniðamyrkur og fólk kemur síðan með eigin prjóna og garn eða það getur tekið prjóna og garn úr körfu í anddyrinu, það getur líka komið með eitthvað hálfklárað sem það á. Það sem verður svo prjónað förum við með og deilum á milli Kvennaathvarfsins og Konukots. Við gerðum þetta í Svíþjóð og það vakti rosalega mikla lukku. Það er bara á færi örfárra hannyrðameistara að prjóna í kolniðamyrkri – annars væri fólk bara að koma út úr salnum búið að prjóna og hekla í gegnum hendurnar. Það verður nógu dimmt til að njóta myndarinnar en nógu bjart til að sjá hvað maður er með í höndunum og ná að prjóna,“ segir Þórður hlæjandi að lokum. Garn verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld klukkan sex. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira
Hugmyndin kemur í rauninni frá þessari byltingu sem hefur orðið í þessum hefðbundnu listum. Þetta kom frá The Great British Bake Off, bökunarsjónvarpsþætti í Bretlandi– þá var það bakstur, sem er hefðbundinn og fólk var ekkert endilega að hugsa mikið um, sem varð þar gríðarlega vinsæll í kjölfarið á þættinum – allir að tala um bakstur og allir að baka. Heather, meðframleiðandi og einn leikstjóri myndarinnar, var að hugsa um hvað yrði næsta stóra trendið og það var garnið,“ segir Þórður Jónsson, framleiðandi og meðleikstjóri heimildarmyndarinnar Yarn, eða Garn. „Það hefði verið hægt að fara margar leiðir í að gera heimildarmynd um garn – leiðin sem við fórum var að gera heimildarmynd um endalausa möguleika garns. Í stað þess að fara mjög djúpt í söguna þá ákváðum við að sýna hvað er hægt að gera með garnið og fólk sem er að gera ótrúlega hluti með garnið og mikið hvernig hægt er að nota garnið á listrænan máta.“Garnleikvöllur eftir japönsku listakonuna Toshiko sem er ein þeirra sem fylgst er með í Garn. Mynd/AðsendÍ Garni er fylgst með fólki sem notar garnið í sköpun á mjög mismunandi og kannski óhefðbundinn máta. Þarna er fylgst með Tinnu sem „graffar“ úr garni, hinum sænska Cirkus Cirkör sem prjónar tilfinningar sínar og tjáir sig í gegnum garnið, Toshiko sem heklar leikvelli fyrir börn til að leika sér í og listakonunni Olek sem er búsett í New York og heklar til dæmis utan um lestir og manneskjur. Í myndinni er þetta fólk elt til ellefu landa í heiminum. „Myndin hefur gengið mjög vel. Hún fór á Gautaborgarfestivalið, South by Southwest í Bandaríkjunum og Galway Film Fleadh á Írlandi. Núna sýnum við hana á Íslandi – síðan eru það 40 til 50 borgir á Englandi og 50 borgir í Bandaríkjunum í október. Þannig að það er allt að gerast.“ Frumsýningin verður þó ekki alveg hefðbundin en þar verður í boði samprjón fyrir áhorfendur. „Núna á frumsýningarkvöldinu og yfir helgina ætlum við að hafa samprjón, eða „knit along“ eins og það heitir upp á ensku – þá dimmum við ljósin í salnum þannig að það sé ekki alveg kolniðamyrkur og fólk kemur síðan með eigin prjóna og garn eða það getur tekið prjóna og garn úr körfu í anddyrinu, það getur líka komið með eitthvað hálfklárað sem það á. Það sem verður svo prjónað förum við með og deilum á milli Kvennaathvarfsins og Konukots. Við gerðum þetta í Svíþjóð og það vakti rosalega mikla lukku. Það er bara á færi örfárra hannyrðameistara að prjóna í kolniðamyrkri – annars væri fólk bara að koma út úr salnum búið að prjóna og hekla í gegnum hendurnar. Það verður nógu dimmt til að njóta myndarinnar en nógu bjart til að sjá hvað maður er með í höndunum og ná að prjóna,“ segir Þórður hlæjandi að lokum. Garn verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld klukkan sex.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira