Leyndardómsfullt háskólanám orkubússtjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2016 11:05 Kristján Haraldsson Orkubússtjóri. Kristján Haraldsson, orkubússtjóri á Vestfjörðum, lætur af störfum í lok júní þegar hann fer í tólf mánaða námsleyfi. Kristján heldur fullum launum í sextán mánuði eða þar til hann verður sjötugur í október 2017. Orkubú Vestfjarða er opinbert hlutafélag og að fullu í eigu ríkisins. Kristján vill þrátt fyrir það ekki upplýsa hvaða háskólanám hann hyggst hefja í haust. Því er ekki vitað hvort námið tengist starfi Kristjáns sem kemur að vísu ekki að sök þar sem hann snýr ekki aftur til vinnu að námsleyfinu loknu. Kristján hefur starfað hjá Orkubúinu frá árinu 1978 eða í tæp fjörutíu ár.Bæjarins besta á Ísafirði hefur fjallað um starfslok Kristján undanfarna daga. Viðar Helgason, stjórnarformaður Orkubúsins, segir við BB að Kristjáni sé veitt námsleyfið á grundvelli reglna Kjararáðs um starfskjör embættismanna. Hann vill heldur ekki greina frá því í hvaða nám Kristján ætlar.Ætlar í Háskóla Íslands Í reglum kjararáðs um embættismenn er fjallað um endurmenntun „Embættismaður sem stundar sérnám eða sækir framhalds- og/eða endurmenntunarnámskeið, með samþykki ráðherra, heldur launum og fær greiddan ferða- og dvalarkostnað samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar. Lengd leyfis samkvæmt þessu er allt að tveimur vikum á ári. Unnt er að veita lengra námsleyfi á lengra árabili.“ Sé litið til reglna sem sveitarfélög hér á landi hafa sett sér varðandi skilyrði til endurmenntunar er iðulega miðað við að námið nýtist viðkomandi í starfi og hann skulbindi sig til að snúa aftur til starfa að námi loknu. Kristján segist í samtali við Vísi hefja nám við Háskóla Íslands í haust. Hann neitar að gefa upp hvað hann ætlar að læra. „Ég ætla að halda því bara fyrir mig,“ segir Kristján. Hann segir ekkert óeðlilegt við að hann upplýsi ekki í hvaða mál hann ætli þrátt fyrir að hann haldi mánaðarlaunum sínum, yfir milljón á mánuði, allan tímann og launin séu greidd af skattborgurum. „Mér finnst þetta bara vera mitt prívatmál.“Samkomulag Kristjáns og stjórnar Kristján snýr ekki aftur til vinnu að námsleyfinu loknu en verður áfram á fullum launum út október vegna uppsafnaðs orlofs. Hann segir við Vísi að hann hafi upphaflega viljað hefja námsleyfið 1. janúar 2016 og snúa aftur til starfa ári síðar. Það hafi verið samkomulag hans við stjórnina að fresta leyfinu til haustsins svo ekki þyrfti að ráða inn mann tímabundið. Í staðinn sé hægt að ráða mann inn til framtíðar. „Þetta þótti betra fyrir fyrirtækið, því þá á ég bara fjóra mánuði eftir af minni starfsævi. Mér var slétt sama,“ segir Kristján við Vísi. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Kristján Haraldsson, orkubússtjóri á Vestfjörðum, lætur af störfum í lok júní þegar hann fer í tólf mánaða námsleyfi. Kristján heldur fullum launum í sextán mánuði eða þar til hann verður sjötugur í október 2017. Orkubú Vestfjarða er opinbert hlutafélag og að fullu í eigu ríkisins. Kristján vill þrátt fyrir það ekki upplýsa hvaða háskólanám hann hyggst hefja í haust. Því er ekki vitað hvort námið tengist starfi Kristjáns sem kemur að vísu ekki að sök þar sem hann snýr ekki aftur til vinnu að námsleyfinu loknu. Kristján hefur starfað hjá Orkubúinu frá árinu 1978 eða í tæp fjörutíu ár.Bæjarins besta á Ísafirði hefur fjallað um starfslok Kristján undanfarna daga. Viðar Helgason, stjórnarformaður Orkubúsins, segir við BB að Kristjáni sé veitt námsleyfið á grundvelli reglna Kjararáðs um starfskjör embættismanna. Hann vill heldur ekki greina frá því í hvaða nám Kristján ætlar.Ætlar í Háskóla Íslands Í reglum kjararáðs um embættismenn er fjallað um endurmenntun „Embættismaður sem stundar sérnám eða sækir framhalds- og/eða endurmenntunarnámskeið, með samþykki ráðherra, heldur launum og fær greiddan ferða- og dvalarkostnað samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar. Lengd leyfis samkvæmt þessu er allt að tveimur vikum á ári. Unnt er að veita lengra námsleyfi á lengra árabili.“ Sé litið til reglna sem sveitarfélög hér á landi hafa sett sér varðandi skilyrði til endurmenntunar er iðulega miðað við að námið nýtist viðkomandi í starfi og hann skulbindi sig til að snúa aftur til starfa að námi loknu. Kristján segist í samtali við Vísi hefja nám við Háskóla Íslands í haust. Hann neitar að gefa upp hvað hann ætlar að læra. „Ég ætla að halda því bara fyrir mig,“ segir Kristján. Hann segir ekkert óeðlilegt við að hann upplýsi ekki í hvaða mál hann ætli þrátt fyrir að hann haldi mánaðarlaunum sínum, yfir milljón á mánuði, allan tímann og launin séu greidd af skattborgurum. „Mér finnst þetta bara vera mitt prívatmál.“Samkomulag Kristjáns og stjórnar Kristján snýr ekki aftur til vinnu að námsleyfinu loknu en verður áfram á fullum launum út október vegna uppsafnaðs orlofs. Hann segir við Vísi að hann hafi upphaflega viljað hefja námsleyfið 1. janúar 2016 og snúa aftur til starfa ári síðar. Það hafi verið samkomulag hans við stjórnina að fresta leyfinu til haustsins svo ekki þyrfti að ráða inn mann tímabundið. Í staðinn sé hægt að ráða mann inn til framtíðar. „Þetta þótti betra fyrir fyrirtækið, því þá á ég bara fjóra mánuði eftir af minni starfsævi. Mér var slétt sama,“ segir Kristján við Vísi.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira