Ritstjóri Kjarnans afhjúpar karlhyggju Landsbankans Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2016 10:32 Þórður Snær afhjúpar inngróna karlhyggju í bankakerfinu. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, afhjúpar inngróinn karllægan þankagang sem virðist ráðandi í bankakerfinu. „Feðraveldið in motion,“ eins og Þórður Snær orðar það. Hann, og kona hans, fengu send greiðslukort frá Landsbankanum; hann fékk Platínumkort meðan kona hans fékk Námukort. Ritstjórinn segir þetta fyndið en fyrst og fremst óþolandi. Þórður Snær greinir vinum sínum á Facebook frá því hvernig hann og kona hans urðu fórnarlömb hinna karllægu sjónarmiða sem virðast krauma undir í samfélaginu öllu – ekki síst innan fjármálastofnana sem Þórður Snær hefur öðrum blaðamönnum fremur fjallað um. Starfsmenn Landsbankans virðast ekki kunna að velja sér andstæðinga, eða kannski öllu heldur vita þeir ekki hvað þeir gjöra. „Ég og Hildur vorum að fá ný debetkort send heim. Líkt og flest hjón þá erum við með sameiginlegan fjárhag. Skuldum saman og eigum saman,“ segir Þórður á Facebooksíðu sinni. Og svo tekur hann að sauma að bankafólkinu og forpokuðum fordómum þess. „Ekkert í okkar launamálum réttlætir það að ég sé á einhvern hátt merkilegri kúnni en hún, nema síður sé. Áður vorum við bæði með einhver stöðluð debetkort. Nýja kortið mitt er hins vegar Platinum. Hennar er Námukort með gallabuxum framan á. Því fylgir reyndar að hún fær 2 fyrir 1 í bíó suma virka daga, enda Náman vildarþjónusta fyrir fólk á aldrinum 16-24 ára.“ Þórður Snær segir þetta auðvitað fyndið en „samt eitthvað svo óþolandi líka.“Uppfært 10:45 Nokkur umræða um málið myndast á Facebookvegg ritstjórans sem leggur fram nánari skýringar á þessu svohljóðandi: „Það má reyndar alveg fylgja sögunni að bankinn sagði í bréfi til hennar að rétta kortið væri ekki til, og þess vegna fékk hún námukort. Það útskýrir samt ekki hvað veldur því að ég fái annað kort en hún.“Feðraveldið in motion. Ég og Hildur vorum að fá ný debetkort send heim. Líkt og flest hjón þá erum við með sameiginlegan...Posted by Þórður Snær Júlíusson on 1. apríl 2016 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, afhjúpar inngróinn karllægan þankagang sem virðist ráðandi í bankakerfinu. „Feðraveldið in motion,“ eins og Þórður Snær orðar það. Hann, og kona hans, fengu send greiðslukort frá Landsbankanum; hann fékk Platínumkort meðan kona hans fékk Námukort. Ritstjórinn segir þetta fyndið en fyrst og fremst óþolandi. Þórður Snær greinir vinum sínum á Facebook frá því hvernig hann og kona hans urðu fórnarlömb hinna karllægu sjónarmiða sem virðast krauma undir í samfélaginu öllu – ekki síst innan fjármálastofnana sem Þórður Snær hefur öðrum blaðamönnum fremur fjallað um. Starfsmenn Landsbankans virðast ekki kunna að velja sér andstæðinga, eða kannski öllu heldur vita þeir ekki hvað þeir gjöra. „Ég og Hildur vorum að fá ný debetkort send heim. Líkt og flest hjón þá erum við með sameiginlegan fjárhag. Skuldum saman og eigum saman,“ segir Þórður á Facebooksíðu sinni. Og svo tekur hann að sauma að bankafólkinu og forpokuðum fordómum þess. „Ekkert í okkar launamálum réttlætir það að ég sé á einhvern hátt merkilegri kúnni en hún, nema síður sé. Áður vorum við bæði með einhver stöðluð debetkort. Nýja kortið mitt er hins vegar Platinum. Hennar er Námukort með gallabuxum framan á. Því fylgir reyndar að hún fær 2 fyrir 1 í bíó suma virka daga, enda Náman vildarþjónusta fyrir fólk á aldrinum 16-24 ára.“ Þórður Snær segir þetta auðvitað fyndið en „samt eitthvað svo óþolandi líka.“Uppfært 10:45 Nokkur umræða um málið myndast á Facebookvegg ritstjórans sem leggur fram nánari skýringar á þessu svohljóðandi: „Það má reyndar alveg fylgja sögunni að bankinn sagði í bréfi til hennar að rétta kortið væri ekki til, og þess vegna fékk hún námukort. Það útskýrir samt ekki hvað veldur því að ég fái annað kort en hún.“Feðraveldið in motion. Ég og Hildur vorum að fá ný debetkort send heim. Líkt og flest hjón þá erum við með sameiginlegan...Posted by Þórður Snær Júlíusson on 1. apríl 2016
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira