Leyndardómsfullt háskólanám orkubússtjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2016 11:05 Kristján Haraldsson Orkubússtjóri. Kristján Haraldsson, orkubússtjóri á Vestfjörðum, lætur af störfum í lok júní þegar hann fer í tólf mánaða námsleyfi. Kristján heldur fullum launum í sextán mánuði eða þar til hann verður sjötugur í október 2017. Orkubú Vestfjarða er opinbert hlutafélag og að fullu í eigu ríkisins. Kristján vill þrátt fyrir það ekki upplýsa hvaða háskólanám hann hyggst hefja í haust. Því er ekki vitað hvort námið tengist starfi Kristjáns sem kemur að vísu ekki að sök þar sem hann snýr ekki aftur til vinnu að námsleyfinu loknu. Kristján hefur starfað hjá Orkubúinu frá árinu 1978 eða í tæp fjörutíu ár.Bæjarins besta á Ísafirði hefur fjallað um starfslok Kristján undanfarna daga. Viðar Helgason, stjórnarformaður Orkubúsins, segir við BB að Kristjáni sé veitt námsleyfið á grundvelli reglna Kjararáðs um starfskjör embættismanna. Hann vill heldur ekki greina frá því í hvaða nám Kristján ætlar.Ætlar í Háskóla Íslands Í reglum kjararáðs um embættismenn er fjallað um endurmenntun „Embættismaður sem stundar sérnám eða sækir framhalds- og/eða endurmenntunarnámskeið, með samþykki ráðherra, heldur launum og fær greiddan ferða- og dvalarkostnað samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar. Lengd leyfis samkvæmt þessu er allt að tveimur vikum á ári. Unnt er að veita lengra námsleyfi á lengra árabili.“ Sé litið til reglna sem sveitarfélög hér á landi hafa sett sér varðandi skilyrði til endurmenntunar er iðulega miðað við að námið nýtist viðkomandi í starfi og hann skulbindi sig til að snúa aftur til starfa að námi loknu. Kristján segist í samtali við Vísi hefja nám við Háskóla Íslands í haust. Hann neitar að gefa upp hvað hann ætlar að læra. „Ég ætla að halda því bara fyrir mig,“ segir Kristján. Hann segir ekkert óeðlilegt við að hann upplýsi ekki í hvaða mál hann ætli þrátt fyrir að hann haldi mánaðarlaunum sínum, yfir milljón á mánuði, allan tímann og launin séu greidd af skattborgurum. „Mér finnst þetta bara vera mitt prívatmál.“Samkomulag Kristjáns og stjórnar Kristján snýr ekki aftur til vinnu að námsleyfinu loknu en verður áfram á fullum launum út október vegna uppsafnaðs orlofs. Hann segir við Vísi að hann hafi upphaflega viljað hefja námsleyfið 1. janúar 2016 og snúa aftur til starfa ári síðar. Það hafi verið samkomulag hans við stjórnina að fresta leyfinu til haustsins svo ekki þyrfti að ráða inn mann tímabundið. Í staðinn sé hægt að ráða mann inn til framtíðar. „Þetta þótti betra fyrir fyrirtækið, því þá á ég bara fjóra mánuði eftir af minni starfsævi. Mér var slétt sama,“ segir Kristján við Vísi. Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Kristján Haraldsson, orkubússtjóri á Vestfjörðum, lætur af störfum í lok júní þegar hann fer í tólf mánaða námsleyfi. Kristján heldur fullum launum í sextán mánuði eða þar til hann verður sjötugur í október 2017. Orkubú Vestfjarða er opinbert hlutafélag og að fullu í eigu ríkisins. Kristján vill þrátt fyrir það ekki upplýsa hvaða háskólanám hann hyggst hefja í haust. Því er ekki vitað hvort námið tengist starfi Kristjáns sem kemur að vísu ekki að sök þar sem hann snýr ekki aftur til vinnu að námsleyfinu loknu. Kristján hefur starfað hjá Orkubúinu frá árinu 1978 eða í tæp fjörutíu ár.Bæjarins besta á Ísafirði hefur fjallað um starfslok Kristján undanfarna daga. Viðar Helgason, stjórnarformaður Orkubúsins, segir við BB að Kristjáni sé veitt námsleyfið á grundvelli reglna Kjararáðs um starfskjör embættismanna. Hann vill heldur ekki greina frá því í hvaða nám Kristján ætlar.Ætlar í Háskóla Íslands Í reglum kjararáðs um embættismenn er fjallað um endurmenntun „Embættismaður sem stundar sérnám eða sækir framhalds- og/eða endurmenntunarnámskeið, með samþykki ráðherra, heldur launum og fær greiddan ferða- og dvalarkostnað samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar. Lengd leyfis samkvæmt þessu er allt að tveimur vikum á ári. Unnt er að veita lengra námsleyfi á lengra árabili.“ Sé litið til reglna sem sveitarfélög hér á landi hafa sett sér varðandi skilyrði til endurmenntunar er iðulega miðað við að námið nýtist viðkomandi í starfi og hann skulbindi sig til að snúa aftur til starfa að námi loknu. Kristján segist í samtali við Vísi hefja nám við Háskóla Íslands í haust. Hann neitar að gefa upp hvað hann ætlar að læra. „Ég ætla að halda því bara fyrir mig,“ segir Kristján. Hann segir ekkert óeðlilegt við að hann upplýsi ekki í hvaða mál hann ætli þrátt fyrir að hann haldi mánaðarlaunum sínum, yfir milljón á mánuði, allan tímann og launin séu greidd af skattborgurum. „Mér finnst þetta bara vera mitt prívatmál.“Samkomulag Kristjáns og stjórnar Kristján snýr ekki aftur til vinnu að námsleyfinu loknu en verður áfram á fullum launum út október vegna uppsafnaðs orlofs. Hann segir við Vísi að hann hafi upphaflega viljað hefja námsleyfið 1. janúar 2016 og snúa aftur til starfa ári síðar. Það hafi verið samkomulag hans við stjórnina að fresta leyfinu til haustsins svo ekki þyrfti að ráða inn mann tímabundið. Í staðinn sé hægt að ráða mann inn til framtíðar. „Þetta þótti betra fyrir fyrirtækið, því þá á ég bara fjóra mánuði eftir af minni starfsævi. Mér var slétt sama,“ segir Kristján við Vísi.
Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira