Vetrarleikar öflug landkynning Sveinn Arnarson skrifar 1. apríl 2016 08:00 Á ráðhústorgi verður keppt í brettafimi en einnig verður stórhátíð í Hlílðarfjalli bæði föstudagskvöld og á laugardeginum. Vísir/Vilhelm Heimsþekktir atvinnumenn frá Evrópu og Norður-Ameríku auk margra af bestu snjóbrettaköppum landsins munu etja kappi í snjóbrettafimi á Akureyri í kvöld á stærsta stökkpalli sem gerður hefur verið á Íslandi. Einnig verður á dagskránni skíðastökk með frjálsri aðferð og vélsleðastökk. Er þetta liður í hátíðinni Íslensku vetrarleikarnir sem haldnir eru á Akureyri. Meðal keppenda í kvöld eru til að mynda Sammy Carlson og Scotty Lago frá Bandaríkjunum sem hafa báðir unnið til verðlauna á stærstu mótum heims. Einnig hefur Lago unnið til bronsverðlauna á Ólympíuleikum.Erik Newman, Viðburðastofu Norðurlands F39310316 IWGErik Newman, viðburðastjóri hjá Viðburðastofu Norðurlands, segir þessa leika hafa sprengt utan af sér og séu þeir nú ein stærsta hátíð sinnar tegundar á norðlægum slóðum. „Þetta byrjaði sem lítið mót en núna hefur þetta breyst í eitthvert risastórt markaðsátak fyrir allt Norðurland. Erlend markaðssetningarfyrirtæki eru með okkur í þessu og hér eru nú um fimmtíu erlendir fréttamenn vegna vetrarleikanna á Akureyri,“ segir Erik. „Erlent fyrirtæki, 360 Media Adventures, ætlaði sér til dæmis að búa til þátt um ferð til Íslands en það breyttist í að koma hingað norður og fjalla um mótið, Norðurland og upprennandi brettasnillinga hér á landi. Þetta er stærra en okkur óraði fyrir í upphafi.“ Erik segir ekki þrautalaust að fá þessa erlendu keppendur til landsins en í því felist mikið tækifæri til að auglýsa Norðurland. „Þessir atvinnumenn koma á launum frá okkur og flug og gisting er greidd af okkur einnig. Á móti kemur að við fáum mikla kynningu í erlendum miðlum og því er um gríðarlega landkynningu að ræða,“ segir Erik. Hátíðin heldur áfram á laugardeginum þar sem meistaramót Íslands á snjóbrettum og skíðum fer fram í Hlíðarfjalli en einnig verður þrautakeppni um kvöldið í miðbæ Akureyrar. Þá keppa ofurhugar í fjallaskíðamennsku af toppi Múlakollu á Tröllaskaga. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Heimsþekktir atvinnumenn frá Evrópu og Norður-Ameríku auk margra af bestu snjóbrettaköppum landsins munu etja kappi í snjóbrettafimi á Akureyri í kvöld á stærsta stökkpalli sem gerður hefur verið á Íslandi. Einnig verður á dagskránni skíðastökk með frjálsri aðferð og vélsleðastökk. Er þetta liður í hátíðinni Íslensku vetrarleikarnir sem haldnir eru á Akureyri. Meðal keppenda í kvöld eru til að mynda Sammy Carlson og Scotty Lago frá Bandaríkjunum sem hafa báðir unnið til verðlauna á stærstu mótum heims. Einnig hefur Lago unnið til bronsverðlauna á Ólympíuleikum.Erik Newman, Viðburðastofu Norðurlands F39310316 IWGErik Newman, viðburðastjóri hjá Viðburðastofu Norðurlands, segir þessa leika hafa sprengt utan af sér og séu þeir nú ein stærsta hátíð sinnar tegundar á norðlægum slóðum. „Þetta byrjaði sem lítið mót en núna hefur þetta breyst í eitthvert risastórt markaðsátak fyrir allt Norðurland. Erlend markaðssetningarfyrirtæki eru með okkur í þessu og hér eru nú um fimmtíu erlendir fréttamenn vegna vetrarleikanna á Akureyri,“ segir Erik. „Erlent fyrirtæki, 360 Media Adventures, ætlaði sér til dæmis að búa til þátt um ferð til Íslands en það breyttist í að koma hingað norður og fjalla um mótið, Norðurland og upprennandi brettasnillinga hér á landi. Þetta er stærra en okkur óraði fyrir í upphafi.“ Erik segir ekki þrautalaust að fá þessa erlendu keppendur til landsins en í því felist mikið tækifæri til að auglýsa Norðurland. „Þessir atvinnumenn koma á launum frá okkur og flug og gisting er greidd af okkur einnig. Á móti kemur að við fáum mikla kynningu í erlendum miðlum og því er um gríðarlega landkynningu að ræða,“ segir Erik. Hátíðin heldur áfram á laugardeginum þar sem meistaramót Íslands á snjóbrettum og skíðum fer fram í Hlíðarfjalli en einnig verður þrautakeppni um kvöldið í miðbæ Akureyrar. Þá keppa ofurhugar í fjallaskíðamennsku af toppi Múlakollu á Tröllaskaga.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira