Málalistinn kominn fram: Alþingi kemur aftur saman í ágúst Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2016 18:45 Formenn stjórnarflokkanna kynntu málaskrá fyrir leiðtogum stjórnarandstöðunnar í dag og að kosið verði í lok október að loknu sumarþingi. Stjórnarandstaðan heldur enn við kröfuna um að kosningar fari fram strax en bót sé í máli að málaskrá sé allavega komin fram. Allt frá því ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við fyrir um hálfum mánuði hefur stjórnarandstaðan þrýst á að stjórnin birti lista yfir þau mál sem hún vill klára fyrir kosningar og það gerðist loksins á fundi formanna stjórnarflokkanna með leiðtogum stjórnarandstöðunnar í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir Alþingi að störfum og eðlilegt að það afgreiði þau mál sem liggja fyrir. „Við ræddum hér í dag, eftir fund okkar Bjarna með forseta þingsins á miðvikudag, um að fara fram á endurskoðun á starfsáætlun þingsins með tilliti til þess að við erum að leggja fram þingmálaskrá sem við kynntum fyrir stjórnarandstöðunni hér í dag,“ sagði Sigurður Ingi að loknum fundi.Nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar sem tók við völdum fyrir nokkrum vikum.vísir/anton brinkÞetta séu sjötíu og fimm mál, tuttugu mál sem langt séu komin, þingsályktanir varðandi EES samninginn, skýrslur og fleira. En á listanum má einnig finna breytingar stjórnarskrárnefndar á stjórnarskránni. Nokkur sátt er um að flest stóru málanna nái fram að ganga. „Það eru, eins og ég hef áður sagt, mál sem tengjast húsnæðismálunum, fjármálamarkaði, afnámi hafta, heilbrigðismálum og önnur slík mál,“ segir forsætisráðherra. Þá segir Sigurður Ingi reiknað með sumarþingi. Fundað verði inn í byrjun júní og síðan tekið hlé vegna forsetakosninga. „Síðan kæmi þing aftur saman í ágúst til að geta lokið þessu og ef það gengur vel eftir sjáum við fyrir okkur að kosningar gætu orðið seinnipartinn í október,“ segir Sigurður Ingi. „En þetta ætti að gefa öllum hæfilegt tækifæri til að skipuleggja sig og fyrir þingið til að ljúka sínum málum. Flokkana til að skipuleggja sín áherslumál og sitt innra skipulag og klára það á næstu mánuðum ,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hann reiknar með að leggja fram fjárlagafrumvarp og að ríkisfjármálaáætlun til næstu ára verði afgreidd. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna enn þeirrar skoðunar að best hefði verið að boða strax til kosninga. „Við í sjálfu sér getum ekki gefið eitthvað fyrirfram loforð um að við séum sammála þessum málum eða að við styðjum þau í öllum tilvikum. En listinn er þó alla vega kominn fram og við vitum hvað ríkisstjórnin leggur upp,“ segir Árni Páll. Hér má sjá málalista ríkisstjórnarinnar í heild sinni. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna kynntu málaskrá fyrir leiðtogum stjórnarandstöðunnar í dag og að kosið verði í lok október að loknu sumarþingi. Stjórnarandstaðan heldur enn við kröfuna um að kosningar fari fram strax en bót sé í máli að málaskrá sé allavega komin fram. Allt frá því ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við fyrir um hálfum mánuði hefur stjórnarandstaðan þrýst á að stjórnin birti lista yfir þau mál sem hún vill klára fyrir kosningar og það gerðist loksins á fundi formanna stjórnarflokkanna með leiðtogum stjórnarandstöðunnar í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir Alþingi að störfum og eðlilegt að það afgreiði þau mál sem liggja fyrir. „Við ræddum hér í dag, eftir fund okkar Bjarna með forseta þingsins á miðvikudag, um að fara fram á endurskoðun á starfsáætlun þingsins með tilliti til þess að við erum að leggja fram þingmálaskrá sem við kynntum fyrir stjórnarandstöðunni hér í dag,“ sagði Sigurður Ingi að loknum fundi.Nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar sem tók við völdum fyrir nokkrum vikum.vísir/anton brinkÞetta séu sjötíu og fimm mál, tuttugu mál sem langt séu komin, þingsályktanir varðandi EES samninginn, skýrslur og fleira. En á listanum má einnig finna breytingar stjórnarskrárnefndar á stjórnarskránni. Nokkur sátt er um að flest stóru málanna nái fram að ganga. „Það eru, eins og ég hef áður sagt, mál sem tengjast húsnæðismálunum, fjármálamarkaði, afnámi hafta, heilbrigðismálum og önnur slík mál,“ segir forsætisráðherra. Þá segir Sigurður Ingi reiknað með sumarþingi. Fundað verði inn í byrjun júní og síðan tekið hlé vegna forsetakosninga. „Síðan kæmi þing aftur saman í ágúst til að geta lokið þessu og ef það gengur vel eftir sjáum við fyrir okkur að kosningar gætu orðið seinnipartinn í október,“ segir Sigurður Ingi. „En þetta ætti að gefa öllum hæfilegt tækifæri til að skipuleggja sig og fyrir þingið til að ljúka sínum málum. Flokkana til að skipuleggja sín áherslumál og sitt innra skipulag og klára það á næstu mánuðum ,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hann reiknar með að leggja fram fjárlagafrumvarp og að ríkisfjármálaáætlun til næstu ára verði afgreidd. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna enn þeirrar skoðunar að best hefði verið að boða strax til kosninga. „Við í sjálfu sér getum ekki gefið eitthvað fyrirfram loforð um að við séum sammála þessum málum eða að við styðjum þau í öllum tilvikum. En listinn er þó alla vega kominn fram og við vitum hvað ríkisstjórnin leggur upp,“ segir Árni Páll. Hér má sjá málalista ríkisstjórnarinnar í heild sinni.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira