Lögreglan fær 500 milljónum króna minna í ár en 2007 Snærós Sindradóttir skrifar 22. október 2016 07:00 Lögreglumönnum hefur fækkað um nærri 100 á öllu landinu á tímabilinu. Á sama tíma hefur fjöldi ferðamanna margfaldast. Fréttablaðið/Pjetur Þrátt fyrir framlög á fjárlögum til lögreglunnar hafi aukist frá árinu 2013 fær lögreglan á höfuðborgarsvæðinu um 500 milljón krónum lægri fjárveitingu í ár en árið 2007. Innanríkisráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að frá árinu 2013 hafi framlag til löggæslumála hækkað um tæplega 1,9 milljarða króna á verðlagi ársins 2016 og að það hafi verið forgangsmál innanríkisráðherra að efla löggæslu í landinu. Yfirlýsingin er send til að bregðast við fjölmiðlaumfjöllun um fjárhagsstöðu lögreglunnar undanfarið en mikið hefur verið fjallað um manneklu þar. Lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu voru sameinuð í eitt þann 1. janúar árið 2007. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um fjárveitingar til embættisins frá stofnun þess. Séu tölurnar skoðaðar sést bersýnilega að framlag til lögreglunnar, uppreiknað á verðlag ársins 2016, er 500 milljón krónum lægra í ár en það var árið 2007. Lægst var framlagið árið 2011 og 2012 en þá var það um milljarði lægra en á upphafsári embættisins. Þessi mismunur er þrátt fyrir innspýtingaraðgerð innanríkisráðuneytisins til lögreglunnar og tekur ekki tillit til þeirra kjarasamningshækkana sem orðið hafa á tímabilinu. Halldór Halldórsson, fjármálastjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tók saman tölurnar og segir að þær miði við sömu forsendur og gefnar séu í yfirlýsingu innanríkisráðherra. Í yfirlýsingunni sé talað um tæplega 1,9 milljarða króna hækkun sem sé samanlögð hækkun á þriggja ára tímabili, uppreiknað á verðgildi ársins 2016. Framlög tóku að lækka til embættisins strax á öðru starfsári þess 2008 eða um sem nemur 300 milljón krónum lægra fjárframlagi en árinu áður. Stærstu dýfu tímabilsins tók fjárframlagið árið 2009 þegar fjárveitingin var lækkuð um 400 milljónir á einu bretti frá árinu á undan, eða 900 milljón krónum lægra framlag en árið 2007. Í Fréttablaðinu í gær sagði Úlfar Lúðvíksson, formaður lögreglustjórafélags Íslands og lögreglustjóri á Vesturlandi, að fjárhagsstaða lögreglunnar í landinu hefði þó ekki verið góð árið 2007.Halldór Halldórsson fjármálastjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Framlög til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hófu að hækka aftur á síðasta starfsári síðustu ríkisstjórnar og enn frekar í tíð sitjandi ríkisstjórnar. „Við fáum smá innspýtingu árið 2014 og þá er mismunurinn kominn niður í 800 milljónir. Fjárheimildir embættisins árið 2007, á verðlagi ársins 2016, voru 4,8 milljarðar en eru orðnir 4,3 milljarðar í dag. Þarna er mismunur upp á 500 milljónir en horfnir út úr rekstrinum á þessu tímabili eru samtals sjö milljarðar króna,“ segir Halldór. „Það er sagt að lögreglan sé búin að fá svo og svo mikla viðbót frá árinu 2013 og það er alveg rétt. En ef maður horfir bara á okkar stofnun frá því rétt fyrir hrun þá er útkoman þessi. Þetta eru bara hreinar tölur. Svona er þetta bara.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Þrátt fyrir framlög á fjárlögum til lögreglunnar hafi aukist frá árinu 2013 fær lögreglan á höfuðborgarsvæðinu um 500 milljón krónum lægri fjárveitingu í ár en árið 2007. Innanríkisráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að frá árinu 2013 hafi framlag til löggæslumála hækkað um tæplega 1,9 milljarða króna á verðlagi ársins 2016 og að það hafi verið forgangsmál innanríkisráðherra að efla löggæslu í landinu. Yfirlýsingin er send til að bregðast við fjölmiðlaumfjöllun um fjárhagsstöðu lögreglunnar undanfarið en mikið hefur verið fjallað um manneklu þar. Lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu voru sameinuð í eitt þann 1. janúar árið 2007. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um fjárveitingar til embættisins frá stofnun þess. Séu tölurnar skoðaðar sést bersýnilega að framlag til lögreglunnar, uppreiknað á verðlag ársins 2016, er 500 milljón krónum lægra í ár en það var árið 2007. Lægst var framlagið árið 2011 og 2012 en þá var það um milljarði lægra en á upphafsári embættisins. Þessi mismunur er þrátt fyrir innspýtingaraðgerð innanríkisráðuneytisins til lögreglunnar og tekur ekki tillit til þeirra kjarasamningshækkana sem orðið hafa á tímabilinu. Halldór Halldórsson, fjármálastjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tók saman tölurnar og segir að þær miði við sömu forsendur og gefnar séu í yfirlýsingu innanríkisráðherra. Í yfirlýsingunni sé talað um tæplega 1,9 milljarða króna hækkun sem sé samanlögð hækkun á þriggja ára tímabili, uppreiknað á verðgildi ársins 2016. Framlög tóku að lækka til embættisins strax á öðru starfsári þess 2008 eða um sem nemur 300 milljón krónum lægra fjárframlagi en árinu áður. Stærstu dýfu tímabilsins tók fjárframlagið árið 2009 þegar fjárveitingin var lækkuð um 400 milljónir á einu bretti frá árinu á undan, eða 900 milljón krónum lægra framlag en árið 2007. Í Fréttablaðinu í gær sagði Úlfar Lúðvíksson, formaður lögreglustjórafélags Íslands og lögreglustjóri á Vesturlandi, að fjárhagsstaða lögreglunnar í landinu hefði þó ekki verið góð árið 2007.Halldór Halldórsson fjármálastjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Framlög til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hófu að hækka aftur á síðasta starfsári síðustu ríkisstjórnar og enn frekar í tíð sitjandi ríkisstjórnar. „Við fáum smá innspýtingu árið 2014 og þá er mismunurinn kominn niður í 800 milljónir. Fjárheimildir embættisins árið 2007, á verðlagi ársins 2016, voru 4,8 milljarðar en eru orðnir 4,3 milljarðar í dag. Þarna er mismunur upp á 500 milljónir en horfnir út úr rekstrinum á þessu tímabili eru samtals sjö milljarðar króna,“ segir Halldór. „Það er sagt að lögreglan sé búin að fá svo og svo mikla viðbót frá árinu 2013 og það er alveg rétt. En ef maður horfir bara á okkar stofnun frá því rétt fyrir hrun þá er útkoman þessi. Þetta eru bara hreinar tölur. Svona er þetta bara.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira