Annar hver unglingur drukkinn Þorsteinn V. Einarsson skrifar 23. ágúst 2016 10:05 Næstum helmingur unglinga í 8.-10. bekk sögðust hafa orðið drukknir sl. 30 daga árið 1998, eða 42%. Nokkur fjöldi sagðist reykja daglega sama ár eða 23%. Á árunum fyrir þessi sláandi tíðindi var svo sannarlega reynt að berjast gegn áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga. Áhugavert er að skoða gömul tímarit og heyra frásagnir uppeldisfólks frá þessum tíma. Áherslurnar skömmu fyrir 1998 voru þær að ala á óttanum við afleiðingarnar af drykkju. Sýndar voru myndir af skemmdum heila, sagðar hörmungarsögur af unglingum sem byrjuðu að drekka snemma og rýnt í ömurlegustu afleiðingar þess að byrja snemma að neyta vímugjafa. Árangurinn var að minnsta kosti ekki betri en sá að helmingur unglinga hafði orðið ölvaður og stór hluti reykti daglega. Staðan í dag er sú að 5% unglinga hafa orðið ölvaðir sl. 30 daga og 3% reykja daglega. Þvílíkur viðsnúningur, þvílík breyting. Uppeldis- og æskulýðsstofnanir, foreldrar og fræðimenn tóku saman höndum og fóru að fylgja öðru verklagi en áður hafði tíðkast upp úr árinu 2000. Forvarnir fóru að byggja á þeim kenningum sem rannóknir sýndu að bæru árangur. Rannsóknir sýndu að ákveðnir þættir í lífi unglinga hefðu verndandi áhrif; minnkuðu líkur á neyslu. Lykilþættir í forvörnum sýndu sig vera m.a. samvera fjölskyldunnar, jákvætt aðhald foreldra, umhyggja og stuðningur. Almenn vellíðan unglinga skipti miklu máli, sem og þátttaka í skipulögðu íþrótta- eða frístundastarfi, auk þess sem jafningjahópurinn hafði mikil áhrif. Áherslur á skaðsemi vímuefna eða hætturnar sem þeim fylgja var hvergi að sjá í forvörnum þess tíma. Fagfólk sem starfar á vettvangi með unglingum hefur þó tekið eftir að blikur eru á lofti. Bakslag hefur orðið á virku forvarnarstarfi sl. ár og þau einföldu gildi sem byggt var á virðast hafa gleymst, hjá mörgum, eða kannski aldrei borist sumum. Mögulega hafa orðið kynslóðaskipti, enda tæp 20 ár síðan farið var af stað auk þess sem mikill samdráttur hefur verið í fjárveitingu til forvarnarverkefna (allavega í Reykjavík). Og ekki virðist velferðarráðuneytinu sérstaklega umhugað um forvarnir meðal unglinga. Vissulega eru foreldrar algjörir lykilaðilar í forvörnum fyrir velferð barnanna sinna en hver er til staðar þegar foreldrarnir bregðast? Erum við með öflugt forvarnarkerfi sem stekkur inn í til stuðnings þeim börnum? Ó, nei – þó Barnaverndin kunni að virka fyrir allra, allra verst settu börnin. En ég fullyrði: ó, nei. Við þurfum að fara að dusta rykið af virkum forvörnum í víðu samhengi og gera það saman. Vonandi hysjum við (borg, bær og ríki) upp um okkur buxurnar, hratt og örugglega. Annars kæmi það mér ekki á óvart ef ég sæi sambærilegar fyrirsagnir og á þessum pistli í nánustu framtíð. Eins og góður maður sagði: „Við þurfum að hlúa að æsku landsins“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Næstum helmingur unglinga í 8.-10. bekk sögðust hafa orðið drukknir sl. 30 daga árið 1998, eða 42%. Nokkur fjöldi sagðist reykja daglega sama ár eða 23%. Á árunum fyrir þessi sláandi tíðindi var svo sannarlega reynt að berjast gegn áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga. Áhugavert er að skoða gömul tímarit og heyra frásagnir uppeldisfólks frá þessum tíma. Áherslurnar skömmu fyrir 1998 voru þær að ala á óttanum við afleiðingarnar af drykkju. Sýndar voru myndir af skemmdum heila, sagðar hörmungarsögur af unglingum sem byrjuðu að drekka snemma og rýnt í ömurlegustu afleiðingar þess að byrja snemma að neyta vímugjafa. Árangurinn var að minnsta kosti ekki betri en sá að helmingur unglinga hafði orðið ölvaður og stór hluti reykti daglega. Staðan í dag er sú að 5% unglinga hafa orðið ölvaðir sl. 30 daga og 3% reykja daglega. Þvílíkur viðsnúningur, þvílík breyting. Uppeldis- og æskulýðsstofnanir, foreldrar og fræðimenn tóku saman höndum og fóru að fylgja öðru verklagi en áður hafði tíðkast upp úr árinu 2000. Forvarnir fóru að byggja á þeim kenningum sem rannóknir sýndu að bæru árangur. Rannsóknir sýndu að ákveðnir þættir í lífi unglinga hefðu verndandi áhrif; minnkuðu líkur á neyslu. Lykilþættir í forvörnum sýndu sig vera m.a. samvera fjölskyldunnar, jákvætt aðhald foreldra, umhyggja og stuðningur. Almenn vellíðan unglinga skipti miklu máli, sem og þátttaka í skipulögðu íþrótta- eða frístundastarfi, auk þess sem jafningjahópurinn hafði mikil áhrif. Áherslur á skaðsemi vímuefna eða hætturnar sem þeim fylgja var hvergi að sjá í forvörnum þess tíma. Fagfólk sem starfar á vettvangi með unglingum hefur þó tekið eftir að blikur eru á lofti. Bakslag hefur orðið á virku forvarnarstarfi sl. ár og þau einföldu gildi sem byggt var á virðast hafa gleymst, hjá mörgum, eða kannski aldrei borist sumum. Mögulega hafa orðið kynslóðaskipti, enda tæp 20 ár síðan farið var af stað auk þess sem mikill samdráttur hefur verið í fjárveitingu til forvarnarverkefna (allavega í Reykjavík). Og ekki virðist velferðarráðuneytinu sérstaklega umhugað um forvarnir meðal unglinga. Vissulega eru foreldrar algjörir lykilaðilar í forvörnum fyrir velferð barnanna sinna en hver er til staðar þegar foreldrarnir bregðast? Erum við með öflugt forvarnarkerfi sem stekkur inn í til stuðnings þeim börnum? Ó, nei – þó Barnaverndin kunni að virka fyrir allra, allra verst settu börnin. En ég fullyrði: ó, nei. Við þurfum að fara að dusta rykið af virkum forvörnum í víðu samhengi og gera það saman. Vonandi hysjum við (borg, bær og ríki) upp um okkur buxurnar, hratt og örugglega. Annars kæmi það mér ekki á óvart ef ég sæi sambærilegar fyrirsagnir og á þessum pistli í nánustu framtíð. Eins og góður maður sagði: „Við þurfum að hlúa að æsku landsins“.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar