Brúnegg – hvað svo? Eftirlit – fyrir hvern? Jón Bergsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Í byrjun árs 2012 varð töluverð umfjöllun í fjölmiðlum út af kadmíum í áburði, díoxíni í matvælum, iðnaðarsalti og brjóstapúðum, og ábyrgð yfirvalda og eftirlitsstofnana við að gæta hagsmuna neytenda. Þá fjallaði ég í stuttri grein um úttektir og eftirlit og lagði áherslu á að það er alltaf sá sem reiðir fram vöru eða þjónustu sem ber alla ábyrgð á að varan sé eins og til er ætlast eða um er samið. Ekki sé hægt að varpa þessari ábyrgð allri eða að hluta á birgja eða yfirvöld og opinberar eftirlitsstofnanir, nema þegar „hið opinbera“ sér sjálft um reksturinn; skólar, sjúkrahús, o.s.frv. (Eftirlit – eftirlit!, Fbl. 27. janúar 2012). Allt á þetta heima í umræðunni um Brúnegg í dag. En, hver á að sjá um úttektir og eftirlit með eggjaframleiðslu – eða landbúnaði og matvælaframleiðslu almennt – hver á niðurstöðurnar, og hvað má eða á að gera við þær? Er betra að einkafyrirtæki annist eftirlit en opinberar stofnanir? Það er rétt, að eftirlitsstofnanir ríkisins eru margar. En sjálfstæðar, einkareknar skoðunar- og vottunarstofur eru líka allmargar. Opinberar stofnanir geta rekið eigið eftirlit, eða úthýst að öllu leyti eða að hluta. Ríkiskaup hafa gert rammasamninga við fyrirtæki sem geta annast ýmsar úttektir og opinberum fyrirtækjum er skylt að versla við, óski þau að kaupa þessa þjónustu. Um faggiltar skoðunar- og vottunarstofur gilda sérstakar reglur, sem er töluvert erfitt og kostnaðarsamt að mæta. Í dag er unnt að afla faggildingar fyrir skoðunarstofur, prófunarstofur, kvörðunarstofur og vottunarstofur; sjá vefsíðu els.is. Vandinn er ekki hver annast eftirlitið, heldur hver á niðurstöðurnar! Eru það þeir sem annast úttektina, stofnunin sem þeir vinna fyrir, úttektarþeginn, eða kaupendur og neytendur vöru eða þjónustu? Yfirleitt er það þannig að sá sem greiðir fyrir úttektina á niðurstöðuna. Ég greiði fyrir að láta faggilta skoðunarstofu skoða bílinn minn og votta ástandið, og á niðurstöðuna. Skoðunarstofan má ekki birta hana á vefsíðu, Fésbók eða fara með hana í blöðin. Ef kaupendur og neytendur greiða með skattfé fyrir úttektir, eiga þeir þá ekki niðurstöðurnar líka? Opinberar stofnanir hafa yfirleitt ríka upplýsingaskyldu, en er þeim skylt að birta allar þær úttektir sem þær láta gera? Mennta- og menningarmálaráðuneytið birtir þannig stjórnsýsluúttektir á skólum á vefsíðu sinni. Heilbrigðisráðuneytið birtir hins vegar ekki niðurstöður úttekta Lyfjastofnunar á apótekum og lyfjaframleiðendum, enda er þá um einkafyrirtæki að ræða sem eiga rétt á að halda ákveðnum upplýsingum fyrir sig. Hver á upplýsingarnar? Brúnegg gætu hafa gert eigin úttektir eða fengið annan (óháðan, vottaðan) aðila til að annast úttekt á starfseminni. Þær niðurstöður eru ótvírætt eign Brúneggja, og væru væntanlega notaðar til úrbóta í starfseminni. En hvað með úttektir sem MAST gerir? „Stofnunin starfar undir yfirstjórn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis … sinnir stjórnsýslu, eftirliti, fræðslu og þjónustu við sjávarútveg, landbúnað, fyrirtæki og neytendur í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigði og velferð dýra, heilbrigði plantna og öryggi, heilnæmi og gæðum matvæla” (mast.is). Er MAST þá ekki opinbert fyrirtæki sem er skylt að upplýsa neytendur um úttektir sem greiddar eru með skattfé? Hver er ábyrgð verslunarkeðju sem kaupir egg eða aðrar afurðir í stórum stíl til að selja mér og þér? Eiga þeir að setja viðmið og taka út sína birgja … og upplýsa neytendur? Einkavæðing í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu og skólastarfi sem greitt er fyrir með skattfé er þegar nokkur og mun líklega aukast. Eina leiðin til að tryggja gæði þjónustu sem greitt er fyrir er að setja skýr viðmið og reglur um hvernig úttektum og eftirliti skuli háttað. Aðgangur að upplýsingum um gæði og verð þjónustu er lykilatriði til að tryggja hag neytenda. Að færa allt eftirlit með vöru og þjónustu frá ríkinu til faggiltra einkafyrirtækja, eins og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, lagði til í viðtali við Fréttablaðið 2. desember sl., mun ekki koma í veg fyrir fleiri „Brúneggjamál“. Betra væri að skýra nákvæmlega hver er eigandi upplýsinga úr úttektum og hver upplýsingaskyldan er. Annars er hætta á að þessar ákvarðanir lendi í höndum pólitíkusa og embættismanna. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í byrjun árs 2012 varð töluverð umfjöllun í fjölmiðlum út af kadmíum í áburði, díoxíni í matvælum, iðnaðarsalti og brjóstapúðum, og ábyrgð yfirvalda og eftirlitsstofnana við að gæta hagsmuna neytenda. Þá fjallaði ég í stuttri grein um úttektir og eftirlit og lagði áherslu á að það er alltaf sá sem reiðir fram vöru eða þjónustu sem ber alla ábyrgð á að varan sé eins og til er ætlast eða um er samið. Ekki sé hægt að varpa þessari ábyrgð allri eða að hluta á birgja eða yfirvöld og opinberar eftirlitsstofnanir, nema þegar „hið opinbera“ sér sjálft um reksturinn; skólar, sjúkrahús, o.s.frv. (Eftirlit – eftirlit!, Fbl. 27. janúar 2012). Allt á þetta heima í umræðunni um Brúnegg í dag. En, hver á að sjá um úttektir og eftirlit með eggjaframleiðslu – eða landbúnaði og matvælaframleiðslu almennt – hver á niðurstöðurnar, og hvað má eða á að gera við þær? Er betra að einkafyrirtæki annist eftirlit en opinberar stofnanir? Það er rétt, að eftirlitsstofnanir ríkisins eru margar. En sjálfstæðar, einkareknar skoðunar- og vottunarstofur eru líka allmargar. Opinberar stofnanir geta rekið eigið eftirlit, eða úthýst að öllu leyti eða að hluta. Ríkiskaup hafa gert rammasamninga við fyrirtæki sem geta annast ýmsar úttektir og opinberum fyrirtækjum er skylt að versla við, óski þau að kaupa þessa þjónustu. Um faggiltar skoðunar- og vottunarstofur gilda sérstakar reglur, sem er töluvert erfitt og kostnaðarsamt að mæta. Í dag er unnt að afla faggildingar fyrir skoðunarstofur, prófunarstofur, kvörðunarstofur og vottunarstofur; sjá vefsíðu els.is. Vandinn er ekki hver annast eftirlitið, heldur hver á niðurstöðurnar! Eru það þeir sem annast úttektina, stofnunin sem þeir vinna fyrir, úttektarþeginn, eða kaupendur og neytendur vöru eða þjónustu? Yfirleitt er það þannig að sá sem greiðir fyrir úttektina á niðurstöðuna. Ég greiði fyrir að láta faggilta skoðunarstofu skoða bílinn minn og votta ástandið, og á niðurstöðuna. Skoðunarstofan má ekki birta hana á vefsíðu, Fésbók eða fara með hana í blöðin. Ef kaupendur og neytendur greiða með skattfé fyrir úttektir, eiga þeir þá ekki niðurstöðurnar líka? Opinberar stofnanir hafa yfirleitt ríka upplýsingaskyldu, en er þeim skylt að birta allar þær úttektir sem þær láta gera? Mennta- og menningarmálaráðuneytið birtir þannig stjórnsýsluúttektir á skólum á vefsíðu sinni. Heilbrigðisráðuneytið birtir hins vegar ekki niðurstöður úttekta Lyfjastofnunar á apótekum og lyfjaframleiðendum, enda er þá um einkafyrirtæki að ræða sem eiga rétt á að halda ákveðnum upplýsingum fyrir sig. Hver á upplýsingarnar? Brúnegg gætu hafa gert eigin úttektir eða fengið annan (óháðan, vottaðan) aðila til að annast úttekt á starfseminni. Þær niðurstöður eru ótvírætt eign Brúneggja, og væru væntanlega notaðar til úrbóta í starfseminni. En hvað með úttektir sem MAST gerir? „Stofnunin starfar undir yfirstjórn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis … sinnir stjórnsýslu, eftirliti, fræðslu og þjónustu við sjávarútveg, landbúnað, fyrirtæki og neytendur í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigði og velferð dýra, heilbrigði plantna og öryggi, heilnæmi og gæðum matvæla” (mast.is). Er MAST þá ekki opinbert fyrirtæki sem er skylt að upplýsa neytendur um úttektir sem greiddar eru með skattfé? Hver er ábyrgð verslunarkeðju sem kaupir egg eða aðrar afurðir í stórum stíl til að selja mér og þér? Eiga þeir að setja viðmið og taka út sína birgja … og upplýsa neytendur? Einkavæðing í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu og skólastarfi sem greitt er fyrir með skattfé er þegar nokkur og mun líklega aukast. Eina leiðin til að tryggja gæði þjónustu sem greitt er fyrir er að setja skýr viðmið og reglur um hvernig úttektum og eftirliti skuli háttað. Aðgangur að upplýsingum um gæði og verð þjónustu er lykilatriði til að tryggja hag neytenda. Að færa allt eftirlit með vöru og þjónustu frá ríkinu til faggiltra einkafyrirtækja, eins og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, lagði til í viðtali við Fréttablaðið 2. desember sl., mun ekki koma í veg fyrir fleiri „Brúneggjamál“. Betra væri að skýra nákvæmlega hver er eigandi upplýsinga úr úttektum og hver upplýsingaskyldan er. Annars er hætta á að þessar ákvarðanir lendi í höndum pólitíkusa og embættismanna. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun