Ferðafólk vill íslenskan mat Friðrik Pálsson skrifar 23. ágúst 2016 07:00 Í mínum huga ríkir enginn efi um að íslenskur matur er fjöregg ferðaþjónustunnar ekkert síður en landið sjálft. Af nokkuð langri reynslu af rekstri veitinga- og gististaða get ég fullyrt að uppruni og ferskleiki eru gestum ofarlega í huga. Ég tek gesti mína oft tali og spjallið beinist gjarnan að matnum, hvaðan hann sé og hvernig hann sé verkaður og matreiddur. Og það er sama hvort um er að ræða kjöt, fisk eða grænmeti, það sem skiptir höfuðmáli í hugum gesta er að maturinn sé íslenskur, ferskur og heilnæmur. Veitingastaðir á mínum vegum eru ekki af ódýrasta taginu og það myndi gjaldfella þá verulega ef okkur tækist ekki að standa undir því orðspori að bera á borð mat úr góðu íslensku hráefni.Mikilvæg sérstaða Við sem viljum efla sjálfbæra ferðaþjónustu eigum mikið undir því að bændur og aðrir matvælaframleiðendur í landinu vandi sitt verk og ekki falli blettur á þeirra framleiðslu. En við hugleiðum það einnig of sjaldan að ákvarðanir sem teknar voru á síðustu öld hafa skapað okkur sérstöðu sem við höldum of lítið á lofti. Íslenskir bændur mótuðu þá stefnu árið 1985 að blanda ekki sýklalyfjum í fóður eins og víða er gert í öðrum löndum heldur nota þau eingöngu í lækningaskyni. Með þessu tóku þeir mikilvægt skref í átt til bættrar lýðheilsu á Íslandi. Lambið á matseðlinum hjá mér á því að vera jafn ferskt og laxinn úr Rangánni. Og víst er að notkun sýklalyfja og annarra eiturefna í landbúnaði á Íslandi er með því minnsta sem þekkist í Evrópu og á heimsvísu. Íslenskir húsdýrastofnar eru því sem næst lausir við algenga búfjársjúkdóma sem landlægir eru í nágrannalöndum okkar, t.d. gin- og klaufaveiki og kúariðu svo dæmi séu nefnd. Það er viðkvæm staða sem þarf að vaka yfir nánast með kjafti og klóm. Fyrir hálfri öld var einnig tekin sú ákvörðun að vaxtarhvetjandi hormónar yrðu heldur ekki leyfðir í íslenskri framleiðslu. Notkun tilbúins áburðar er ennfremur svo lítil á Íslandi að áburðarmengun mælist ekki hér. Sjálfsagt hefur stefnumótun af þessu tagi hamlað framleiðniaukningu til skemmri tíma en með tímanum hefur hún skapað sérstöðu og sjálfbærni.Merkingar segi satt Vaxandi áhyggjur eru af notkun skordýraeiturs og gróðureyðingarefna í landbúnaði víða um lönd og má meðal annars vitna þar til deilna um þau mál innan alþjóðastofnana. Leiddar hafa verið líkur að því að notkun slíkra efna sé farin að hafa alvarleg áhrif á heilsu fólks sem neytir afurða sem framleiddar eru með aðstoð slíkra efna. Bændasamtökin hafa kallað eftir því að landbúnaðarvörur beri merkingar sem upplýsi almenning um atriði eins og lyfjanotkun, aðbúnað dýra og fleiri þætti sem eru mikilvægir í hugum fólks. Eins og staðan er nú er ógjörningur að nálgast upplýsingar um lyfjanotkun við framleiðslu þeirra matvæla sem eru til sölu í verslunum á Íslandi. Það er ólíðandi staða til lengdar og ekki nema sanngjarnt að íslenskar landbúnaðarvörur njóti þess í samkeppni að vera framleiddar með heilnæmum hætti. Íslenskur landbúnaður hefur að öllum líkindum mikla sérstöðu þegar kemur að notkun efna af þessu tagi. Sem dæmi þá notar íslensk ylrækt, sem ræktar m.a. jarðarber, tómata og gúrkur, blóm og margskonar grænmeti, lífrænar varnir (skordýr) til að verja sína uppskeru en ekki eiturefni. Það er stolt okkar í ferðaþjónustunni að geta sýnt gestum gróðurhús þar sem íslenskt grænmeti er framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum, hreinu vatni, rafmagni og jarðhita, og skordýr notuð gegn óværu.Hreinasta landbúnaðarlandið Samkvæmt minni reynslu eru ferðamenn sem sækja landið heim upp til hópa þeirrar gerðar að þeir gera ríkar kröfur til matvæla, t.d. um hreinleika, gæði og ferskleika, og til velferðar dýra. Eins og ég hef rakið hér í stuttu máli, þá vill svo heppilega til að við getum haldið því fram að Ísland sé sérlega hreint landbúnaðarland. Það eigum við meðal annars að þakka framsýni bændastéttarinnar á liðnum áratugum. Slík framsýni þarf einnig að ráða ákvörðunum okkar í dag. Því þarf að framfylgja af festu samningum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum landbúnaði og endurheimta votlendi af sama kappi og fráveituskurðir voru grafnir á síðustu öld. Og við þurfum kinnroðalaust að geta sagt að gróður sé í sókn á öllum landsvæðum Íslands og hvorki eldgos né sauðfjárbeit sveigi okkur frá því markmiði í landgræðslu og gróðurvernd. Við erum býsna nálægt því að geta sagt með vissu að Ísland sé hreinasta landbúnaðarland í heimi. Það er margt sem bendir til þess að slík fullyrðing gæti staðist þegar í dag. En það þarf ítarlegri rannsóknir og alþjóðlegar vottanir til þess að fá það skráð í heimsmetabókina. Hröpum því ekki að ályktunum en gerum okkur í hugarlund hve dýrmætt það yrði að geta hampað slíku vörumerki með réttu í framtíðinni.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í mínum huga ríkir enginn efi um að íslenskur matur er fjöregg ferðaþjónustunnar ekkert síður en landið sjálft. Af nokkuð langri reynslu af rekstri veitinga- og gististaða get ég fullyrt að uppruni og ferskleiki eru gestum ofarlega í huga. Ég tek gesti mína oft tali og spjallið beinist gjarnan að matnum, hvaðan hann sé og hvernig hann sé verkaður og matreiddur. Og það er sama hvort um er að ræða kjöt, fisk eða grænmeti, það sem skiptir höfuðmáli í hugum gesta er að maturinn sé íslenskur, ferskur og heilnæmur. Veitingastaðir á mínum vegum eru ekki af ódýrasta taginu og það myndi gjaldfella þá verulega ef okkur tækist ekki að standa undir því orðspori að bera á borð mat úr góðu íslensku hráefni.Mikilvæg sérstaða Við sem viljum efla sjálfbæra ferðaþjónustu eigum mikið undir því að bændur og aðrir matvælaframleiðendur í landinu vandi sitt verk og ekki falli blettur á þeirra framleiðslu. En við hugleiðum það einnig of sjaldan að ákvarðanir sem teknar voru á síðustu öld hafa skapað okkur sérstöðu sem við höldum of lítið á lofti. Íslenskir bændur mótuðu þá stefnu árið 1985 að blanda ekki sýklalyfjum í fóður eins og víða er gert í öðrum löndum heldur nota þau eingöngu í lækningaskyni. Með þessu tóku þeir mikilvægt skref í átt til bættrar lýðheilsu á Íslandi. Lambið á matseðlinum hjá mér á því að vera jafn ferskt og laxinn úr Rangánni. Og víst er að notkun sýklalyfja og annarra eiturefna í landbúnaði á Íslandi er með því minnsta sem þekkist í Evrópu og á heimsvísu. Íslenskir húsdýrastofnar eru því sem næst lausir við algenga búfjársjúkdóma sem landlægir eru í nágrannalöndum okkar, t.d. gin- og klaufaveiki og kúariðu svo dæmi séu nefnd. Það er viðkvæm staða sem þarf að vaka yfir nánast með kjafti og klóm. Fyrir hálfri öld var einnig tekin sú ákvörðun að vaxtarhvetjandi hormónar yrðu heldur ekki leyfðir í íslenskri framleiðslu. Notkun tilbúins áburðar er ennfremur svo lítil á Íslandi að áburðarmengun mælist ekki hér. Sjálfsagt hefur stefnumótun af þessu tagi hamlað framleiðniaukningu til skemmri tíma en með tímanum hefur hún skapað sérstöðu og sjálfbærni.Merkingar segi satt Vaxandi áhyggjur eru af notkun skordýraeiturs og gróðureyðingarefna í landbúnaði víða um lönd og má meðal annars vitna þar til deilna um þau mál innan alþjóðastofnana. Leiddar hafa verið líkur að því að notkun slíkra efna sé farin að hafa alvarleg áhrif á heilsu fólks sem neytir afurða sem framleiddar eru með aðstoð slíkra efna. Bændasamtökin hafa kallað eftir því að landbúnaðarvörur beri merkingar sem upplýsi almenning um atriði eins og lyfjanotkun, aðbúnað dýra og fleiri þætti sem eru mikilvægir í hugum fólks. Eins og staðan er nú er ógjörningur að nálgast upplýsingar um lyfjanotkun við framleiðslu þeirra matvæla sem eru til sölu í verslunum á Íslandi. Það er ólíðandi staða til lengdar og ekki nema sanngjarnt að íslenskar landbúnaðarvörur njóti þess í samkeppni að vera framleiddar með heilnæmum hætti. Íslenskur landbúnaður hefur að öllum líkindum mikla sérstöðu þegar kemur að notkun efna af þessu tagi. Sem dæmi þá notar íslensk ylrækt, sem ræktar m.a. jarðarber, tómata og gúrkur, blóm og margskonar grænmeti, lífrænar varnir (skordýr) til að verja sína uppskeru en ekki eiturefni. Það er stolt okkar í ferðaþjónustunni að geta sýnt gestum gróðurhús þar sem íslenskt grænmeti er framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum, hreinu vatni, rafmagni og jarðhita, og skordýr notuð gegn óværu.Hreinasta landbúnaðarlandið Samkvæmt minni reynslu eru ferðamenn sem sækja landið heim upp til hópa þeirrar gerðar að þeir gera ríkar kröfur til matvæla, t.d. um hreinleika, gæði og ferskleika, og til velferðar dýra. Eins og ég hef rakið hér í stuttu máli, þá vill svo heppilega til að við getum haldið því fram að Ísland sé sérlega hreint landbúnaðarland. Það eigum við meðal annars að þakka framsýni bændastéttarinnar á liðnum áratugum. Slík framsýni þarf einnig að ráða ákvörðunum okkar í dag. Því þarf að framfylgja af festu samningum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum landbúnaði og endurheimta votlendi af sama kappi og fráveituskurðir voru grafnir á síðustu öld. Og við þurfum kinnroðalaust að geta sagt að gróður sé í sókn á öllum landsvæðum Íslands og hvorki eldgos né sauðfjárbeit sveigi okkur frá því markmiði í landgræðslu og gróðurvernd. Við erum býsna nálægt því að geta sagt með vissu að Ísland sé hreinasta landbúnaðarland í heimi. Það er margt sem bendir til þess að slík fullyrðing gæti staðist þegar í dag. En það þarf ítarlegri rannsóknir og alþjóðlegar vottanir til þess að fá það skráð í heimsmetabókina. Hröpum því ekki að ályktunum en gerum okkur í hugarlund hve dýrmætt það yrði að geta hampað slíku vörumerki með réttu í framtíðinni.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar