Skoðun

Stór­fellt brot á dýrum

Árni Stefán Árnason skrifar

Héraðsdómur Austurlands hefur nú með fordæmisgefandi refsiákvörðun sinni, fimmtudaginn 2. júní 2016 í máli nr. S-24/2015, svipt einstakling ævilangt heimild til að hafa dýr í umsjón sinni, versla með þau eða sýsla með þau með öðrum hætti.

Samkvæmt dómnum er talið,  að sýnt hafi verið fram á að sakborningur hafi bundið lifandi kanínu með vír við brunahana fyrir framan afgreiðslu tryggingafélagsins VÍS við Glerárgötu 24 á Akureyri og aflífað hana á sérstaklega grimmilegan og þjáningafullan hátt með því að hella yfir hana bensíni og kveikja í henni, en kanínuna hafði hann keypt í gæludýrabúð skammt frá vettvangi.

Ég fagna refsiákvörðun dómarans. Hún er í samræmi við refsiákvæði íslensku dýravelferðarlaganna. Skilgreining er nú komin á því hvað telst ,,stórfellt" brot eins og það er orðað í lögum um velferð dýra.

Á sama tíma má spyrja: hvað varð um svínaníðsmálið frá s.l. hausti. Um það var fjallað linnulaust af fjölmiðlum í heila viku og lauk umfjölluninni með því að dýralæknir Matvælastofnunar, Þóra J. Jónasdóttir,  fullyrti að um dýraníð væri að ræða.

Var það mál þaggað? - en Matvælastofnun/yfirdýralæknir, Sigurborg Daðadóttir hefur ein heimild til að kæra meint brot á lögum um velferð dýra.

 




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×