Tíst um meint líkindi tveggja laga fer á flug Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. desember 2016 11:00 Þeir Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson mynda StopWaitGo en þeir eru mennirnir á bak við nánast alla íslenska poppsmelli. Vísir/GVA Darri Tryggvason tísti um möguleg líkindi ársgamals lags síns og Fröken Reykjavíkur, smells Friðriks Dórs, en lagið er pródúserað af StopWaitGo-hópnum. Umrætt tíst hefur farið víða um samfélagsmiðlana og sitt sýnist hverjum um þessi meintu líkindi laganna. Tístið má sjá neðar í fréttinni. Ertu með þessu tísti að segja að StopWaitGo séu að stela laginu þínu? „Ég myndi nú ekki alveg segja það. Ég gerði lag fyrir sirka ári og ég var mjög ánægður með það og langaði að fá smá „feedback“ þannig að ég sendi þetta á Friðrik Dór og Ásgeir í StopWaitGo. Síðan kemur Fröken Reykjavík út og ég tengdi aðeins við það, fannst það svolítið svipað og fór að sýna fjölskyldu og vinum. Flestir voru sammála um að þetta væri svolítið líkt. Ég var bara sáttur, hugsaði að þeir væru kannski bara að nota „inspo“ frá mér í lagið. Það voru svo margir búnir að segja mér að þetta væri svipað þannig að ég ákvað að henda út tísti og það varð allt vitlaust,“ segir Darri Tryggvason.Nú eru komin yfir fjögur hundruð læk á tístið og því hefur verið deilt meira en fjörutíu sinnum. Hafa þeir svarað eða haft samband við þig? „Ásgeir er búinn að svara og segir að Ragnar bróðir hans hafi gert lagið. Hann segir að þetta sé acapella úr Glowie-lagi – sem ég trúi alveg. Ég ætla ekki að saka þá um að taka neitt frá mér. Mér finnst flott að fá viðurkenningu – ég er búinn að gera tónlist í þrjú ár og hef ekki fengið neitt svona áður.“Þannig að þú ferð sáttur frá borði? „Nokkurn veginn, pínu svekkjandi að þetta hafi verið líkt en ekki það sama. En heilt yfir er ég ánægður með að hafa fengið athygli og viðurkenningu fyrir tónlistina mína,“ segir Darri Tryggvason sáttur, enda hefur nafn hans ferðast víða í kjölfarið á tístinu hans.sendi beat á ásgeir í stopwaitgo í janúar og held hann hafi notað það í fröken reykjavík eða er ég að bulla pic.twitter.com/OO8CFrVHGQ— darri (@darritryggvason) December 7, 2016 Svona gerist bara „Mér finnst þetta bara mjög fyndið og skemmtilegt. Ég gerði reyndar ekki þennan part í laginu, það var bróðir minn sem gerði hann, Pálmi Ragnar. Þetta er ekkert mál og ekki af Darra hálfu heldur.Darri Tryggvason vakti athygli ?á Twitter á miðvikudaginn.Ég var ekki einu sinni búinn að sjá skilaboðin frá Darra, þannig að það er ómögulegt fyrir okkur að hafa verið búnir að heyra lagið hans,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson úr StopWaitGo inntur eftir viðbrögðum við tístinu hans Darra. „Ég talaði beint við hann Darra og hann var mjög léttur og sendi mér á Facebook að hann væri ekki að saka okkur um að stela neinu. Ég sagði honum að lagið hans væri geðveikt. Svona kemur bara fyrir þegar menn eru að gera tónlist. Það er ekki eins og þetta sé eins, það er bara svipaður fílingur í þessum lögum. Við notuðum acapelluna af lagi með Glowie til að búa til þennan húkk sem um ræðir. Þetta er náttúrulega acapella sem við eigum og höfum einir aðgang að, hann hefur notað eitthvað annað og svona gerist bara,“ segir Pálmi Ragnar Ásgeirsson, StopWaitGo-meðlimur og sá sem á heiðurinn af umræddum hluta lagsins Fröken Reykjavík. „Ég sagði við Darra að hann ætti endilega að senda mér meira efni og hver veit nema við byrjum bara að vinna saman út af þessu, það væri náttúrulega besta lendingin,“ sagði Pálmi Ragnar að lokum. Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Darri Tryggvason tísti um möguleg líkindi ársgamals lags síns og Fröken Reykjavíkur, smells Friðriks Dórs, en lagið er pródúserað af StopWaitGo-hópnum. Umrætt tíst hefur farið víða um samfélagsmiðlana og sitt sýnist hverjum um þessi meintu líkindi laganna. Tístið má sjá neðar í fréttinni. Ertu með þessu tísti að segja að StopWaitGo séu að stela laginu þínu? „Ég myndi nú ekki alveg segja það. Ég gerði lag fyrir sirka ári og ég var mjög ánægður með það og langaði að fá smá „feedback“ þannig að ég sendi þetta á Friðrik Dór og Ásgeir í StopWaitGo. Síðan kemur Fröken Reykjavík út og ég tengdi aðeins við það, fannst það svolítið svipað og fór að sýna fjölskyldu og vinum. Flestir voru sammála um að þetta væri svolítið líkt. Ég var bara sáttur, hugsaði að þeir væru kannski bara að nota „inspo“ frá mér í lagið. Það voru svo margir búnir að segja mér að þetta væri svipað þannig að ég ákvað að henda út tísti og það varð allt vitlaust,“ segir Darri Tryggvason.Nú eru komin yfir fjögur hundruð læk á tístið og því hefur verið deilt meira en fjörutíu sinnum. Hafa þeir svarað eða haft samband við þig? „Ásgeir er búinn að svara og segir að Ragnar bróðir hans hafi gert lagið. Hann segir að þetta sé acapella úr Glowie-lagi – sem ég trúi alveg. Ég ætla ekki að saka þá um að taka neitt frá mér. Mér finnst flott að fá viðurkenningu – ég er búinn að gera tónlist í þrjú ár og hef ekki fengið neitt svona áður.“Þannig að þú ferð sáttur frá borði? „Nokkurn veginn, pínu svekkjandi að þetta hafi verið líkt en ekki það sama. En heilt yfir er ég ánægður með að hafa fengið athygli og viðurkenningu fyrir tónlistina mína,“ segir Darri Tryggvason sáttur, enda hefur nafn hans ferðast víða í kjölfarið á tístinu hans.sendi beat á ásgeir í stopwaitgo í janúar og held hann hafi notað það í fröken reykjavík eða er ég að bulla pic.twitter.com/OO8CFrVHGQ— darri (@darritryggvason) December 7, 2016 Svona gerist bara „Mér finnst þetta bara mjög fyndið og skemmtilegt. Ég gerði reyndar ekki þennan part í laginu, það var bróðir minn sem gerði hann, Pálmi Ragnar. Þetta er ekkert mál og ekki af Darra hálfu heldur.Darri Tryggvason vakti athygli ?á Twitter á miðvikudaginn.Ég var ekki einu sinni búinn að sjá skilaboðin frá Darra, þannig að það er ómögulegt fyrir okkur að hafa verið búnir að heyra lagið hans,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson úr StopWaitGo inntur eftir viðbrögðum við tístinu hans Darra. „Ég talaði beint við hann Darra og hann var mjög léttur og sendi mér á Facebook að hann væri ekki að saka okkur um að stela neinu. Ég sagði honum að lagið hans væri geðveikt. Svona kemur bara fyrir þegar menn eru að gera tónlist. Það er ekki eins og þetta sé eins, það er bara svipaður fílingur í þessum lögum. Við notuðum acapelluna af lagi með Glowie til að búa til þennan húkk sem um ræðir. Þetta er náttúrulega acapella sem við eigum og höfum einir aðgang að, hann hefur notað eitthvað annað og svona gerist bara,“ segir Pálmi Ragnar Ásgeirsson, StopWaitGo-meðlimur og sá sem á heiðurinn af umræddum hluta lagsins Fröken Reykjavík. „Ég sagði við Darra að hann ætti endilega að senda mér meira efni og hver veit nema við byrjum bara að vinna saman út af þessu, það væri náttúrulega besta lendingin,“ sagði Pálmi Ragnar að lokum.
Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira