Mannréttindabrot og ofsóknir í Íran Eðvarð T. Jónsson skrifar 28. október 2016 09:12 Þrátt fyrir fyrirheit Hassan Rouhani Íransforseta um opnara samfélag og yfirlýsingar hans um friðarvilja, hófsemi og réttlætiskennd á vettvangi SÞ hefur mannréttindabrotum í Íran fjölgað og ofsóknir á hendur minnihlutahópum aukist síðan hann tók við embætti fyrir þremur árum. Þetta á ekki síst við um þá herferð ofsókna og grimmdarverka sem íranska klerkastjórnin hefur haldið uppi áratugum saman gegn baháʼíum í Íran, langstærsta trúarminnihluta landsins. Bahá’íar eru sakaðir um lítt skilgreindar sakir, þar á meðal „óvináttu gegn Guði“, „spillingu á jörðinni“ en einnig um njósnir fyrir Ísrael og Bandaríkin. Hatrið og fordómarnir sem klerkastjórnin hefur alið á kerfisbundið, m.a. með tilstyrk öflugra ríkisfjölmiðla, hefur orðið til þess að víða hefur verið ráðist gegn bahá’íum á heimilum þeirra. Nýleg dæmi eru morð á tveimur fjölskyldufeðrum, öðrum í Yazd og hinum í Bandar Abbas. Annar þeirra, Farhang Amiri, 63 gamall bóndi og bílstjóri í Yazd, var stunginn til bana á heimili sínu í september síðastliðnum. Tilræðismennirnir náðust og játuðu að trúarástæður hefðu ráðið gerðum þeirra. Hinn, Ataollah Rezvani sérfræðingur á sviði vatnsveitumála, var numinn á brott og skotinn til bana í heimabæ sínum Bandar Abbas. Fjöldi vina og nágranna beggja þessara manna hafa borið vitni um mannkosti þeirra, heiðarleika og hjálpsemi. Engin vafi leikur á því að þessir glæpir eru sprottnir af þeim óhróðri og tilhæfulausu ásökunum sem ríkisfjölmiðlar hafa með samþykki stjórnvalda dreift um bahá’ía og aðra minnihlutahópa í Íran. Á síðustu tveimur árum hafa meira en 20.000 greinar fjandsamlegar bahá'íum birst í írönskum blöðum og tímaritum. Íslenskir bahá’íar og trúsystkini þeirra um allan heim eru harmi slegnir vegna þessara óhæfuverka. Trúfélagar þeirra í Íran hafa krafist þess að allir gerendur verði dregnir til ábyrgðar og fyrstu skrefin í þeirri viðleitni verið stigin þótt enn hafi yfirvöldum ekki tekist að hafa upp á morðingjum Atatollah Rezvani. Vonast er til að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á það á vettvangi SÞ og í samskiptum sínum við stjórnvöld í Íran að réttlætið nái fram að ganga, borgaraleg réttindi bahá’ía í Íran verði virt og öryggi þeirra tryggt eins og annarra þegna landsins. Á þeim tæplega fjörutíu árum sem liðin er frá stofnun islamska lýðveldisins Írans hafa mörg hundruð bahá’íar verið líflátnir, fangelsaðir eða pyndaðir í því skyni að fá þá til að afneita trú sinni. Tugir þúsunda hafa misst atvinnu eða neyðst til að flýja heimalandið. Ungum bahá’íum hefur verið neitað um inngöngu í háskóla og framhaldsskóla og fólk sem komið var á eftirlaunaaldur hefur verið svift eftirlaunum og ellilífeyri. Í leyniskjali stjórnarinnar frá 1991 sem Ajatollah Khamenei undirritaði og Mannréttindanefnd SÞ komst yfir og gerði opinbert 1993 er að finna áætlun um upprætingu bahá’í samfélagisins í Íran með langtímaaðgerðum sem miða að því að gera aðstæður þeirra og lífskjör óbærileg. Lagt er til að gerð verði áætlun um að eyðileggja menningarlegar rætur bahá’í samfélagsins utan Íran og er hér væntanlega verið að vísa til höfuðstöðva trúarinnar í Ísrael. Unnið hefur verið samkvæmt þessum áætlunum með því að svpfta bahá’ía stjórnarskrárbundnum réttindum varðandi nám, atvinnu og eignarétt og með eyðingu helgistaða og menningarverðmæta. Margt bendir til þess að hertra aðgerða sé að vænta gegn bahá’í samfélaginu í Íran. Veruleg hætta er á að ofbeldisverk eins og morðið á Amiri verði látin óátalin og þeir sem fremja slíka glæpi verði ekki sóttir til saka. Alþjóðlegt samfélag bahá’ía hefur af þessum sökum ítrekað beint þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda víða um heim að þau mótmæli þessum mannréttindabrotum og ofsóknum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og við sendifulltrúa írönsku stjórnarinnar í löndum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eðvarð T. Jónsson Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir fyrirheit Hassan Rouhani Íransforseta um opnara samfélag og yfirlýsingar hans um friðarvilja, hófsemi og réttlætiskennd á vettvangi SÞ hefur mannréttindabrotum í Íran fjölgað og ofsóknir á hendur minnihlutahópum aukist síðan hann tók við embætti fyrir þremur árum. Þetta á ekki síst við um þá herferð ofsókna og grimmdarverka sem íranska klerkastjórnin hefur haldið uppi áratugum saman gegn baháʼíum í Íran, langstærsta trúarminnihluta landsins. Bahá’íar eru sakaðir um lítt skilgreindar sakir, þar á meðal „óvináttu gegn Guði“, „spillingu á jörðinni“ en einnig um njósnir fyrir Ísrael og Bandaríkin. Hatrið og fordómarnir sem klerkastjórnin hefur alið á kerfisbundið, m.a. með tilstyrk öflugra ríkisfjölmiðla, hefur orðið til þess að víða hefur verið ráðist gegn bahá’íum á heimilum þeirra. Nýleg dæmi eru morð á tveimur fjölskyldufeðrum, öðrum í Yazd og hinum í Bandar Abbas. Annar þeirra, Farhang Amiri, 63 gamall bóndi og bílstjóri í Yazd, var stunginn til bana á heimili sínu í september síðastliðnum. Tilræðismennirnir náðust og játuðu að trúarástæður hefðu ráðið gerðum þeirra. Hinn, Ataollah Rezvani sérfræðingur á sviði vatnsveitumála, var numinn á brott og skotinn til bana í heimabæ sínum Bandar Abbas. Fjöldi vina og nágranna beggja þessara manna hafa borið vitni um mannkosti þeirra, heiðarleika og hjálpsemi. Engin vafi leikur á því að þessir glæpir eru sprottnir af þeim óhróðri og tilhæfulausu ásökunum sem ríkisfjölmiðlar hafa með samþykki stjórnvalda dreift um bahá’ía og aðra minnihlutahópa í Íran. Á síðustu tveimur árum hafa meira en 20.000 greinar fjandsamlegar bahá'íum birst í írönskum blöðum og tímaritum. Íslenskir bahá’íar og trúsystkini þeirra um allan heim eru harmi slegnir vegna þessara óhæfuverka. Trúfélagar þeirra í Íran hafa krafist þess að allir gerendur verði dregnir til ábyrgðar og fyrstu skrefin í þeirri viðleitni verið stigin þótt enn hafi yfirvöldum ekki tekist að hafa upp á morðingjum Atatollah Rezvani. Vonast er til að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á það á vettvangi SÞ og í samskiptum sínum við stjórnvöld í Íran að réttlætið nái fram að ganga, borgaraleg réttindi bahá’ía í Íran verði virt og öryggi þeirra tryggt eins og annarra þegna landsins. Á þeim tæplega fjörutíu árum sem liðin er frá stofnun islamska lýðveldisins Írans hafa mörg hundruð bahá’íar verið líflátnir, fangelsaðir eða pyndaðir í því skyni að fá þá til að afneita trú sinni. Tugir þúsunda hafa misst atvinnu eða neyðst til að flýja heimalandið. Ungum bahá’íum hefur verið neitað um inngöngu í háskóla og framhaldsskóla og fólk sem komið var á eftirlaunaaldur hefur verið svift eftirlaunum og ellilífeyri. Í leyniskjali stjórnarinnar frá 1991 sem Ajatollah Khamenei undirritaði og Mannréttindanefnd SÞ komst yfir og gerði opinbert 1993 er að finna áætlun um upprætingu bahá’í samfélagisins í Íran með langtímaaðgerðum sem miða að því að gera aðstæður þeirra og lífskjör óbærileg. Lagt er til að gerð verði áætlun um að eyðileggja menningarlegar rætur bahá’í samfélagsins utan Íran og er hér væntanlega verið að vísa til höfuðstöðva trúarinnar í Ísrael. Unnið hefur verið samkvæmt þessum áætlunum með því að svpfta bahá’ía stjórnarskrárbundnum réttindum varðandi nám, atvinnu og eignarétt og með eyðingu helgistaða og menningarverðmæta. Margt bendir til þess að hertra aðgerða sé að vænta gegn bahá’í samfélaginu í Íran. Veruleg hætta er á að ofbeldisverk eins og morðið á Amiri verði látin óátalin og þeir sem fremja slíka glæpi verði ekki sóttir til saka. Alþjóðlegt samfélag bahá’ía hefur af þessum sökum ítrekað beint þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda víða um heim að þau mótmæli þessum mannréttindabrotum og ofsóknum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og við sendifulltrúa írönsku stjórnarinnar í löndum sínum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar