Ríkisendurskoðun telur margt ábótavant við ráðningu nýs orkubússtjóra Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2016 17:34 Orkubú Vestfjarða. Vísir/Pjetur Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við starfshætti stjórnar Orkubús Vestfjarða við ráðningu á nýjum orkubússtjóra síðastliðið vor. Telur Ríkisendurskoðun telur starfsháttum stjórnarinnar um margt ábótavant og bendir Ríkisendurskoðunin á mikilvægi þess að stjórn Orkubús Vestfjarða fylgi þeim lögum og reglum sem gilda um félagið. „Stjórn og stjórnendur Orkubúsins eru hvattir til að efla traust og trúverðugleika á félaginu sem stefnt var í hættu með því verklagi sem var viðhaft í ráðningarferlinu og með því að fylgja ekki lögum um félagið þegar samþykktum þess var breytt árið 2014 til að fækka varamönnum í stjórn. Þá er fjármála- og efnahagsráðuneyti hvatt til þess að koma samskiptum sínum við stjórn Orkubús Vestfjarða í formlegri farveg,“ segir í athugasemdum Ríkisendurskoðunar við þessa starfshætti stjórnar Orkubúsins.Í þessari stjórnsýsluúttekt gerir Ríkisendurskoðun ekki athugasemd við launað námsleyfi fyrrverandi orkubússtjóra en telur eðlilegt að um slík leyfi verði settar fastmótaðar reglur, meðal annars um lengd launaðra námsleyfa.Sjá einnig: Leyndardómsfullt háskólanám orkubússtjóra Eins telur stofnunin ekki á verksviði sínu að meta hvort hæfasti umsækjandinn var valinn þegar nýr orkubússtjóri var valinn. „Stofnunin finnur hins vegar að því að stjórn Orkubús Vestfjarða hafi hvorki virt eigin áætlun um ráðningarferli nýs orkubússtjóra né eigin starfsreglur um undirbúning og ákvarðanatöku. Endanleg ákvörðun um ráðningu hafi ekki verið á dagskrá þess fundar þegar ákvörðun var tekin og almennt hafi fundarmönnum ekki gefist færi á að kynna sér til hlítar þau málsgögn sem lágu fyrir. Eins hafi láðst að skrá eða halda utan um upplýsingar og gögn sem varða ákvarðanatöku stjórnar. Loks fari ákvörðun formanns stjórnar um að hafna kröfu annars stjórnarmanns um bókun í bága við starfsreglur stjórnar og ákvæði hlutafélagalaga,“ segir í stjórnsýsluúttektinni. Þar kemur einnig fram að Ríkisendurskoðun fái ekki skilið hvernig það gat gerst að stjórn Orkubúsins hvatti til þess, með vitund og aðkomu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, að samþykktum félagsins yrði breytt á þann veg að aðeins einn varamaður yrði skipaður í stjórn Orkubúsins í stað fimm eins og lög um félagið kveða skýrt um. Hefur þessi breyting verði þegar tekin til baka. „Af gögnum málsins má ráða að stjórn Orkubúsins hafi fallist á það að ýmis mistök hafi átt sér stað í ráðningarferlinu og að starfshættir verði í framhaldinu teknir til skoðunar.“Orkubú Vestfjarða hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins sem lesa má hér fyrir neðan: Tengdar fréttir Hæfi en ekki tilviljun réði ráðningu bæjarstjóra í forstjórastól Stjórnarmaður sem sagði sig úr stjórn Orkubús Vestfjarða segir vonda lykt af ráðningu bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins í forstjórastarf hjá Orkubúinu. 16. mars 2016 20:30 Segir ráðningu bæjarstjóra í forstjórastól Orkubúsins lykta illa Árni Brynjólfsson bóndi og stjórnarmaður í Orkubúi Vestfjarða segir sig úr stjórn Orkubúsins þótt hann segist vanur fjósalykt. Aðrir stjórnarmenn tengjast allir Sjálfstæðisflokknum. 16. mars 2016 12:24 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við starfshætti stjórnar Orkubús Vestfjarða við ráðningu á nýjum orkubússtjóra síðastliðið vor. Telur Ríkisendurskoðun telur starfsháttum stjórnarinnar um margt ábótavant og bendir Ríkisendurskoðunin á mikilvægi þess að stjórn Orkubús Vestfjarða fylgi þeim lögum og reglum sem gilda um félagið. „Stjórn og stjórnendur Orkubúsins eru hvattir til að efla traust og trúverðugleika á félaginu sem stefnt var í hættu með því verklagi sem var viðhaft í ráðningarferlinu og með því að fylgja ekki lögum um félagið þegar samþykktum þess var breytt árið 2014 til að fækka varamönnum í stjórn. Þá er fjármála- og efnahagsráðuneyti hvatt til þess að koma samskiptum sínum við stjórn Orkubús Vestfjarða í formlegri farveg,“ segir í athugasemdum Ríkisendurskoðunar við þessa starfshætti stjórnar Orkubúsins.Í þessari stjórnsýsluúttekt gerir Ríkisendurskoðun ekki athugasemd við launað námsleyfi fyrrverandi orkubússtjóra en telur eðlilegt að um slík leyfi verði settar fastmótaðar reglur, meðal annars um lengd launaðra námsleyfa.Sjá einnig: Leyndardómsfullt háskólanám orkubússtjóra Eins telur stofnunin ekki á verksviði sínu að meta hvort hæfasti umsækjandinn var valinn þegar nýr orkubússtjóri var valinn. „Stofnunin finnur hins vegar að því að stjórn Orkubús Vestfjarða hafi hvorki virt eigin áætlun um ráðningarferli nýs orkubússtjóra né eigin starfsreglur um undirbúning og ákvarðanatöku. Endanleg ákvörðun um ráðningu hafi ekki verið á dagskrá þess fundar þegar ákvörðun var tekin og almennt hafi fundarmönnum ekki gefist færi á að kynna sér til hlítar þau málsgögn sem lágu fyrir. Eins hafi láðst að skrá eða halda utan um upplýsingar og gögn sem varða ákvarðanatöku stjórnar. Loks fari ákvörðun formanns stjórnar um að hafna kröfu annars stjórnarmanns um bókun í bága við starfsreglur stjórnar og ákvæði hlutafélagalaga,“ segir í stjórnsýsluúttektinni. Þar kemur einnig fram að Ríkisendurskoðun fái ekki skilið hvernig það gat gerst að stjórn Orkubúsins hvatti til þess, með vitund og aðkomu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, að samþykktum félagsins yrði breytt á þann veg að aðeins einn varamaður yrði skipaður í stjórn Orkubúsins í stað fimm eins og lög um félagið kveða skýrt um. Hefur þessi breyting verði þegar tekin til baka. „Af gögnum málsins má ráða að stjórn Orkubúsins hafi fallist á það að ýmis mistök hafi átt sér stað í ráðningarferlinu og að starfshættir verði í framhaldinu teknir til skoðunar.“Orkubú Vestfjarða hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins sem lesa má hér fyrir neðan:
Tengdar fréttir Hæfi en ekki tilviljun réði ráðningu bæjarstjóra í forstjórastól Stjórnarmaður sem sagði sig úr stjórn Orkubús Vestfjarða segir vonda lykt af ráðningu bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins í forstjórastarf hjá Orkubúinu. 16. mars 2016 20:30 Segir ráðningu bæjarstjóra í forstjórastól Orkubúsins lykta illa Árni Brynjólfsson bóndi og stjórnarmaður í Orkubúi Vestfjarða segir sig úr stjórn Orkubúsins þótt hann segist vanur fjósalykt. Aðrir stjórnarmenn tengjast allir Sjálfstæðisflokknum. 16. mars 2016 12:24 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Hæfi en ekki tilviljun réði ráðningu bæjarstjóra í forstjórastól Stjórnarmaður sem sagði sig úr stjórn Orkubús Vestfjarða segir vonda lykt af ráðningu bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins í forstjórastarf hjá Orkubúinu. 16. mars 2016 20:30
Segir ráðningu bæjarstjóra í forstjórastól Orkubúsins lykta illa Árni Brynjólfsson bóndi og stjórnarmaður í Orkubúi Vestfjarða segir sig úr stjórn Orkubúsins þótt hann segist vanur fjósalykt. Aðrir stjórnarmenn tengjast allir Sjálfstæðisflokknum. 16. mars 2016 12:24