Hálf skrítin tilfinning að vera orðinn fimmtugur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2016 09:30 „Það var ágætt að enda einn feril og hefja annan,“ segir Hörður sem lagði fótboltaskóna á hilluna og byrjaði á Stöð 2 árið 2001. Vísir/Vilhelm „Það verður afmælisboð í kvöld með nánustu fjölskyldu. Ekkert stórt. Það er hálf skrítin tilfinning að vera orðinn fimmtugur en maður verður bara að vera þakklátur fyrir að geta haldið upp á það,“ segir afmælisbarn dagsins, Hörður Magnússon íþróttafréttamaður. Hann er Hafnfirðingur í húð og hár. Kveðst hafa prófað að búa í Reykjavík hátt í tíu ár en flutt aftur suður í Fjörð fyrir sex árum. „Ræturnar eru í Hafnarfirði og þær toguðu óneitanlega, enda er voða erfitt að sjá mig einhvers staðar annars staðar en í Firðinum,“ segir hann og hlær við. Kannski er það nærveran við FH sem heillar. „Ég byrjaði að spila með FH sex ára og fylgdi því liði upp í meistaraflokk en var þó eitt ár í Val því mér fannst allt í lagi að prófa eitthvað annað. Lagði svo skóna á hilluna 2001 þegar ég var þrjátíu og fimm ára. Þá var ég byrjaður að vinna á Stöð 2, datt inn í það og fannst ágætt að ljúka einum ferli og hefja annan. Það fer ekki vel saman við fótbolta að vinna vaktavinnu og svo er líka betra að vera ekki fastur í einhverju liði þegar maður vinnur í íþróttafréttum, þáttastjórn og lýsingum.“ Ekki kveðst Hörður vita til að hnattreisa sé í kortunum í tilefni tímamótanna, þó auðvitað væri gaman að prófa það. „Sonur minn sem er tvítugur er hins vegar í hálfs árs heimsreisu með tveimur vinum sínum og var í Peking í gær. Hans verður sárt saknað hér í dag, en þetta er frábært hjá honum. Maður hefði verið alveg til í eitthvað svona þegar maður var tvítugur. Krakkar eru miklu framtakssamari í dag. Ég hef ferðast töluvert og á vonandi eftir að gera meira af því.“ Þegar spurt er um áhugamálin er það góð tónlist sem fyrst kemur upp í hugann hjá Herði. „Ég hlusta mikið á tónlist og fer á tónleika þegar ég get komið því við. Hlusta á Sigurrós, David Bowie og er mikill aðdáandi Genesis, bands sem ég kynntist sem unglingur og fór á tónleika með árið 2007, þegar það spilaði á Old Traffold í Manchester. Það var mikil upplifun og hápunkturinn á mínum tónleikaferðum.“ Ertu Manchester-maður? „Þarna er best að ég segi pass en allir íþróttafréttamenn halda náttúrlega með einhverju liði þó þeir séu ekki að flíka því. Það er okkar að gefa öllum jafna möguleika í miðlunum. Í því liggur kúnstin.“ Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
„Það verður afmælisboð í kvöld með nánustu fjölskyldu. Ekkert stórt. Það er hálf skrítin tilfinning að vera orðinn fimmtugur en maður verður bara að vera þakklátur fyrir að geta haldið upp á það,“ segir afmælisbarn dagsins, Hörður Magnússon íþróttafréttamaður. Hann er Hafnfirðingur í húð og hár. Kveðst hafa prófað að búa í Reykjavík hátt í tíu ár en flutt aftur suður í Fjörð fyrir sex árum. „Ræturnar eru í Hafnarfirði og þær toguðu óneitanlega, enda er voða erfitt að sjá mig einhvers staðar annars staðar en í Firðinum,“ segir hann og hlær við. Kannski er það nærveran við FH sem heillar. „Ég byrjaði að spila með FH sex ára og fylgdi því liði upp í meistaraflokk en var þó eitt ár í Val því mér fannst allt í lagi að prófa eitthvað annað. Lagði svo skóna á hilluna 2001 þegar ég var þrjátíu og fimm ára. Þá var ég byrjaður að vinna á Stöð 2, datt inn í það og fannst ágætt að ljúka einum ferli og hefja annan. Það fer ekki vel saman við fótbolta að vinna vaktavinnu og svo er líka betra að vera ekki fastur í einhverju liði þegar maður vinnur í íþróttafréttum, þáttastjórn og lýsingum.“ Ekki kveðst Hörður vita til að hnattreisa sé í kortunum í tilefni tímamótanna, þó auðvitað væri gaman að prófa það. „Sonur minn sem er tvítugur er hins vegar í hálfs árs heimsreisu með tveimur vinum sínum og var í Peking í gær. Hans verður sárt saknað hér í dag, en þetta er frábært hjá honum. Maður hefði verið alveg til í eitthvað svona þegar maður var tvítugur. Krakkar eru miklu framtakssamari í dag. Ég hef ferðast töluvert og á vonandi eftir að gera meira af því.“ Þegar spurt er um áhugamálin er það góð tónlist sem fyrst kemur upp í hugann hjá Herði. „Ég hlusta mikið á tónlist og fer á tónleika þegar ég get komið því við. Hlusta á Sigurrós, David Bowie og er mikill aðdáandi Genesis, bands sem ég kynntist sem unglingur og fór á tónleika með árið 2007, þegar það spilaði á Old Traffold í Manchester. Það var mikil upplifun og hápunkturinn á mínum tónleikaferðum.“ Ertu Manchester-maður? „Þarna er best að ég segi pass en allir íþróttafréttamenn halda náttúrlega með einhverju liði þó þeir séu ekki að flíka því. Það er okkar að gefa öllum jafna möguleika í miðlunum. Í því liggur kúnstin.“
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira