Leikskólastjórar viðruðu áhyggjur sínar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. apríl 2016 18:30 Leikskólabörn í Reykjavík. Vísir/Daníel Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir að tæplega 700 milljóna króna niðurskurður á sviðinu muni ekki koma niður á þjónustu við börn á leikskólum. Leikskólastjórar viðruðu áhyggjur sínar af niðurskurði sínum á fundi með sviðstjóranum í dag. Mikil ólga er meðal leikskólastjóra í borginni út af niðurskurðinum. Í fréttum okkar í byrjun vikunnar sögðu þeir nær ómögulegt að spara jafn mikið á þessu ári og borgin vill. Búið sé að skera niður allt sem hægt sé í starfi skólanna. Þá telja margir þeirra sig þurfa að grípa til þess að senda börnin heim þegar undirmannað er vegna sparnaðar. Fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar kölluðu leikskólastjórana á fund sinn í dag til að ræða stöðuna. „Við höfum skilning á því að í leikskólunum sem að er þröngt stakkur sniðinn að menn hafi áhyggjur af rekstrinum. Bæði af því að afkoman var ekki nógu góð á seinasta ári og hluti af því er að færast yfir á þetta ár og eðlilegt að menn hafi miklar áhyggjur og það vorum við í raun og veru að ræða við leikskólastjórana og ræða úrlausnir og möguleika í stöðunni,“ segir Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Helgi telur ekki að niðurskurðinum fylgi að börn verði send heim þegar undirmannað er á leikskólunum. Þá telur fullvíst að hann skerði ekki þjónustu við börnin. „Þetta á ekki að koma beint við þjónustuna við börnin. Það sem við erum fyrst og fremst að hagræða á þessu ári er í kaupum á vörum og þjónustu,“ segir Helgi. Leikskólastjórar hafa lagt til að opnunartími leikskólanna verði styttur eða sumarfrí lengt til að koma til móts við kröfur um sparnað. Helgi segir slíkt ekki koma til greina. Hann er þó sammála leikskólastjórum um að sparnaðurinn í skólunum sé kominn að þolmörkum. „Ég held að menn sjái að núna er bara gott komið og menn þurfa að sjá fram á bjartari tíma í leikskólamálum,“ segir Helgi. Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir að tæplega 700 milljóna króna niðurskurður á sviðinu muni ekki koma niður á þjónustu við börn á leikskólum. Leikskólastjórar viðruðu áhyggjur sínar af niðurskurði sínum á fundi með sviðstjóranum í dag. Mikil ólga er meðal leikskólastjóra í borginni út af niðurskurðinum. Í fréttum okkar í byrjun vikunnar sögðu þeir nær ómögulegt að spara jafn mikið á þessu ári og borgin vill. Búið sé að skera niður allt sem hægt sé í starfi skólanna. Þá telja margir þeirra sig þurfa að grípa til þess að senda börnin heim þegar undirmannað er vegna sparnaðar. Fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar kölluðu leikskólastjórana á fund sinn í dag til að ræða stöðuna. „Við höfum skilning á því að í leikskólunum sem að er þröngt stakkur sniðinn að menn hafi áhyggjur af rekstrinum. Bæði af því að afkoman var ekki nógu góð á seinasta ári og hluti af því er að færast yfir á þetta ár og eðlilegt að menn hafi miklar áhyggjur og það vorum við í raun og veru að ræða við leikskólastjórana og ræða úrlausnir og möguleika í stöðunni,“ segir Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Helgi telur ekki að niðurskurðinum fylgi að börn verði send heim þegar undirmannað er á leikskólunum. Þá telur fullvíst að hann skerði ekki þjónustu við börnin. „Þetta á ekki að koma beint við þjónustuna við börnin. Það sem við erum fyrst og fremst að hagræða á þessu ári er í kaupum á vörum og þjónustu,“ segir Helgi. Leikskólastjórar hafa lagt til að opnunartími leikskólanna verði styttur eða sumarfrí lengt til að koma til móts við kröfur um sparnað. Helgi segir slíkt ekki koma til greina. Hann er þó sammála leikskólastjórum um að sparnaðurinn í skólunum sé kominn að þolmörkum. „Ég held að menn sjái að núna er bara gott komið og menn þurfa að sjá fram á bjartari tíma í leikskólamálum,“ segir Helgi.
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira