Hæfi en ekki tilviljun réði ráðningu bæjarstjóra í forstjórastól Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2016 20:30 Formaður stjórnar Orkubús Vestfjarða segir alla stjórnarmenn nema einn hafa verið sammála um að ráða bæjarstjórann í Bolungarvík í starf forstjóra fyrirtækisins og því hafi verið ástæðulaust að ræða við aðra umsækjendur. Stjórnarmaður sagði af sér vegna ráðningarinnar. Árni Brynjólfsson bóndi í Önundarfirði hefur sagt sig úr stjórn Orkubús Vestfjarða og Sjálfstæðisflokknum eftir að ákveðið var á símafundi stjórnarinnar á fimmtudag að ráða Elías Jónatansson bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík í starf forstjóra Orkubúsins. Með því hafi verið farið á skjön við fyrir fram ákveðið ráðningarferli þar sem stjórnin hafi átt að ræða við tvo til fjóra hæfustu umsækjendurna. Aðrir í stjórn fyrirtækisins eru Daníel Jakobsson fyrrverandi bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og Viktoría Rán Ólafsdóttir frá Hólmavík. Viðar Helgason formaður stjórnar er síðan fulltrúi fjármálaráðherra í stjórninni. Bæjarstjórinn í Bolungarvík var ráðinn með öllum atkvæðum nema Árna sem var á móti. „Ég neita því ekki að mér finnst ég finna vonda lykt.“Og þá pólitíska? „Eða einhver önnur lykt sem við getum talað um. Ég er reyndar vanur fjósalykt.“Þannig að þér finnst vera skítalykt af málinu? „Ég ætla ekkert að tjá mig frekar um það,“ segir Árni og hlær. Formaðurinn segir að nauðsynlegt hafi verið að ganga frá ráðningunni vegna fyrirsjáanlegra fjarveru tveggja stjórnarmanna á næstu vikum. Tveir umsækjendur hafi hentað best í starfið. „Þá var alveg ástæðulaust að lengja það og fara að setja þá upp einhver viðtöl við umsækjendur, ef stjórnin var búin að mynda sér skoðun á málinu,“ segir Viðar. Engum hafi verið hampað eða hafnað á grundvelli flokksskírteina. Stjórnarmenn hafi ýmist verið skipaðir í tíð ráðherra Vinstri grænna, Samfylkingarinnar eða Sjálfstæðisflokksins. Þannig að þetta er bara ein af þessum skemmtilegum tilviljunum í lífinu? „Þetta er ekki tilviljun. Þetta er niðurstaða á þessu ráðningarmati. Þar var búið að fara í gegnum tuttugu og fimm umsækjendur. Mjög frambærilega umsækjendur. Við höfðum eins og gengur og gerist í því mati skorið þann hóp niður eftir því hvern við teldum henta í starfið. Þetta var niðurstaðan,“ segir Viðar Helgason. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Formaður stjórnar Orkubús Vestfjarða segir alla stjórnarmenn nema einn hafa verið sammála um að ráða bæjarstjórann í Bolungarvík í starf forstjóra fyrirtækisins og því hafi verið ástæðulaust að ræða við aðra umsækjendur. Stjórnarmaður sagði af sér vegna ráðningarinnar. Árni Brynjólfsson bóndi í Önundarfirði hefur sagt sig úr stjórn Orkubús Vestfjarða og Sjálfstæðisflokknum eftir að ákveðið var á símafundi stjórnarinnar á fimmtudag að ráða Elías Jónatansson bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík í starf forstjóra Orkubúsins. Með því hafi verið farið á skjön við fyrir fram ákveðið ráðningarferli þar sem stjórnin hafi átt að ræða við tvo til fjóra hæfustu umsækjendurna. Aðrir í stjórn fyrirtækisins eru Daníel Jakobsson fyrrverandi bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og Viktoría Rán Ólafsdóttir frá Hólmavík. Viðar Helgason formaður stjórnar er síðan fulltrúi fjármálaráðherra í stjórninni. Bæjarstjórinn í Bolungarvík var ráðinn með öllum atkvæðum nema Árna sem var á móti. „Ég neita því ekki að mér finnst ég finna vonda lykt.“Og þá pólitíska? „Eða einhver önnur lykt sem við getum talað um. Ég er reyndar vanur fjósalykt.“Þannig að þér finnst vera skítalykt af málinu? „Ég ætla ekkert að tjá mig frekar um það,“ segir Árni og hlær. Formaðurinn segir að nauðsynlegt hafi verið að ganga frá ráðningunni vegna fyrirsjáanlegra fjarveru tveggja stjórnarmanna á næstu vikum. Tveir umsækjendur hafi hentað best í starfið. „Þá var alveg ástæðulaust að lengja það og fara að setja þá upp einhver viðtöl við umsækjendur, ef stjórnin var búin að mynda sér skoðun á málinu,“ segir Viðar. Engum hafi verið hampað eða hafnað á grundvelli flokksskírteina. Stjórnarmenn hafi ýmist verið skipaðir í tíð ráðherra Vinstri grænna, Samfylkingarinnar eða Sjálfstæðisflokksins. Þannig að þetta er bara ein af þessum skemmtilegum tilviljunum í lífinu? „Þetta er ekki tilviljun. Þetta er niðurstaða á þessu ráðningarmati. Þar var búið að fara í gegnum tuttugu og fimm umsækjendur. Mjög frambærilega umsækjendur. Við höfðum eins og gengur og gerist í því mati skorið þann hóp niður eftir því hvern við teldum henta í starfið. Þetta var niðurstaðan,“ segir Viðar Helgason.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira