Maíspá Siggu Kling komin á Vísi!

Sigga leggur leggja áherslu á að fólk geri það besta úr því sem það les, nýta sér orkuna, klappa sér á bakið og elska lífið. Spárnar einkennast af gleði, krafti, orku og jákvæðni en það eru skilaboðin sem hún vill senda til samfélagsins.
Tengdar fréttir

Maíspá Siggu Kling – Krabbi: Hvað er frami fyrir þér?
Elsku Krabbinn minn. Það er svo dásamlega magnað og magnþrungið loftið allt í kringum þig. Þú átt eftir að grípa þessa spennu og gera eitthvað mikið úr henni.

Maíspá Siggu Kling – Tvíburi: Vertu svolítið djarfur í ástinni
Elsku smekklegi Tvíburinn minn. Þú ert að fara inn í algjört svona diskó friskó tímabil núna. Þú elskar sumarið og sumarið elskar þig svo sannarlega líka!

Maíspá Siggu Kling – Steingeit: Þarf ekki brúðkaup og allan pakkann þótt þú daðrir smá!
Elsku hjartans Steingeitin mín. Það er svo sannarlega mikið að gerast í kringum þig.

Maíspá Siggu Kling – Ljón: Flettu blaðsíðunni og byrjaðu á næsta kafla!
Elsku hjartans Ljónið mitt. Þú þarft að tengja saman hugann þinn og hjartað þitt. Þó að þú sjáir það ekki alveg skýrt akkúrat núna þá er að koma að uppskeru og þú ert að fá viðurkenningu fyrir það sem þú hefur lagt fram upp á síðkastið.

Maíspá Siggu Kling – Bogmaður: Hrífur með þér einhverja sérstaka manneskju
Elsku Bogmaðurinn minn. Það er búið að vera töluvert mikið álag á þér undanfarið og Satúrnus er aðeins búinn að vera að pota í þig en við vitum það bæði að það þarf nú meira en smá pot til þess að slá þig út af laginu.

Maíspá Siggu Kling – Vog: Hafðu skýr skilaboð í ástinni
Elsku Vogin mín. Þú átt eftir að fara á svo skemmtilegu brokki inn í sumarið. Það er svo margt að gerast hjá þér að það er eins og þú sért stödd í lest, horfir út um gluggann og sjáir lífið og umhverfið þjóta fram hjá þér á fullu spani.

Maíspá Siggu Kling – Vatnsberi: Vertu stoltur af því hvað þú ert einstakur
Elsku Vatnsberinn minn. Mikið ofboðslega, rosalega ert þú búinn að vera duglegur í öllu, þú þarft bara að hrósa þér sjálfur og ekki bíða eftir að neinn annar hrósi þér.

Maíspá Siggu Kling – Hrútur: Notaðu stressið sem orkugjafa
Elsku hjartans kraftmikli og þrjóski Hrúturinn minn. Það er búin að vera sérlega mikil spenna hjá þér og þér hefur fundist eins og þú hafir ekki framkvæmt nóg eða gert allt sem þú ætlaðir þér að gera og þar af leiðandi er einhver smá pirringur á sveimi í kringum þig.

Maíspá Siggu Kling – Fiskur: Trúðu á þinn eigin mátt – þannig kallar þú til þín jafnvægi og hamingju
Elsku Fiskurinn minn. Þú ert að verða eitthvað svo sjóaður, steinhættur að taka inn á þig alla hluti og farinn að treysta því að lífið sé að dekra við þig.

Maíspá Siggu Kling – Sporðdreki: Mikil frjósemi í kortunum!
Elsku Sporðdrekinn minn. Það er bara allt að gerast og það er svo há tíðni yfir orkunni þinni núna og búnar að vera miklar sveiflur. Alveg niður í angist og kvíða og svo upp í dásamlega bjartsýni og kraft.

Maíspá Siggu Kling – Naut: Mundu að þú situr uppi með sjálft þig!
Elsku hjartans Nautið mitt. Við erum að fara að eiga afmæli! Já, ég segi við því að ég er líka naut!

Maíspá Siggu Kling – Meyja: Ríst upp eins og fuglinn Fönix!
Elsku Meyjan mín. Þú ert svo mikið að laga sjálfa þig til og að hressa upp á umhverfið í kringum þig.