Ekki hægt að fá mikið betri viðurkenningu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2016 06:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir í leik með Snæfelli. vísir/eyþór „Ég held að það sé ekki hægt að fá mikið betri viðurkenningu en þetta. Ég er mjög ánægð og finnst þetta vera flott viðurkenning,“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, nýkrýnd Körfuknattleikskona ársins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þessi verðlaun setja punktinn fyrir aftan frábært ár hjá Gunnhildi. Hún er fyrirliði Snæfells sem varð Íslands- og bikarmeistari og var valin í úrvalslið Domino's deildar kvenna og besti varnarmaðurinn á lokahófi KKÍ. Þá er hún í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu sem vann m.a. frækinn sigur á Ungverjum í febrúar. Gunnhildur tók svo við fyrirliðabandinu hjá íslenska landsliðinu eftir að Helena Sverrisdóttir dró sig í hlé vegna barneigna. „Ég hugsa að þetta sé mitt besta ár. Við vorum með góðan hóp og gott lið, ég er ekkert ein í þessu. Ég átti mitt besta ár, ekki bara í tölum heldur einnig á vellinum og sem leiðtogi, sem er kannski mitt helsta mottó,“ sagði hin 26 ára gamla Gunnhildur. Það leynir sér ekki að Gunnhildur gengur ekki alveg heil til skógar þrátt fyrir að hún spili nánast alla leiki. Hún vill þó ekki gera mikið úr meiðslunum sem hún hefur glímt við að undanförnu. „Ég hef átt í einhverjum meiðslum en það reddast allt. Ég get hugsað um það þegar ég verð gömul,“ sagði Gunnhildur sem vill ekki meina að hún og Berglind, systir hennar og liðsfélagi hjá Snæfelli og landsliðinu, séu með hærri sársaukaþröskuld en gengur og gerist. „Nei, nei, við erum bara með mikið keppnisskap og það kemur þér ansi langt. Þegar mikið er undir læturðu ekki meiðsli stoppa þig,“ sagði Gunnhildur. Þegar 12 umferðir eru búnar af Domino's deildinni situr Snæfell í 2. sæti með 16 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Gunnhildur kveðst nokkuð sátt við stöðuna, sérstaklega í ljósi þess hvernig Snæfell hefur spilað á tímabilinu. „Það er ekkert að því að vera í 2. sæti og liðin eru mjög svipuð. En við erum ekki ánægð með liðið okkar og framlag leikmanna. Það er margt sem við þurfum að bæta og við þurfum að koma okkur í betra stand og spila betur,“ sagði Gunnhildur. „Það er engin krísa þótt við séum að tapa leikjum, það fer enginn í gegnum heilt tímabil án þess að tapa. En ég væri þá til í að tapa eftir góðan leik hjá okkur og vegna þess að hin liðin voru betri. Við höfum ekki náð okkur nægilega vel á strik og eigum mikið inni,“ bætti Körfuknattleikskona ársins við. Dominos-deild kvenna Fréttir ársins 2016 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
„Ég held að það sé ekki hægt að fá mikið betri viðurkenningu en þetta. Ég er mjög ánægð og finnst þetta vera flott viðurkenning,“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, nýkrýnd Körfuknattleikskona ársins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þessi verðlaun setja punktinn fyrir aftan frábært ár hjá Gunnhildi. Hún er fyrirliði Snæfells sem varð Íslands- og bikarmeistari og var valin í úrvalslið Domino's deildar kvenna og besti varnarmaðurinn á lokahófi KKÍ. Þá er hún í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu sem vann m.a. frækinn sigur á Ungverjum í febrúar. Gunnhildur tók svo við fyrirliðabandinu hjá íslenska landsliðinu eftir að Helena Sverrisdóttir dró sig í hlé vegna barneigna. „Ég hugsa að þetta sé mitt besta ár. Við vorum með góðan hóp og gott lið, ég er ekkert ein í þessu. Ég átti mitt besta ár, ekki bara í tölum heldur einnig á vellinum og sem leiðtogi, sem er kannski mitt helsta mottó,“ sagði hin 26 ára gamla Gunnhildur. Það leynir sér ekki að Gunnhildur gengur ekki alveg heil til skógar þrátt fyrir að hún spili nánast alla leiki. Hún vill þó ekki gera mikið úr meiðslunum sem hún hefur glímt við að undanförnu. „Ég hef átt í einhverjum meiðslum en það reddast allt. Ég get hugsað um það þegar ég verð gömul,“ sagði Gunnhildur sem vill ekki meina að hún og Berglind, systir hennar og liðsfélagi hjá Snæfelli og landsliðinu, séu með hærri sársaukaþröskuld en gengur og gerist. „Nei, nei, við erum bara með mikið keppnisskap og það kemur þér ansi langt. Þegar mikið er undir læturðu ekki meiðsli stoppa þig,“ sagði Gunnhildur. Þegar 12 umferðir eru búnar af Domino's deildinni situr Snæfell í 2. sæti með 16 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Gunnhildur kveðst nokkuð sátt við stöðuna, sérstaklega í ljósi þess hvernig Snæfell hefur spilað á tímabilinu. „Það er ekkert að því að vera í 2. sæti og liðin eru mjög svipuð. En við erum ekki ánægð með liðið okkar og framlag leikmanna. Það er margt sem við þurfum að bæta og við þurfum að koma okkur í betra stand og spila betur,“ sagði Gunnhildur. „Það er engin krísa þótt við séum að tapa leikjum, það fer enginn í gegnum heilt tímabil án þess að tapa. En ég væri þá til í að tapa eftir góðan leik hjá okkur og vegna þess að hin liðin voru betri. Við höfum ekki náð okkur nægilega vel á strik og eigum mikið inni,“ bætti Körfuknattleikskona ársins við.
Dominos-deild kvenna Fréttir ársins 2016 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum