Var Jesús til? Rúnar M. Þorsteinsson skrifar 6. október 2016 07:00 Stærstu trúarbrögð heimsins, kristindómurinn, eru grundvölluð á tilvist og boðskap Jesú frá Nasaret. En var Jesús til í raun og veru? Eða byggja fornar frásagnir af honum á mýtu, þ.e.a.s. á sögu sem ekki er sönn? Hópur manna, sem við getum kallað „mýtumenn“, heldur því einmitt fram að frásagnir af Jesú séu ekkert annað en mýtur og að persónan Jesús hafi aldrei verið til. Samkvæmt þessari skoðun hófst kristindómurinn með trú á andlega, goðsögulega veru, sem síðari kristnir menn héldu fram að hefði verið söguleg. Rök mýtumanna eru margvísleg, en í grundvallaratriðum eru þau þessi: (1) Það eru engar áreiðanlegar 1. aldar heimildir til um Jesú sem ekki eru kristnar. (2) Ekki er mikið minnst á Jesú í öðrum textum Nýja testamentisins en guðspjöllunum. Meira að segja Páll postuli minnist nánast ekkert á hinn sögulega Jesú. (3) Guðspjöllin fjögur í Nýja testamentinu, Markús, Matteus, Lúkas og Jóhannes, eru einu alvöru heimildirnar um hinn sögulega Jesú, en þeim er ekki einu sinni hægt að treysta, þar sem markmið þeirra var að boða trú, en ekki miðla sagnfræðilegum sannleika. Auk þess er í raun og veru aðeins um eitt guðspjall að ræða í þessu tilliti, þar sem Matteus, Lúkas og Jóhannes byggja öll á Markúsi. (4) Sögurnar um Jesú eiga sér nánar hliðstæður í samtíma mýtum um heiðna guði og aðra guðlega menn og eru því líklega af sama toga. Nýjatestamentisfræðingar, sem flestir eru á þeirri skoðun að Jesús hafi verið til (hver svo sem hann var), tiltaka eftirfarandi mótrök gegn þessum skoðunum mýtumanna: (1) Það er rétt að engar grísk-rómverskar heimildir frá 1. öld nefna Jesú. Það er á hinn bóginn rangt að engar ekki-kristnar heimildir nefni Jesú á nafn. Gyðinglegi sagnaritarinn Jósefus nefnir hann tvisvar í textum sínum, nokkuð sem mýtumenn andmæla með því að halda því fram að kristnir menn hafi síðar bætt þessum tilvísunum við. Þau rök eru veik þar sem engin forn handrit styðja slíkar viðbætur. Það er reyndar nokkuð algeng leið hjá mýtumönnum að bregðast við gagnrökum af þessu tagi með því að halda því fram að slíkar tilvísanir séu einfaldlega seinni tíma viðbætur. Til þess að slík rök séu sannfærandi þarf helst að liggja fyrir handritavitnisburður því til stuðnings. (2) Það er eðlilegt að meira sé minnst á Jesú í guðspjöllunum en í öðrum textum Nýja testamentisins, þar sem hann þó kemur fyrir. Páll minnist vissulega lítið á hinn sögulega Jesú – hann hefur meiri áhuga á hinum upprisna Kristi – en þó má sjá slíkt endrum og eins. Eitt dæmi er að finna í Fyrra Korintubréfi 11.22–24 þar sem Páll vísar beint í orð Jesú. (3) Það er rétt að meginmarkmið guðspjallahöfundanna voru ekki sagnfræðileg, heldur að boða trú á Jesú sem messías (hvað svo sem fólst í því). Það þýðir þó ekki að Jesús hafi ekki verið til. Guðspjöllin fjögur eru vissulega okkar bestu heimildir fyrir tilvist Jesú, en það er ekki rétt að um einungis eina heimild, Markús, sé að ræða. Matteus og Lúkas nota jú Markús sem heimild, en þeir nota að líkindum aðra sjálfstæða heimild sem kölluð hefur verið Q (af orðinu Quelle = heimild) – textabrot sem eru sameiginleg með Matteusi og Lúkasi en koma ekki fyrir í Markúsi, auk þess sem sérefni Matteusar og Lúkasar gætu verið eldri heimildir. Ef þetta er tilfellið er um fjórar sjálfstæðar heimildir að ræða um tilvist Jesú, auk Jóhannesarguðspjalls sem geymir aðra sjálfstæða heimild sem þó tilheyrir líklega seinni tíma. (4) Það að til voru goðsagnir um persónuna Jesú þýðir ekki að hann hafi ekki verið til, enda þótt hann hafi e.t.v. ekki verið eins og goðsögurnar lýsa honum. Í fornöld voru til álíka sögur af persónum sem við vitum að voru til í raun og veru. Gott dæmi er Apollóníus frá Týana sem var uppi á 1. öld e.Kr., en lýsingu á honum svipar mjög til frásagna af Jesú. Þegar þessi rök og mótrök eru metin bendir flest til þess að Jesús hafi í raun og veru verið til. Sú niðurstaða þýðir þó ekki að hann hafi sagt og gert alla þá hluti sem guðspjöllin segja til um. Guðspjöllin eru ekki sagnfræðileg rit, heldur trúarleg, eins og mýtumenn benda réttilega á. Góðum og gildum aðferðum þarf að beita til þess að ákvarða hvað er líklegt að Jesús hafi sagt og gert í raun og veru, en sú spurning er krufin til mergjar við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Stærstu trúarbrögð heimsins, kristindómurinn, eru grundvölluð á tilvist og boðskap Jesú frá Nasaret. En var Jesús til í raun og veru? Eða byggja fornar frásagnir af honum á mýtu, þ.e.a.s. á sögu sem ekki er sönn? Hópur manna, sem við getum kallað „mýtumenn“, heldur því einmitt fram að frásagnir af Jesú séu ekkert annað en mýtur og að persónan Jesús hafi aldrei verið til. Samkvæmt þessari skoðun hófst kristindómurinn með trú á andlega, goðsögulega veru, sem síðari kristnir menn héldu fram að hefði verið söguleg. Rök mýtumanna eru margvísleg, en í grundvallaratriðum eru þau þessi: (1) Það eru engar áreiðanlegar 1. aldar heimildir til um Jesú sem ekki eru kristnar. (2) Ekki er mikið minnst á Jesú í öðrum textum Nýja testamentisins en guðspjöllunum. Meira að segja Páll postuli minnist nánast ekkert á hinn sögulega Jesú. (3) Guðspjöllin fjögur í Nýja testamentinu, Markús, Matteus, Lúkas og Jóhannes, eru einu alvöru heimildirnar um hinn sögulega Jesú, en þeim er ekki einu sinni hægt að treysta, þar sem markmið þeirra var að boða trú, en ekki miðla sagnfræðilegum sannleika. Auk þess er í raun og veru aðeins um eitt guðspjall að ræða í þessu tilliti, þar sem Matteus, Lúkas og Jóhannes byggja öll á Markúsi. (4) Sögurnar um Jesú eiga sér nánar hliðstæður í samtíma mýtum um heiðna guði og aðra guðlega menn og eru því líklega af sama toga. Nýjatestamentisfræðingar, sem flestir eru á þeirri skoðun að Jesús hafi verið til (hver svo sem hann var), tiltaka eftirfarandi mótrök gegn þessum skoðunum mýtumanna: (1) Það er rétt að engar grísk-rómverskar heimildir frá 1. öld nefna Jesú. Það er á hinn bóginn rangt að engar ekki-kristnar heimildir nefni Jesú á nafn. Gyðinglegi sagnaritarinn Jósefus nefnir hann tvisvar í textum sínum, nokkuð sem mýtumenn andmæla með því að halda því fram að kristnir menn hafi síðar bætt þessum tilvísunum við. Þau rök eru veik þar sem engin forn handrit styðja slíkar viðbætur. Það er reyndar nokkuð algeng leið hjá mýtumönnum að bregðast við gagnrökum af þessu tagi með því að halda því fram að slíkar tilvísanir séu einfaldlega seinni tíma viðbætur. Til þess að slík rök séu sannfærandi þarf helst að liggja fyrir handritavitnisburður því til stuðnings. (2) Það er eðlilegt að meira sé minnst á Jesú í guðspjöllunum en í öðrum textum Nýja testamentisins, þar sem hann þó kemur fyrir. Páll minnist vissulega lítið á hinn sögulega Jesú – hann hefur meiri áhuga á hinum upprisna Kristi – en þó má sjá slíkt endrum og eins. Eitt dæmi er að finna í Fyrra Korintubréfi 11.22–24 þar sem Páll vísar beint í orð Jesú. (3) Það er rétt að meginmarkmið guðspjallahöfundanna voru ekki sagnfræðileg, heldur að boða trú á Jesú sem messías (hvað svo sem fólst í því). Það þýðir þó ekki að Jesús hafi ekki verið til. Guðspjöllin fjögur eru vissulega okkar bestu heimildir fyrir tilvist Jesú, en það er ekki rétt að um einungis eina heimild, Markús, sé að ræða. Matteus og Lúkas nota jú Markús sem heimild, en þeir nota að líkindum aðra sjálfstæða heimild sem kölluð hefur verið Q (af orðinu Quelle = heimild) – textabrot sem eru sameiginleg með Matteusi og Lúkasi en koma ekki fyrir í Markúsi, auk þess sem sérefni Matteusar og Lúkasar gætu verið eldri heimildir. Ef þetta er tilfellið er um fjórar sjálfstæðar heimildir að ræða um tilvist Jesú, auk Jóhannesarguðspjalls sem geymir aðra sjálfstæða heimild sem þó tilheyrir líklega seinni tíma. (4) Það að til voru goðsagnir um persónuna Jesú þýðir ekki að hann hafi ekki verið til, enda þótt hann hafi e.t.v. ekki verið eins og goðsögurnar lýsa honum. Í fornöld voru til álíka sögur af persónum sem við vitum að voru til í raun og veru. Gott dæmi er Apollóníus frá Týana sem var uppi á 1. öld e.Kr., en lýsingu á honum svipar mjög til frásagna af Jesú. Þegar þessi rök og mótrök eru metin bendir flest til þess að Jesús hafi í raun og veru verið til. Sú niðurstaða þýðir þó ekki að hann hafi sagt og gert alla þá hluti sem guðspjöllin segja til um. Guðspjöllin eru ekki sagnfræðileg rit, heldur trúarleg, eins og mýtumenn benda réttilega á. Góðum og gildum aðferðum þarf að beita til þess að ákvarða hvað er líklegt að Jesús hafi sagt og gert í raun og veru, en sú spurning er krufin til mergjar við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun