Hálf skrítin tilfinning að vera orðinn fimmtugur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2016 09:30 „Það var ágætt að enda einn feril og hefja annan,“ segir Hörður sem lagði fótboltaskóna á hilluna og byrjaði á Stöð 2 árið 2001. Vísir/Vilhelm „Það verður afmælisboð í kvöld með nánustu fjölskyldu. Ekkert stórt. Það er hálf skrítin tilfinning að vera orðinn fimmtugur en maður verður bara að vera þakklátur fyrir að geta haldið upp á það,“ segir afmælisbarn dagsins, Hörður Magnússon íþróttafréttamaður. Hann er Hafnfirðingur í húð og hár. Kveðst hafa prófað að búa í Reykjavík hátt í tíu ár en flutt aftur suður í Fjörð fyrir sex árum. „Ræturnar eru í Hafnarfirði og þær toguðu óneitanlega, enda er voða erfitt að sjá mig einhvers staðar annars staðar en í Firðinum,“ segir hann og hlær við. Kannski er það nærveran við FH sem heillar. „Ég byrjaði að spila með FH sex ára og fylgdi því liði upp í meistaraflokk en var þó eitt ár í Val því mér fannst allt í lagi að prófa eitthvað annað. Lagði svo skóna á hilluna 2001 þegar ég var þrjátíu og fimm ára. Þá var ég byrjaður að vinna á Stöð 2, datt inn í það og fannst ágætt að ljúka einum ferli og hefja annan. Það fer ekki vel saman við fótbolta að vinna vaktavinnu og svo er líka betra að vera ekki fastur í einhverju liði þegar maður vinnur í íþróttafréttum, þáttastjórn og lýsingum.“ Ekki kveðst Hörður vita til að hnattreisa sé í kortunum í tilefni tímamótanna, þó auðvitað væri gaman að prófa það. „Sonur minn sem er tvítugur er hins vegar í hálfs árs heimsreisu með tveimur vinum sínum og var í Peking í gær. Hans verður sárt saknað hér í dag, en þetta er frábært hjá honum. Maður hefði verið alveg til í eitthvað svona þegar maður var tvítugur. Krakkar eru miklu framtakssamari í dag. Ég hef ferðast töluvert og á vonandi eftir að gera meira af því.“ Þegar spurt er um áhugamálin er það góð tónlist sem fyrst kemur upp í hugann hjá Herði. „Ég hlusta mikið á tónlist og fer á tónleika þegar ég get komið því við. Hlusta á Sigurrós, David Bowie og er mikill aðdáandi Genesis, bands sem ég kynntist sem unglingur og fór á tónleika með árið 2007, þegar það spilaði á Old Traffold í Manchester. Það var mikil upplifun og hápunkturinn á mínum tónleikaferðum.“ Ertu Manchester-maður? „Þarna er best að ég segi pass en allir íþróttafréttamenn halda náttúrlega með einhverju liði þó þeir séu ekki að flíka því. Það er okkar að gefa öllum jafna möguleika í miðlunum. Í því liggur kúnstin.“ Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Það verður afmælisboð í kvöld með nánustu fjölskyldu. Ekkert stórt. Það er hálf skrítin tilfinning að vera orðinn fimmtugur en maður verður bara að vera þakklátur fyrir að geta haldið upp á það,“ segir afmælisbarn dagsins, Hörður Magnússon íþróttafréttamaður. Hann er Hafnfirðingur í húð og hár. Kveðst hafa prófað að búa í Reykjavík hátt í tíu ár en flutt aftur suður í Fjörð fyrir sex árum. „Ræturnar eru í Hafnarfirði og þær toguðu óneitanlega, enda er voða erfitt að sjá mig einhvers staðar annars staðar en í Firðinum,“ segir hann og hlær við. Kannski er það nærveran við FH sem heillar. „Ég byrjaði að spila með FH sex ára og fylgdi því liði upp í meistaraflokk en var þó eitt ár í Val því mér fannst allt í lagi að prófa eitthvað annað. Lagði svo skóna á hilluna 2001 þegar ég var þrjátíu og fimm ára. Þá var ég byrjaður að vinna á Stöð 2, datt inn í það og fannst ágætt að ljúka einum ferli og hefja annan. Það fer ekki vel saman við fótbolta að vinna vaktavinnu og svo er líka betra að vera ekki fastur í einhverju liði þegar maður vinnur í íþróttafréttum, þáttastjórn og lýsingum.“ Ekki kveðst Hörður vita til að hnattreisa sé í kortunum í tilefni tímamótanna, þó auðvitað væri gaman að prófa það. „Sonur minn sem er tvítugur er hins vegar í hálfs árs heimsreisu með tveimur vinum sínum og var í Peking í gær. Hans verður sárt saknað hér í dag, en þetta er frábært hjá honum. Maður hefði verið alveg til í eitthvað svona þegar maður var tvítugur. Krakkar eru miklu framtakssamari í dag. Ég hef ferðast töluvert og á vonandi eftir að gera meira af því.“ Þegar spurt er um áhugamálin er það góð tónlist sem fyrst kemur upp í hugann hjá Herði. „Ég hlusta mikið á tónlist og fer á tónleika þegar ég get komið því við. Hlusta á Sigurrós, David Bowie og er mikill aðdáandi Genesis, bands sem ég kynntist sem unglingur og fór á tónleika með árið 2007, þegar það spilaði á Old Traffold í Manchester. Það var mikil upplifun og hápunkturinn á mínum tónleikaferðum.“ Ertu Manchester-maður? „Þarna er best að ég segi pass en allir íþróttafréttamenn halda náttúrlega með einhverju liði þó þeir séu ekki að flíka því. Það er okkar að gefa öllum jafna möguleika í miðlunum. Í því liggur kúnstin.“
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira