Sjáðu jökulinn hopa: Jökulsárlón breytist sífellt hraðar í fjörð Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2016 11:00 Hlýr sjór flæðir inn í lónið og bræði jaka og jökulinn hraðar. Vísir/Valgarður Náttúruperlan Jökulsárlón kom fyrst í ljós á fjórða áratug síðustu aldar, þegar jökullinn fór að hopa í kjölfar litlu ísaldarinnar svokölluðu. Jökullinn hefur sífellt hopað síðan en einstaklega hratt á síðustu tíu árum. Á endanum verður lónið, sem er það dýpsta á Íslandi, að löngum firði. Um árið 1890 var jökullinn yfir lóninu einungis um 250 metra frá sjónum. Svo sást lónið fyrst 1934 og hefur það verið að vaxa síðan. Nú nær það einhverja sjö til átta kílómetra frá sjónum, en það gæti á endanum orðið um 25 kílómetra langt og fimm kílómetra breitt. Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur segir hopið hafa verið sérstaklega hratt frá árinu 1995. Stækkun Jökulsárlóns séu greinilegustu ummerkin um hlýnun á Íslandi. Það sé þó meira en hlýrra loftslag sem spili inn í þar sem hlýr sjór kemst einnig inn í lónið á flóði. „Það sem gerist er að jökullinn streymir þarna niður í lón og það brotnar stöðugt af honum. Jökullinn hefur ekki undan því að bæta upp það sem brotnar af og þess vegna hopar hann. Allir jakar sem brotna þarna af sigla bara á lóninu og bráðna svo að lokum,“ segir Helgi. Sjá einnig: Sjáðu hvernig Ísland og jörðin hefur breyst á 32 árum. Hér má sjá hvernig jökullinn hefur hopað af lóninu á síðustu 32 árum. Búið er að mæla hvað lónið nær langt undir jökulinn. Frá brúnni yfir Jökulsá er landið undir jöklinum tvö til þrjú hundruð metra undir sjávarmáli í mjórri rennu, sem er um fimm kílómetra breið, alla leið upp undir fjöllin. Sú leið er um 25 kílómetrar. „Fram undan er að þetta lón vaxi og vaxi,“ segir Helgi. Hann segir að væntanlega muni ekkert stöðva þessa þróun. Það sé vonlaust fyrir jökulinn að halda í við það sem brotnar framan af honum. „Væntanlega verður 25 kílómetra langur fjörður þarna inn eftir.“ Hann bætir þó við að líklegast verði þó renna sem loki honum við sjóinn, eins og hún er í dag. Veður Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Sjá meira
Náttúruperlan Jökulsárlón kom fyrst í ljós á fjórða áratug síðustu aldar, þegar jökullinn fór að hopa í kjölfar litlu ísaldarinnar svokölluðu. Jökullinn hefur sífellt hopað síðan en einstaklega hratt á síðustu tíu árum. Á endanum verður lónið, sem er það dýpsta á Íslandi, að löngum firði. Um árið 1890 var jökullinn yfir lóninu einungis um 250 metra frá sjónum. Svo sást lónið fyrst 1934 og hefur það verið að vaxa síðan. Nú nær það einhverja sjö til átta kílómetra frá sjónum, en það gæti á endanum orðið um 25 kílómetra langt og fimm kílómetra breitt. Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur segir hopið hafa verið sérstaklega hratt frá árinu 1995. Stækkun Jökulsárlóns séu greinilegustu ummerkin um hlýnun á Íslandi. Það sé þó meira en hlýrra loftslag sem spili inn í þar sem hlýr sjór kemst einnig inn í lónið á flóði. „Það sem gerist er að jökullinn streymir þarna niður í lón og það brotnar stöðugt af honum. Jökullinn hefur ekki undan því að bæta upp það sem brotnar af og þess vegna hopar hann. Allir jakar sem brotna þarna af sigla bara á lóninu og bráðna svo að lokum,“ segir Helgi. Sjá einnig: Sjáðu hvernig Ísland og jörðin hefur breyst á 32 árum. Hér má sjá hvernig jökullinn hefur hopað af lóninu á síðustu 32 árum. Búið er að mæla hvað lónið nær langt undir jökulinn. Frá brúnni yfir Jökulsá er landið undir jöklinum tvö til þrjú hundruð metra undir sjávarmáli í mjórri rennu, sem er um fimm kílómetra breið, alla leið upp undir fjöllin. Sú leið er um 25 kílómetrar. „Fram undan er að þetta lón vaxi og vaxi,“ segir Helgi. Hann segir að væntanlega muni ekkert stöðva þessa þróun. Það sé vonlaust fyrir jökulinn að halda í við það sem brotnar framan af honum. „Væntanlega verður 25 kílómetra langur fjörður þarna inn eftir.“ Hann bætir þó við að líklegast verði þó renna sem loki honum við sjóinn, eins og hún er í dag.
Veður Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Sjá meira