Matvörurnar bornar heim í Nirvana bol Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 6. október 2016 07:00 Saumasnillingarnir frá Höfn. Fremst i hvítu er Matthildur Ásmundsdóttir, svo Ragnhildur Hrafnkelsdóttir, Ástríður Sveinbjörnsdóttir, Guðrún Sturlaugsdóttir, Ólafía Gísladóttir, Berglind Steinþórsdóttir og Helga Árnadóttir. Mynd/Sigrún Sveinbjörnsdóttir „Þetta verkefni fæddist nú bara í kaffistofum og í spjalli. Ástæðan fyrir því að flestir nota ekki taupoka er að fólk gleymir honum annaðhvort heima hjá sér eða úti í bíl. Þá kom þessi hugmynd að hafa körfu í búðinni og bolapokarnir yrðu geymdir þar,“ segir Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir, verkefnastjóri Nýheima á Höfn í Hornafirði. Guðrún setti verkefnið af stað sem gengur út á að losa Hornafjörð undan notkun plastpoka og fékk sveitarfélagið með sér í lið. Matvörubúðin á Höfn, Nettó, tók einnig vel í hugmyndina og við innganginn á búðinni stendur karfa með saumuðum pokabolum. „Við gerðum áætlun um að við þyrftum um 5.000 pokaboli til að það sé alltaf nóg í körfunni við innganginn. Við settum hópavinnu af stað og hittumst reglulega og saumum poka úr gömlum bolum og efnum sem fólk hefur gefið okkur. Það hafa komið alls konar skemmtileg gardínuefni, gamlir nærbolir og flott efni. Við klippum ermarnar og hálsmálið og þetta er allt þvegið vel og vandlega þannig matvælin eru sett í hreina og fallega poka.“Saumakonurnar hittast í saumastofu sem sveitarfélagið lánar þeim einu sinni í mánuði. Fólkið hefur tekið verkefninu vel og má sjá unga sem aldna ganga út úr Nettó með vörur í Nirvana-, Iron Maiden-, Decode- eða Simpson-bolum með bros á vör. „Verkefnið gengur vel þó það séu ekki allir meðvitaðir um að það sé komið í gang. Fólk þarf að átta sig á því að þetta er verkefnið okkar en ekki bara mitt. Fólk heldur stundum að ég eigi að sauma alla pokana en ég get það ekki þó að ég væri gjarnan til í það. Þetta hefur gengið vel og það eru yfirleitt alltaf pokar í körfunni. Bókasafnið hér í Hornafirði er byrjað á þessu og ég held að það sé alveg hætt að útdeila plastpokum,“ segir hún en ein kona frá Búðardal sem heimsótti Höfn í sumar byrjaði á svipuðu verkefni. Guðrún segir að það sé mikil stemning fyrir átakinu í bænum. „Þetta er töff. Það er miklu skemmtilegra að fara heim með vörurnar í flottum taupoka en í plastpoka. Ungt fólk hér hefur tekið þessu vel og það var ein ung stelpa sem kallaði á eftir mér að þetta verkefni væri geggjað. Þá varð ég stolt,“ segir hún en markmiðið er að dreifa verkefninu um allt Suðurland og svo um landið allt.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuGuðrún Ásdís Sturlaugsdóttir, Ólafía Gísladóttir, Ragnheiður Hrafnkelsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir og Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir.Mynd/Guðrún Ásdís Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
„Þetta verkefni fæddist nú bara í kaffistofum og í spjalli. Ástæðan fyrir því að flestir nota ekki taupoka er að fólk gleymir honum annaðhvort heima hjá sér eða úti í bíl. Þá kom þessi hugmynd að hafa körfu í búðinni og bolapokarnir yrðu geymdir þar,“ segir Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir, verkefnastjóri Nýheima á Höfn í Hornafirði. Guðrún setti verkefnið af stað sem gengur út á að losa Hornafjörð undan notkun plastpoka og fékk sveitarfélagið með sér í lið. Matvörubúðin á Höfn, Nettó, tók einnig vel í hugmyndina og við innganginn á búðinni stendur karfa með saumuðum pokabolum. „Við gerðum áætlun um að við þyrftum um 5.000 pokaboli til að það sé alltaf nóg í körfunni við innganginn. Við settum hópavinnu af stað og hittumst reglulega og saumum poka úr gömlum bolum og efnum sem fólk hefur gefið okkur. Það hafa komið alls konar skemmtileg gardínuefni, gamlir nærbolir og flott efni. Við klippum ermarnar og hálsmálið og þetta er allt þvegið vel og vandlega þannig matvælin eru sett í hreina og fallega poka.“Saumakonurnar hittast í saumastofu sem sveitarfélagið lánar þeim einu sinni í mánuði. Fólkið hefur tekið verkefninu vel og má sjá unga sem aldna ganga út úr Nettó með vörur í Nirvana-, Iron Maiden-, Decode- eða Simpson-bolum með bros á vör. „Verkefnið gengur vel þó það séu ekki allir meðvitaðir um að það sé komið í gang. Fólk þarf að átta sig á því að þetta er verkefnið okkar en ekki bara mitt. Fólk heldur stundum að ég eigi að sauma alla pokana en ég get það ekki þó að ég væri gjarnan til í það. Þetta hefur gengið vel og það eru yfirleitt alltaf pokar í körfunni. Bókasafnið hér í Hornafirði er byrjað á þessu og ég held að það sé alveg hætt að útdeila plastpokum,“ segir hún en ein kona frá Búðardal sem heimsótti Höfn í sumar byrjaði á svipuðu verkefni. Guðrún segir að það sé mikil stemning fyrir átakinu í bænum. „Þetta er töff. Það er miklu skemmtilegra að fara heim með vörurnar í flottum taupoka en í plastpoka. Ungt fólk hér hefur tekið þessu vel og það var ein ung stelpa sem kallaði á eftir mér að þetta verkefni væri geggjað. Þá varð ég stolt,“ segir hún en markmiðið er að dreifa verkefninu um allt Suðurland og svo um landið allt.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuGuðrún Ásdís Sturlaugsdóttir, Ólafía Gísladóttir, Ragnheiður Hrafnkelsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir og Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir.Mynd/Guðrún Ásdís
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira