Tvö banaslys rakin til farsímanotkunar á Íslandi síðan 1998 Birgir Örn Steinarsson skrifar 24. apríl 2016 09:00 Ökumenn eru ekki spurðir hvort farsími hafi komið við sögu eftir að slys á sér stað. Vísir/Vilhelm Aðeins má rekja sex umferðaslys á höfuðborgarsvæðinu beint til farsímanotkunar síðan í byrjun árs 2010 til dagsins í dag. Á sama tímabili má rekja 16 umferðaróhöpp til farsímanotkunar en þar urðu engin slys á fólki. Þetta kemur fram í skýrslu sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði fyrir fréttastofu Vísis. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn bendir á að þessar upplýsingar eru unnar úr þeim tilvikum þar sem tilkynnt var sérstaklega að athygli ökumanns hefði beinst að farsíma áður en slysið varð. „Fólk er oftast ekki spurt að hverju athygli þeirra beindist áður en slysið átti sér stað og fæstir tilkynna lögreglu að þeir hafi verið í símanum ef svo var,“ segir Ómar Smári og telur því að þessar tölur gefi ekki rétta mynd af stöðunni. Skráð eru um 400 umferðaslys á ári á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali síðan 2010. Um 600 ökumenn að meðaltali eru sektaðir af lögreglu fyrir farsímanotkun bakvið stýri án handfrjálsrar búnaðar á ári hverju. Í dag er sektin 5000 kr. en sektarreglugerðin er í endurskoðun og búast má við því að hún verði hækkuð gífurlega innan skamms.Um 600 bílstjórar eru sektaðir að meðaltali á ári fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar.Vísir/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuEkki algeng orsök banaslysaRannsóknarnefnd samgönguslysa hefur aðeins náð að rekja 2 banaslys á Íslandi til notkunar farsíma frá árinu 1998. Tekið er fram að oft getur reynst erfitt að skera úr um hvort slys megi rekja til farsímanotkunar þegar kemur að banaslysum. Þegar grunur liggur á að svo sé eru símaskýrslur viðkomandi ökumanns skoðaðar. „Þetta er ekki algeng orsök banaslysa í umferðinni,“ segir Ágúst Mogensen hjá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sem hefur síðastliðin ár rannsakað banaslys í umferðinni á landsvísu. „Okkur grunar nú að það séu fleiri slys sem minni meiðsl verða þar sem fólk er annað hvort að tala í síma eða hefur verið á einhvers konar samskiptamiðlum í símanum sínum þegar slysið varð en svo bara ekki gefið upp.“ Fyrir nokkrum árum framkvæmdi nefndin rannsókn á útafakstri og þar kom í ljós að rekja mætti óhöpp til farsímanotkunar. „Við höfum vissulega áhyggjur af þessu því við vitum að viðbragðstími lengist til muna þegar fólk er að nota símana sína. Fólk er að líta af veginum í nokkrar sekúndur í senn og fara jafnvel tugi metra á meðan.“ Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Aðeins má rekja sex umferðaslys á höfuðborgarsvæðinu beint til farsímanotkunar síðan í byrjun árs 2010 til dagsins í dag. Á sama tímabili má rekja 16 umferðaróhöpp til farsímanotkunar en þar urðu engin slys á fólki. Þetta kemur fram í skýrslu sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði fyrir fréttastofu Vísis. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn bendir á að þessar upplýsingar eru unnar úr þeim tilvikum þar sem tilkynnt var sérstaklega að athygli ökumanns hefði beinst að farsíma áður en slysið varð. „Fólk er oftast ekki spurt að hverju athygli þeirra beindist áður en slysið átti sér stað og fæstir tilkynna lögreglu að þeir hafi verið í símanum ef svo var,“ segir Ómar Smári og telur því að þessar tölur gefi ekki rétta mynd af stöðunni. Skráð eru um 400 umferðaslys á ári á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali síðan 2010. Um 600 ökumenn að meðaltali eru sektaðir af lögreglu fyrir farsímanotkun bakvið stýri án handfrjálsrar búnaðar á ári hverju. Í dag er sektin 5000 kr. en sektarreglugerðin er í endurskoðun og búast má við því að hún verði hækkuð gífurlega innan skamms.Um 600 bílstjórar eru sektaðir að meðaltali á ári fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar.Vísir/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuEkki algeng orsök banaslysaRannsóknarnefnd samgönguslysa hefur aðeins náð að rekja 2 banaslys á Íslandi til notkunar farsíma frá árinu 1998. Tekið er fram að oft getur reynst erfitt að skera úr um hvort slys megi rekja til farsímanotkunar þegar kemur að banaslysum. Þegar grunur liggur á að svo sé eru símaskýrslur viðkomandi ökumanns skoðaðar. „Þetta er ekki algeng orsök banaslysa í umferðinni,“ segir Ágúst Mogensen hjá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sem hefur síðastliðin ár rannsakað banaslys í umferðinni á landsvísu. „Okkur grunar nú að það séu fleiri slys sem minni meiðsl verða þar sem fólk er annað hvort að tala í síma eða hefur verið á einhvers konar samskiptamiðlum í símanum sínum þegar slysið varð en svo bara ekki gefið upp.“ Fyrir nokkrum árum framkvæmdi nefndin rannsókn á útafakstri og þar kom í ljós að rekja mætti óhöpp til farsímanotkunar. „Við höfum vissulega áhyggjur af þessu því við vitum að viðbragðstími lengist til muna þegar fólk er að nota símana sína. Fólk er að líta af veginum í nokkrar sekúndur í senn og fara jafnvel tugi metra á meðan.“
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira